Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1962, Page 25

Skólablaðið - 01.10.1962, Page 25
- 21 - JNý^hjáleiga^ INS og öllum er kunnugt var bygging viðbótarhúsnaeðis skól- ans stöðvuð af skipulagsyfir- völdum borgarinnar, vegna tilvonandi skipulags svæðisins. Ai rausn ráðamanna fékk skólinn til 1 árs hús, sem annar skóli gat ekki lengur notazt við vegna þrengsla, enda ekki byggt með skólahald fyrir augum. Einar Magnússon hefur aðalumsjón með húsinu og mun eflaust halda vel í stjórn- artaumana. Vonandi verður skólinn ekki þarna \ framtíðinni, heldur rísi nýr eða nýir skólar til að taka við hinum aukna hópi nemenda. Fé^lajgsheimilið^_ Fyrsti skólafundur vetrarins var hald- inn fyrir skemmstu. Aðalefni fundarins var reikningar félagsheimilisins og tillaga þess um 25 króna nefskatt. Menn urðu felmtri slegnir, er niðurstöður leiddu í ljós yfir 30 þúsund króna halla á reksturs- árinu. Kenndu forsvarsmenn íþöku minnk- andi aðsókn að dansleikjum aðallega um hið gífurlega tap. Athyglisvert var tap á vörusölu, sem ekki getur stafað nema af ofmikilli rausn nefndarinnar við sig og þáer við félagsheimilisnefnd að fást.Er auðsætt ac slíkt getur ékki leitt til nema tapreksturs. Það er þetta, sem nefnd sú, er samþykkt var að inspector skuli skipa, þarf að rann- saka og taka síðan hvern lið rekstursins og finna meinsemdina, ef nokkur er. En flestir telja að hægt ætti að vera að koma Iþöku á fjárhagslegan grundvöll. Annars eru almennar reglur um endur- skoðun brotnar með því að láta menn,sem voru í stjórn á fjárhagsárinu, endurskoða reikningana, en nefndin skákaði x skjóli venju en óæskilegrar venju. Að sögn for- manns mun íþaka ekki geta tekið til starfa, fyrr en fjárhagsvandamál hennar hafa ver- ið leyst. Sjóðir skólans eru sagðir vera gildir, og var formanni bent á að reyna að leita eftir rekstrarláni til að geta hafið starfið unz skýrsla endurskoðunarnefndar- innar berst. Kvaðst hann ekki vilja gera það vegna óvissu um undirtektir við fjár- bónina, er hún kæmi fyrir aftur, því ef henni væri synjað stæði íþaka verr en áð- ur. En auðvitað verður nefskatturinn samþykktur, ef engin önnur lausn finnst, því annars yrði að gera félagsheimilið upp, sem hvert annað þrotabú, sem væri sorglegur endir þeirra björtu vona, er voru tengdar við breytingu hússins í fé- lagsheimili. A fnárri_er^f : Er nemendur glímdu við fjármál Iþöku, skutu kennarar á fundi til að ræða toller- ingar. Samþykkti fundurinn að leggja þær niður, a.m.k. í núverandi mynd, vegna fjölda busa, aldurs skólans og slysahættu. Þetta er ein elzta tradition, sem við eig- um, og vonandi sér samkundan sig um 1 hönd, því tolleringarnar setja óneitanlega sinn svip á skólalífið. Má nú búast við gangaslagabanni, og eru þá flestar erfða- venjur horfnar. Fr^amtíðin. Framtíðin á 80 ára afmæli í vetur og hefur frétzt, að hátxðin verði vegleg, sem vera ber. Blað verður gefið út, og e.t. v. útvarpsdagskrá. Arshátfðin verður haldin eftir nýár sem næst sjálfu afmælinu, og verða þá aðal hátíð- arnar 3 með stuttu millibili. öneitan- lega lengir þetta nóvember nokkuð, en sú gamla verður að eiga afmælið á rétt- um txma. Skólablaðið. A busaári sínu var Júníus ritstjóri mikill andstæðin^ur latínuslettna og alls kyns harðmetis í Skólablaðinu. Því velta menn nú fyrir sér, hvort greinar um liðin skammdegisskáld munu birtast x blaðinu í vetur, og hvort latneskar fyr- irsagnir eins og Editor Dicit og Quid Frh. á bls. 9.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.