Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.04.1962, Blaðsíða 9
- 93 - hafa efni, er ekki hefur birzt í blaðinu, og hefur það ekki verið borið undir rit- nefnd, heldur ritstjóri af óskiljanlegum ástæðum stungið því undir stól. Þessa menn get ég nefnt, ef þörf krefur. Vel getur verið, að þeir, sem orðið hafa fyrir þessu, séu fleiri en þrír og jafn- vel ekkert líklegra. Höfuðsökina ber Sverrir að sjálfsögðu, en nokkra ef ekki alla ritnefndarmeðlimi tel ég samseka, þar sem ég veit, að þeim var þetta kunnugt og gátu og geta hvenær sem er farið fram á að fá að lesa allt efni, sem berst, og greiða um það atkvæði, hvort birta skuli eða ekki, áður en blaðið fer í fjölritun. Ahugaleysi ritstjórnar hefur verið mjög rætt í skólanum í vetur og þá öll spjót beinzt að ritstjóranum. Er ég á þeirri skoðun, að Sverrir vanmeti þá, er með honum starfa ( eða réttara sagt eiga að starfa ) í ritnefnd og benda allar líkur til þess. Meðal annars það, sem framar greinir, að hann skuli ekki bera efnið undir þá, eins og lög gera ráð fyrir. Gæti maður ætlað, að Sverrir áliti þá ekkert vit hafa á málunum. Mér er sagt, að aðeins einn ritnefndar- fundur hafi verið haldinn, svo ekki er von á góðu. Það, sem ritnefnd hefur lagt að mörkum í starfi sínu, er líka sama og ekkert. Undanskil ég þó þá Sverri og Baldur Símonarson, sem eru svo til einu mennirnir, er eitthvað hafa skrifað,,og þykir engum mikið. Það er samt alls ekki skoðun mm að ritnefnd eigi að skrifa einhver ósköp, heldur ætla ég henni það hlutverk langt- um fremur að hvetja menn til skrifa, því eins og allir vita er andinn þannig í skólanum, að enginn fæst til að gera nokkuð nema gengið sé á eftir honum með grasið í skónum. Ég álít, að til að gera Skólablaðið vel úr garði, verði að virkja alla krafta eins og hægt er, Annað hvort hefur Sverrir aldrei upp- götvað þetta eða hann hefur haldið kraft- ana öllu færri en þeir eru. Veit ég ekki til, að nokkur ritnefndarmeðlimur hafi nokkurn tíma beðið neinn mann að skrifa, nema Þráinn, sem er sennilega sá eini, sem sýnt hefur einhvern lit. Kannski hefur þó Sverrir einhvern tíma ymprað á því við sitt fólk að stinga nið- ur penna, svona rétt til málamynda. Sverrir hefur nefnilega valið þann kost- inn að safna um sig nokkurri hirð úr 5. og 6. bekk og látið hana skrifa með sér í blaðið. Einkennast öll þau skrif af þeirri þörf að fylla út þessar fáu blaðsíður. Nægir þá að benda á optíska lífið Sverris, og er greinilegt, að þar er um uppfyllingu að ræða frekar en Sverrir hafi sett það á prent vegna listræns gildis þess, sem raunar ekkert er. Einnig hefur sú skýring komið fram, en hún er ekki frá mér, að Sverr- ir og Böðvar séu í leirburðarkeppni, og hefur þá Sverrir að sjálfsögðu komist fram úr Böðvari, sem margir gætu þó ætlað að væri nokkuð erfitt. Efni þeirra þriggja blaða, sem út hafa komið í vetur, er einstaklega lítil- fjörlegt og efa ég, að slík endemi fyrir- finnist, þótt langt væri leitað^ aftur í gamla árganga blaðsins og þó svo væri, er það engin afsökun. Ýmsar illgjarnar persónur, eins og ég, hafa leitað orsaka á sleni því, er virðist hafa heltekið Sverri í vetur, þennan gáfaða mann, sem í fyrra virtist ætla að verða hin mesta driffjöður. Fallast margir á þá skýringu, að þetta stafi af ofdýrkun Sverris á Búdda, og er þá starfsleiði hans auðskilinn. Getur það varla gott talizt, að svo mikilvægur starfsmaður, sem ritstjóri á að vera, skuli fela sig í ermi guðs síns strax í byrjun starfsárs. En nú hef ég heyrt, að Sverrir og hirð hafi í hyggju að koma út einu blaði auk þessa, og virðist mér þá Sverrir vera farinn að gægjast ískyggilega langt út úr erminni. Að lokum vil ég taka það fram, að ég biðst engrar afsökunar á þessum skrifum, en þakka birtinguna. Vésteinn Lúðviksson. QUA DE CAUSA ? Sagt er að Jón Júlíusson heyrist stundum segja þegar hann kemur inn í IV. - A : "Noli me tangere ! 11

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.