Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Síða 22

Skólablaðið - 01.12.1963, Síða 22
82 - C€IHO)€nVO A fyrsta skólafundi á sal í haust var tilkynnt fyrir hönd leiknefndar, að geysi- legt tap hefði verið á rekstri Herranætur undanfarin tvö ár og að varasjóður nefndarinnar væri þrotinn, bókhald í ó- lestri og að skólasjóður hefði orðið að greiða hluta af tapi seinasta árs. Er þetta hafði verið tilkynnt og núverandi formaður tekið til máls, og lofað betri rekstri í ár, var spurt hvort einhverjár athugasemdir væru við þetta. Engin at- hugasemd barst. Ekki varð betur séð, en að nemendum stæði alveg á sama, hvernig fé Herranætur hefði verið varið og hvaða grundvöllur væri fyrir áfram- haldandi starfi. Það er niðurdrepandi fyrir hvern þann, sem vinnur að leiklist innan skólans, að sjá slíkt áhugaleysi. Því skal nú, án þess að nokkur hafi beiðzt þess, reynt að útskýra þessi mál eitthvað nánar. Arið 1962 var leikritið Enarus Mont- anus sýnt hér í skóla. Verð aðgöngu- miða var alltof lágt, og á sama tíma og sýningar stóðu yfir sýndi Listafélag M.R. Útilegumennina eftir Matthías Jochums- son. Dró þetta að sjálfsögðu eitthvað úr aðsókn að leikritinu, og einnig var lítið reynt að spara fé við uppsetningu leikritsins. Arangur: tap. Síðastliðið ár var leikritið Kappar og vopn eftir G. B. Shaw sýnt. Aðsókn var sæmileg og reynt var að spara í öllum framkvæmdum. En fjárhagsgrundvöllur- inn var í molum, þvi að þrátt fyrir verð- breytingar og aukna dýrtíð var verð að- göngumiða hlægilega lágt. Arangur : geysilegt tap. Leiknefnd í ár hefur, þrátt fyrir al- mennt áhugaleysi nemenda á störfum hennar, breytt starfsemi sinni að nokkru leyti. Verð aðgöngumiða hefur verið hækkað eðlilega, ýmsir útgjaldaliðir hafa verið felldir niður og mun reynt af fremsta megni að spara öll fjárútlát. Allt bendir því til þess, að í vetur muni Herranótt borga sig eða að minnsta kosti ekki verða rekin með tapi. Rekstur Herranætur er ekki og á ekki að vera í gróðaskyni, heldur til að efla áhuga og kynna göfuga list og höfunda hennar. Þess vegna mun hún ávallt verða rekin með það fyrir augum. En slík starfsemi sem þessi getur ekki staðist á neinn hátt, sé hún rekin með tugþúsunda króna tapi ár hvert. Enginn skóli gæti staðið undir slíku. Þvf er það hlutverk leiknefndar að reka Herra- nótt þannig, að hún standist fjárhagslega jafnframt því sem hún sé fræðandi og veki áhuga. Að þessu mun leiknefnd stefna í ar og henni mun takast það, svo framarlega sem nemendur sýna ahuga á starfi hennar. Jóhann Guðmundsson I LATlNU hjá 5, -D Þórður Örn ( hafandi sett fyrir óheyri- lega lexíu, hallandi sér upp að töfl- unni): Með leyfi að spyrja, haldið þið að 5. bekkur sé einhver 'picnic" ? í ENSKU í 5. -D Ottó ( reynir að þagga niður suðið í stelpustóðinu) : Well, by the way, what animals hum like this : bsssss ? Rödd úr hópnum : Buses.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.