Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 10
94 - Það var einn af þessura æsandi laug- ardögum á góunni, þegar atburðir kvölds- ins liggja f loftinu og síðasti tíminn fer fyrir ofan garð og neðan hjá flestum sem hann sitja. Þegar í 3. tíma fór að kvisast um skólann, að Guðfinna ætlaði að halda ball í kvöld, og í fimmta tíma sást Magnús hengja upp auglýsingu, sem á var ritað, að í kvöld yrði bæði rokkað og twistað í íþöku, og hljómsveitin BertaMuller aðstoðaði. Undir auglýs- lýsingarorðunum stóð svo íþökunefnd og Silja. Magnús var afar súr á svipinn, þegar hann hengdi spjaldið upp og kveið greinilega fyrir. Þegar lausnarinn Her- bert loks hringdi út úr síðasta tíma,fór- um við Fúsi niður í gang og vildum lesa á vegginn, sem aðrir, en það var hæg- ara sagt en gert, þvi smápíumorið kringum auglýsinguna var svo þétt, að þar gekk ekki hnifurinn á milli, æptu sumar rokk en aðrar twist, og enn aðr- ar kölluðu á Guð og Berta Muller. Við Fúsi biðum svo unz hringt var inn í fyrsta tfma f 3. bekk, þá fórum við að lesa á vegginn, og ég sagði rokk og Fúsi sagði twist og svo kinkuðum við kolli hvor til annars og héldum heim. Báðir hugsuðu gott til glóðarinnar, að kætast f kvöld. Og Fúsi tók strætó vestur og austur f bæ, en ég tók áætl- unarvagn til Hafnarfjarðar, og allir í vagninum sögðu rokk og twist, og gaman, gaman. í Hafnarfirði lfður tfminn öðruvfsi en annars staðar. Það er fiskiþorp. Karlarnir á bæjarvinnunni tala um fisk, kerlingarnar á götuhornunum tala um fisk, rakarinn, kaupmaðurinn og maður- inn, sem keyrir öskubílinn, tala allir um fisk, og götur bæjarins eru þaktar slori og hreistri og daun andaðra fiska leggur yfir þorpið. Þar er líka lög- regluþjonn, sem málar fiska, frumbyggj- ararnir eru stoltir af listamanninum sínum. Auðvitað. Ég man ekki hvernig dagurinn leið, en ég talaði mikið um fiska, og keypti mér eina flösku brennivfns með svörtum miða, á svörtum markaði, og ég hlakk- aði til kvöldsins, að gleðja mig að Guð- finnu við rokk og twist. Og dagurinn leið. Klukkan átta tók ég aftur áætlunarvagn til Reykjavíkur, og allir í vagninum töluðu um fisk og rokk og twist, nokkrir strákar sátu aftast og klæmdust, eða töluðu um hand-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.