Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 11
95 - hitti Fúsa og alla hina gæjana. Þeir höfðu þegar drukkið eina blöndu og sumir voru farnir að twista eftir eigin söng. Og við héldum til íþöku. Ég var látinn smygla inn víninu, því ég var svo feitur, sögðu strákarnir, að engu munaði þó ég bætti ixm á mig nokkrum flöskum af 7. -up. Ég laumaðist inn með vínið og faldi það 1 sturtukassanum á klósettinu, og svo byrjaði ballið. Kvennafar? A slíkum góukvöldum fara allir á kvennafar. Ég fór líka á kvennafar, hún var engin smásmíði stúlk- an sú, og þegar við höfðum tvwistað og rokkað okkur þreytt, þá fórum við upp á loft, þar sem Guðmundur heldur orgíur. og kysstumst, og hún beit mig í i;eðri vörina, og ég beit hana í timguna,- og við drukkum brennivín í 7. -up og það var svo gaman. íþökuloftið er vinsæll staður á laug- ardögum, þangað sækir unga fólkið, þeg- ar því er orðið kalt á að rokka og twista til að sækja hita hvort á annars líkama. Þar eru básar, og stundum eru mörg pör í bás, ég og hún vorum í næsta bás við Tómas. Hallfríður var í básnum beint á móti. Þetta er fyrir- fólk. En skyndilega var sem drægi ský fyrir sólu og allt varð svo hræðilegt. Magnús kom og strauk á sér nefið og sagði : " Þú ert drukkinn, út með þig, " ég fór að gráta, og sýndi Magnúsi fram á það, að enginn yrði fullur af einni blöndu, og máli mínu til sönnunar sýndi ég honum að 7.-up flaskan var tóm En Magnús var þrár og sagði: "Þú ert drukkinn, út með þig, ,rog það fór allt f háa loft og öll félagsheimilisnefndin kom og sagði: "Þú ert drukkinn, út með þig. " En svo kom Guðmundur og hann bjargaði öllu, því hann sagði, að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.