Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Síða 18

Skólablaðið - 01.10.1962, Síða 18
- 14 - hún við mig og setti fyrir mig disk með kringlum á. Ég tuldraði einhver þakk- lætisorð og laug, að mér þætti allt of mikið fyrir mér haft. Það var næstum hálfrokkið x stofunni. Ég hagræddi mér í stólnum og litaðist um. Hér hafði ég komið áður og þegið kaffi. Það var lágt undir loft í stofunni, ekki miklu hærra en svo, að ég gat staðið uppréttur. Húsgögnin, þau fáu, sem þarna voru, voru gömul og þreytu- leg, og af þeim lagði lykt sem ég býst ekki við, að ég hefði fundið, ef ég hefði ekki séð þau. Allur skúrinn var fóðrað- ur innan með gulrósóttu' veggfóðri, og í hornunum voru dökkir saggablettir, einn- ig nokkrir í loftinu. A veggnum gegnt einu gluggaborunni á stofunni, sem sneri undan sól í þokkabót, hékk mynd af á, sem. teygðist og teygðist óravegu inn í myndina og hvarf í litskrúðugu sólarlagi í baksýn. Nokkrir fuglar, líklegast end- ur, flugu oddaflug hátt uppi f himninum. Þau bjuggu þarna þrjú: Þuriður, fósturfaðir hennar og sonurinn Gilli litli. Auk þess köttur, eineygt fress, sem hét Öðinn. Öðinn hafði fleiri eiginleika fram yfir aðra ketti en þann, að hann var eineygur. Hann sagði til dæmis alltaf "mí " í staðinn fyrir "mjá", og hann var alveg ófalskur. Hann lézt ekki vera vinur neins. Hann beit alla, sem reyndu að snerta hann nema Gilla litla. En þeir voru líka vinir. Þuríður var búin að lesa bréfið. - Það er út af honum Gilla litla, sagði hún. Gilli litli var farinn til Ameríku fyrir nokkrum vikum vegna blóðsjúkdóms og dvaldi á heilsuhæli í nágrenni Vosíngton- borgar. Það átti að reyna á honum nýtt meðal, sem að sögn læknatímarita hafði gefizt vel í svipuðum tilfellum. Ég notaði tækifærið og spurði Þuríði eftir líðan sonar hennar. - Jú, hún var vongóð, en hún vildi held- ur tala um veðrið. - Ösköp rignir mik- ið, sagði hún. Fósturfaðirinn sat á rúminu í skonsu sinni og skar út. Það var dúfa með þanda vængi og brosandi augu. Hægt og virðulega eins og fiðuragnir svifu örsmáar spænisþynnurnar niður á gólfið undan hnífnum. Hvert hnífsbragð var hugsun listamanns, hver spónn tákn nýrrar hugsunar. Ég bjóst ekki við, að þessi maður hefði nokkru sinni fengið tilsögn í útskurði, en þó var vinna hans svo stílhrein og þó margbrotin, að ég lét mér næstum detta í hug, að fuglinn gripi til flugsins þá og þegar. Sjá vængfjaðrirnar ! Hver fön var til staðar. Mér fannst ég sjá spegilinn í væng þessa litla tréfugls, sem þó var ekki skorinn með öðru en einum eydd- um vasahníf. Ég horfði og horfði. Þuríður tók eftir því. - Hann hefur á- nægju af þessu, sagði hún og brosti. - Hann hefur skorið út síðan hann var barn. - Það er öllum nauðsynlegt að hafa eitt- hvað fyrir stafni, sagði ég. Gamli maðurinn, sem setið hafði þegjandi á rúminu síðan ég kom, leit nú upp og brosti einkennilega. - Rétt, sagði hann. - Ég væri löngu dauður, ef að ég hefði ekki eitthvað til að drepa tímann. Ég væri dauður andlega og líkamlega. - Ég sé líka, að þú hefur þarna starf við þitt hæfi, sagði ég og færði mig nær smiðnum, svo að hann gæti séð, að ég hefði áhuga á verki hans. - Eitthvað verður maður að föndra við, síðan maður er slíkur aumingi, sagði hann. Ég heyrði að hann var að afsaka sig. - Annars hef ég verið að hnýta á lóðir fyrir mann. Það er bara ekkert að gera fyrir mig, síðan þeir hættu á línunni. Ég sötraði kaffið mitt þegjandi nokrra stund. - Hvað gerirðu við þessa dúfu, þegar þú ert búinn að smíða hana, spurði ég svo. - Þú gætir selt hana fyrir stórfé. Gamli maðurinn hristi höfuðið vantrúað- ur. - Það er bara hann Gilli litli, ég var búinn að lofa honum þessu, sagði hann. Ég tók eftir, að stéttin undir fót- um dúfunnar var lítil, og ég efaðist um, að hún gæti staðið uppi án þess að detta. - Heldur þú, að stéttin sé nógu stór, spurði ég. - Það veit ég ekki. Hún er aðeins auka- atriði. - Mér fyndist hún betri, ef hún gæti stað- ið. - Dúfan er aðalatriði. Hún þolir ekki neinar takmarkanir. - Það er auðvitað erfitt að smíða slíkan

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.