Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 16
- 100 - Idealistar Stofnað hefur verið félag áhuga- manna um útkomu Skólablaðsins. Féla^ið starfar á svipuðum grundvelli og felag Grænlandsáhugamanna, og hefur baðum orðið álíka mikið ágengt. Landkynning Einar Magg sótti tvær ráðstefnur í París á vegum NATO eða Evrópu- ráðsins eftir nýár. Fyrri ráðstefnan fjallaði um fyrirkomulag loftvarna- byrgja og geislunarvarnir við æðri skóla, en hin síðari um húsbúnað í skó] um. Helzta sensasjón þeirrar ráð- stefnu var vitanlega Einar sjálfur. Hélt hann fyrirlestur méð skuggamyndum af helztu árgerðum íslenzkra borða og stóla, og vakti feikna lukku. Að þessu afrekuðu fór hann til Róms og heilsaði þar upp á páfa. Miskunnarverk á menningunni Fyrrnefndir raunvísindaimbar f 6.-Y gerðu nýlega við útvarpstæki fé- lagsheimilisins. Var sú viðgerð f því fólgin, að klippt var á nokkra þræði, þannig að ekki var unnt að ná hinni einkar vinsælu útvarpsstöð Kana á Vellinum. Þó tókst viðgerðin ekki fullkomlega, þar sem þetta hafði ein- hver áhrif á hátalarakerfið. Var fenginn maður til að gera við tækið, og sá hann þá, að einhverjir höfðu fiffað tækið til. Gjaldkeri félagsheimilis- nefndar (Magnús Jóhannsson ) sendi gjaldkera þokukamarsfélagsins (Magn- usi Jóhannssyni ) reikning fyrir við- gerðinni, en sú varð raunin, að Lista- félagið og Skólablaðið bættu Magnúsi skaðann í sameiningu. En syndir feðranna koma niður á börnunum, og skyldu ekki synir þeirra eyðileggja sjonvarpstæki félagsheimilisins eftir ca. 30 ár. "Ein ósviðr maðr kann ævagi sfns of mál maga. " Þorkell Helgason gaf sér ekki tfma til að koma 1 skólann á bolludag og sprengidag. Eftir það lá hann lengi veikur 1 magakvilla. Arshátíð 6.-Y Dauðyflunum f 6.-Y fannst hart,að aðaldansleik skyldi frestað, og héldu þeir eigin árshatið í staðinn. Garðar Halldórsson stjórnaði pylsuáti, Þorkell Svedófill, "Sveddi", stjórnaði almenn- um söng, en Ingimundur kom með 4.-A. Fór hátíðin hið bezta fram. Daginn eft- ir höfðu þó grunsamlega margir Y- bekkingar gengið í lið með öfgamönnum til hægri, en þeir þekkjast á því, að þeir ganga með sólgleraugu innan húss. Loft var allt lævi blandið morguninn eftir f stofu þeirra, og eigi óhætt að kveikja á eldspýtu. Birni Bjarnasyni fannst karlar óvenju hressir. Almanna- rómur segir, að í hófinu hafi raunvis- indaimbarnir notað þokukamarinn fræga, sem þeir smíðuðu um árið, en ekki hefur vitnazt 1 hvaða tilgangi. Agitationsatriði Það vakti mikla athygli manna, að Haukur N. Hendersson tók ekki til máls á félagsmálafundinum. Aðspurður kvað hann þetta herbragð af sinni hálfu. Bóka-maur m Einar Már kom nýlega að máli við Ingimund Sveinsson, og bað um, að hann yrði teiknaður innan um bækur í Faunu. Tók Ingimundur vel í það, en hverjar bækurnar eru, vitnast ekki, fyrr en Fauna kemur út. Undirritaður hefur séð nokkra spédrætti Ingimundar f Faunu, og eru þeir gerðir af miklum húmor. Hreinlæti Menn hafa e.t.v. ekki veitt þvf at- hygli, að gólfið f fþöku er miklu hreinna nu en áður fyrr f vetur. Staf- ar það ekki af þvf, að aðsókn og þar með aurburður minnkar, heldur hafa þvottakerlingarnar, sem eru orðnar uppmælingaraðall, verið reknar. f staðinn skúra Gunna og Guffa húsið kauplaust. Er Hjörtur Halldórsson frétti um þennan ídealisma og fórnar- lund,var honum nóg boðið og fór að hlæja. Hló hann enn er sfðast fréttist. b. sím.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.