SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 31
19. desember 2010 31 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal arðar sparaðir og veittir í velferð. Samfylkingin er svo oft búin að hóta stjórnarslitum að hún man ekki lengur hvað í því felst. Logandi hrædd Samfylking Þar við bætist annað og það sem er mikilvægara. Samfylkingin er logandi hrædd við kosningar. Hvernig í ósköpunum á hún að ganga til kosn- inga? Fyrir flokknum fer óvinsælasti stjórn- málamaður á Íslandi. Í samanburði við Jóhönnu var Gordon Brown æðislegur skömmu áður en kjósendur losuðu sig við hann. Og Samfylkingin hefur ekkert mál til að láta kjósa um. Þorir hún að láta kjósa um „skjaldborgina“? Hún færi eins og gamall borgarstjóri sem hefði látið kjósa um Bjarnaborgina. Myndi hún vilja láta kjósa um skuldavanda heimilanna: „Kjósið Samfylkinguna og hún mun leysa skuldavanda heimilanna öðru- hvorumegin við kosningahelgina!“ Vill hún láta kjósa um 400 milljarðana sem hún ætlaði að láta borga Bretum og Hollendingum áður en atbeini forsetans og þjóðarinnar kom til? Eða myndi þessi einsmálsflokkur vilja láta kjósa um ESB-málið sitt? Verði henni að góðu. Stærstur hluti þjóð- arinnar hefur skömm á þeim skrípaleik öllum. Nei, Samfylkingin hefur jafnmikinn áhuga á stefnumóti við kjósendur um þessar mundir og músin að hitta veiðiköttinn. Steingrímur getur því ekki vísað til stjórnarslitahótana núna. Hann vildi bara ekki koma til móts við þingmenn síns eigin þingflokks, þótt það kostaði lítið. Hver er skýr- ingin á því? Steingrím J. munaði ekkert um að henda 12 milljörðum króna til að bjarga Sjóvá án þess að hafa til þess neina lagaheimild samkvæmt áliti sjálfrar Ríkisendurskoðunar. En hann átti ekkert fé til að færa á milli liða þegar hans eigin fé- lagar áttu í hlut. Honum fer því illa að setja sig á háan hest gagnvart þingmönnunum þremur. Það er því rétt sem Lilja Mósesdóttir segir: „Spurn- ingin er, hverjum er sætt í þingflokknum, þeim sem fylgja eftir vilja félaga sinna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins.“ Jólaball leikskól- ans Öldukots í Neskirkju. Morgunblaðið/Golli hans F orsíðumyndin var sláandi á Sunnudagsmogganum fyrir þremur vikum. Þar horfðu lesendur í augun á barni, sem hélt á pakka með næringarríkri fæðu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gefur alvarlega vannærðum börnum. Það er góð tilfinning að vita af barninu í góðum höndum, en verra að vita af ör- lögum barna sem ekki rötuðu á myndina. Tilefni myndbirtingarinnar var viðtal við leikkonuna Halldóru Geirharðsdóttur, sem tekið var í tengslum við söfnun UNICEF á degi rauða nefsins. Halldóra ferðaðist til Úganda í haust og kynntist þar þeim ömurlegu lífsskilyrðum sem börn og fjölskyldur búa við eftir langvarandi stríð í landinu. „Í þeim aðstæðum sem ég skyggndist inn í í Úganda er örbirgðin orðin svo mikil að það er ekki einu sinni pláss fyrir fólk að hjálpa hvað öðru,“ sagði Halldóra í viðtalinu. Og þar koma hinar ýmsu hjálparstofnanir inn í myndina. „Það er mjög auðvelt að missa máttinn og til að starfa í slíku hjálparstarfi þarf svo gott hjarta og skap því það þarf svo lítið til að láta slá sig út af laginu,“ hélt Halldóra áfram. „Það er ekki hægt að vera týpan sem andvarpar yfir því hvað hún sé niðurdregin í dag. Það þarf ofsalega bjartsýnt fólk í þessi störf sem getur hugsað í stóru samhengi. Þannig er alþjóðlegt starf UNICEF yfirleitt í a.m.k. tvö ár á hverjum stað því það er mjög áríðandi fyrir starfs- mann að hann sjái árangur af starfi sínu og fái þannig kraft í næsta verkefni. Fyrir mig per- sónulega skipti þessi ferð sköpum. Ég borga ákveðna upphæð á mánuði sem heimsforeldri en þarna áttaði ég mig á því í raun hvað lítið skiptir miklu máli og hversu áríðandi er að gef- ast ekki upp. Þetta er ekki eins og leiksýning sem er æfð á átta vikum og svo bara tata! Sýn- ingin er komin í höfn og hvað næst? Undiraldan í þessu starfi er djúp og þung.“ Þær áhyggjur eru allt annars eðlis, sem foreldrar á Vesturlöndum hafa af börnum sínum, en á svæðum sem hver dagur er barátta upp á líf og dauða. Lítið matarbréf eins og það sem barnið á forsíðunni heldur á kostar ekki mikið, en það hefur mikið að segja. Oft þarf bara þrjá pakka á dag til að bjarga lífi barns. Þess vegna er full ástæða til að fagna því framtaki, að fólki býðst nú að senda „sanna gjöf“ á vegum UNICEF, þar sem það getur valið slík matarbréf og hjálpað fimmtíu vannærðum börnum, en einnig gefst kostur á að gefa bóluefni, vatnsdælur, moskítónet og fleira. Það er þá sent til eins af 156 löndum sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna starfar í. Fleiri hjálparstofnanir gefa fólki kost á að gefa gjafir, sem hafa innra virði og eru í þágu góðs málefni. Það starf sem þær vinna er mikilvægt, þar er unnið af alúð og ósérhlífni, og mikilvægt er að styðja við bakið á þeim. Er það ekki tilgangurinn með jólunum – að láta gott af sér leiða? „Það er alltaf talað um að jólin séu hátíð barnanna sem ég skildi sem svo að það væri af því að þá fengju þau svo mikið af gjöfum, mikið að borða og ný föt,“ segir Halldóra. „En þetta er í raun tími til að fagna því að börn fæðast, að þau eru framtíðin og við eigum að vera þakklát fyrir það að hvert einasta barn sem fæðist er nýtt tækifæri fyrir heiminn. Þess vegna færum við þeim gjafir, til að þakka þeim fyrir að koma til okkar.“ Ekkert er mikilvægara barni sem fæðist í heiminn en að eiga sér framtíð. Nóg er af „nýj- um tækifærum fyrir heiminn“. Vonandi verða nógir til að grípa þau. Ný tækifæri fyrir heiminn „Ég er ömurlegur bílstjóri, spyrðu Tryggingamiðstöðina, lögregluna og nokkra ljósastaura fyrir utan heimili mitt.“ Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, spurð- ur hvor þrír þingmenn flokksins sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins geti unn- ið áfram í þingflokknum. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum – þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og álykt- unum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valds- ins.“ Lilja Mósesdóttir einn þremenninganna í VG. „Við höfum ekki aðra leið en Vesturlandsveg- inn. Að vísu er smábáta- höfn á leið inn á að- alskipulagið þannig að kannski förum við bara að róa til borgarinnar.“ Ásgeir Harðarson á Kjalarnesi vegna hugmynda um veggjöld. „Maður hlýtur að sækja þær bætur vegna þess tjóns sem maður hefur orðið fyrir. Það hlýtur að liggja í augum uppi.“ Jón Ásgeir Jóhannesson eftir að máli slitastjórnar Glitnis gegn honum var vísað frá í New York. „Falleg stúlka sem kemur nakin til manns með kaldan bjór og sam- loku til að tilkynna að leikurinn í enska bolt- anum sé byrjaður og spyr hvað maður vilji gera í leikhléi.“ Sveinn Andri Sveinsson lög- maður spurður á, bleikt.is, hvað kveiki neistann. Ummæli vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.