SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 21
19. desember 2010 21 Skömmu áður en Magnús átti að fara í brautina fékk klárinn nefnilega þá flugu í höfuðið að rölta í burtu. „Hann var kominn upp í brekku þegar ég náði loksins valdi á honum aftur. Þetta rétt slapp áður en ég var dæmdur úr leik.“ Í annað skipti komst hann nálægt því að vera dæmdur úr leik. Það var í sundinu. Magnúsi skrikaði fótur á rás- pallinum og var hér um bil dottinn út í laugina sem hefði þýtt þjófstart. „Það var frekar vandræðalegt augnablik en sem betur fer náði ég jafnvæginu aftur.“ Greinin sem kom Magnúsi einna mest á óvart var skylmingar. „Ég átti ekki von á miklu þar en það er þrælgaman að skylmast. Skylmingar eru mikil tækni- íþrótt. Ég var frekar passífur framan af móti en færðist allur í aukana í lokaleiknum. Hóf mikinn sóknarleik og sýndi sannkallaða Zorro-takta,“ segir hann glottandi. Fimleikarnir komu honum líka þægilega á óvart en hann datt þar inn í „þrælskemmtilegan hóp“, Fim- leikahóp Þóris, þar sem yngsti iðkandinn er um tvítugt en sá elsti 82 ára. „Ég lærði margt af þessu fólki. Hafði til dæmis ekki hugmynd um að til væru svona margar upp- hitunaræfingar. Annars hef ég haft mjög gaman af öllum þessum íþróttum og erfitt að gera upp á milli þeirra.“ Vill stofna íþróttahóp Íþróttaárinu mikla er að ljúka en ekki er þar með sagt að afskiptum Magnúsar af hinum ýmsu greinum, sem hann hefur nú kynnst, sé lokið. Hann viðrar raunar þá hug- mynd að setja á laggirnar íþróttahóp fólks á hans reki, sem hittast myndi reglulega til að stunda hinar ýmsu greinar. „Ég er svo sem ekki búinn að útfæra þetta en vel má hugsa sér að hópurinn hittist einu sinni í viku til að skylmast, synda eða fara í fimleika, svo dæmi séu tekin. Fólk á mínum aldrei hittist oft til að ganga eða hlaupa saman sem er upplagt en hvers vegna ekki að hittast til að stunda fleiri greinar? Styrkja sig eða liðka.“ Magnús eggjar ÍSÍ raunar til að koma að þessum mál- um, hvetja fólk eldra en fjörutíu ára til að taka þátt í hin- um ýmsu greinum. „Það þarf að opna þennan heim fyrir eldri iðkendum. Hvers vegna má fólk yfir þrítugu ekki vera á skautum? Það eru engir almennir tímar fyrir þennan hóp. Fyrir því eru engin haldbær rök.“ Engin grein var svo ógeðfelld að Magnús gæti ekki hugsað sér að taka þátt í henni aftur. „Ég kem kannski ekki til með að keppa aftur í mótókrossi en ég gæti vel hugsað mér að leigja hjól við tækifæri. Það er þræl- skemmtilegt.“ Magnús var í þokkalegu formi „af fimmtugum karli að vera“ þegar hann lagði upp í þessa metnaðarfullu ferð í byrjun árs og er sannarlega ekki verr á sig kominn nú. „Þetta hefur gengið vonum framar og núna þegar árinu er að ljúka er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra sem greitt hafa götu mína. Menn hafa keppst við að lána mér búnað og búninga, leiðbeina mér og hjálpa í hvívetna. Kynni mín af íþróttahreyfingunni eru sannarlega já- kvæð. Það hafa verið forréttindi að kynnast öllu þessu skemmtilega fólki og ég sé ekki eftir að hafa tekið þá fífl- djörfu ákvörðun að halda upp á afmæli mitt með þessum hætti.“ Hafandi sagt það er Magnús líka ánægður að árið sé að verða búið. „Það hefur farið gríðarlegur tími í þetta, að ekki sé talað um krafta. Eigum við ekki að segja að ég sé feginn að næsta ár verði ekki eins!“ Federer hvað? Magnús rétt búinn að smassa í tennisnum. Kraftajötunninn Magnús í essinu sínu. Kraftlyftingar eru að baki en ólymp- ískar lyftingar eftir. Það verður síðasta greinin af 28 á þessu almanaksári. Fimleikar komu Magnúsi skemmtilega á óvart enda þótt hann hafi verið hálf-umkomulaus í hringjunum. Magnús bar sig fagmannlega að í karate. Magnús og klárinn góði sem reyndi að strjúka rétt fyrir keppni. Hér hefur gróið um heilt milli þeirra félaga. Magnús telur sig hafa verið í mestri lífshættu í mótókrossi. Hann reiknar ekki með keppa aftur í þeirri ágætu grein. Magnús fór varlega á ísnum til að haldast uppistandandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Kristinn Mikilvægt er að hafa augun á kúlunni í borðtennis. mbl.is |Sjónvarp Íþrótta(f)árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.