SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 16
16 19. desember 2010
höfundinn Vytautas Narbutas, sem aug-
ljóslega sækir innblástur til endurreisn-
artíma Shakespeares með öllu því plussi,
gyllingum og glæsileika sem fylgdi. „Kor-
šunovas býr til stórar og flottar stemn-
ingar og það er ótrúlega gaman að vera
partur af þessu því maður verður svo
áþreifanlega var við að það er að skapast
eitthvað stórt,“ segir Ingvar. „Ég held því
að áhorfendur eigi von á hughrifum í
stærri kantinum.“ Hilmir Snær er á svip-
uðum nótum. „Ég held að upplifun fólks
verði stundum svolítið skrýtin – stundum
líður langur tími í þögn og þess á milli er
allt í gangi. Við vonum að okkur takist að
búa til einhvers konar galdur.“
Öfgakarakterarnir spennandi
Það má segja að Ofviðrið sé rúsínan í
pylsuendanum fyrir Hilmi Snæ og Ingvar
sem báðir hafa staðið í stórræðum á öðr-
um sviðum á árinu. Fjölskyldan í leik-
stjórn Hilmis Snæs gengur enn fyrir fullu
húsi í Borgarleikhúsinu en fyrir leikstjórn
þeirrar sýningar hlaut hann Grímuna. Þá
sló hann í gegn sem sjálfur Kölski í sýn-
ingu Vesturports á Faust, bæði hér heima
og í Lundúnum. Hann segir síður en svo
erfitt að beygja sig undir vilja annarra
leikstjóra, eftir að hafa haldið öllum þráð-
um stórrar sýningar í eigin hendi. „Ég lít á
þetta sem tvo ólíka hluti og hvor um sig er
hvíld frá hinum. Ég er því ekkert að þykj-
ast að vera leikstjóri þegar ég er í stöðu
leikara, enda þýðir það ekki því þegar
maður er uppi á sviði sér maður þá ekki
utanfrá. Maður sér ekki heildina.“
Hann segir gaman að fást við hlutverk
Kalíbans sem er ekki ólíkt hlutverki Mef-
istós í Faust að því leyti að um mikla öfga-
karaktera er að ræða, þótt ólíkir séu. „Ég
er óskaplega feginn að vera að losna við
„loverboyana“ núna þegar ég er aðeins
farinn að þroskast enda meira spennandi
að fara svolítið út fyrir sitt eigið sjálf. Það
reynir meira á sköpunargáfuna. Fyrir Fást
var ég mikið í hlutverkum sem stóðu mér
svolítið nærri og mér fannst ég vera svo-
lítið að festast í þeirri rullu. Ég fagna því
innilega að geta farið í aðrar áttir og sýnt
myrkari eða fjarlægari hliðar.“
Sömuleiðis er skammt stórra högga á
milli hjá Ingvari, sem milli æfinga á Of-
viðrinu í Borgarleikhúsinu stendur á stóra
sviði Þjóðleikhússins í gervi Jóns Hregg-
viðssonar í Íslandsklukkunni, hlutverki
sem hlaut hann Grímuverðlaun fyrir fyrr
á árinu. Hann viðurkennir að þetta kalli á
töluvert púsl af sinni hálfu, auk þess sem
hann þarf að setja sig í töluvert ólíkar
stellingar fyrir hlutverkin tvö. „Hver ein-
asta uppsetning er einstök – þess vegna
hangir maður í þessu starfi, það er svo
fjölbreytt. Nýr leikstjóri þarf alltaf að
hlusta sig inn á nýjan leikhóp, jafnvel þótt
hann þekki alla einstaklingana og það
sama gildir um leikarana sem þurfa að
læra inn á nýja leikstjóra. Það er alveg
einstakt.“
Þeir eru sammála um að það sé ekki
slæmt að enda svo viðburðaríkt ár á Of-
viðrinu. „Það er alltaf svolítil hátíð í bæ
þegar Shakespeare er settur á svið, ekki
síst þegar hópurinn er svona stór og
myndarlegur, svona flottur leikstjóri og
jólafrumsýning,“ segir Hilmir Snær.
„Þetta er svolítill konfektkassi fyrir okk-
ur.“
Skylda að segja já
Þótt það sé eiginlega að æra óstöðugan að
spyrja í miðju æfingarferli hvað taki við
þegar Ofviðrið lægir þá stenst blaðamaður
ekki mátíð og Hilmir Snær verður fyrri til
svars. „Ég er að fara að leika í stykki hér í
Borgarleikhúsinu sem heitir Strýhærði
Pétur í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar og
verður frumsýnt með vorinu. Þetta er
hryllingsópera sem Tiger Lilies bjuggu til
og sömdu tónlist við, eins konar svört
ævintýraópera um það hvernig á að ala
upp börn og hvernig á að kenna þeim að
gera rétta hluti en börnunum er refsað á
mjög gróteskan hátt. Þetta er mjög svart-
ur húmor.“
Ingvar er öllu óráðnari. „Þetta er búið
að vera svo annríkt haust og vetur hjá mér
að ég ætla nú ekki að taka að mér nein stór
verkefni á næstunni Það er nóg að vera í
Íslandsklukkunni og Ofviðrinu samtímis
og eins er verið að biðja mig um að sýna
Djúpið aftur, einleik eftir Jón Atla Jón-
asson.“
Hilmir Snær hlær. „Svo kemur alltaf
eitthvað upp á. Maður ætlar alltaf að taka
sér frí og hafa það gott en þá kemur bara
eitthvað sem ekki er hægt að segja nei
við.“ Ingvar kannast við þetta. „Það er
ekki hægt að hætta að vinna því maður
verður að eiga fyrir salti í grautinn.
Stundum er líka ekki hægt að segja nei,
t.d. þegar leikstjóri eins og Koršunovas er
að leikstýra eða þegar maður er beðinn
um að leika Jón Hreggviðsson. Þá ber
manni skylda til að segja já því maður
sækist eftir því að kljást við eitthvað nýtt
og ögrandi. Það er því yfirleitt ekki pen-
ingurinn sem maður segir já við, heldur
verkefnið sem er lærdóms- og gjöfult.“
Hilmir Snær kannast við þetta. „Ef
maður gerir eitthvað sem maður kann of
vel og reynir ekkert á sköpunina er hætt
við því að maður verði þreyttur og jafnvel
lélegur. En þegar verkefnið felur í sér
áskorun og maður er svolítið hræddur og
veltir því fyrir sér hvort þetta takist – þá
er gaman því þá finnur maður fyrir því að
vera á lífi.“
„Kalíban er náttúrubarnið sem heimspekingurinn og siðfræðingurinn Prospero ætlar að temja, en það gengur ekki upp því það eru dýrsleg
element í honum sem eru ótemjanleg,“ segir Ingvar um samband persóna hans og Hilmis Snæs í Ofviðrinu.
’
Ég er óskaplega feg-
inn að vera að losna
við „loverboyana“
núna þegar ég er aðeins
farinn að þroskast enda
meira spennandi að fara
svolítið út fyrir sitt eigið
sjálf. Það reynir meira á
sköpunargáfuna.