SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 53
19. desember 2010 53
Verið velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KARL KVARAN 17.11. 2010 - 13.2. 2011
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 19. desember kl. 14
Rakel Pétursdóttir safnafræðingur.
SAFNBÚÐ Listasafns Íslands
LAGERÚTSALA á listaverkabókum og gjafakortum.
Allt að 70% afsláttur.
Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar
og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál
Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar.
Sýningin Guðmundur og Samarnir.
Málverk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal úr ferðum hans
um lönd Sama í Finnlandi og munir tengdir menningu þeirra.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
NÝLISTASAFNIÐ
Bjarni H. Þórarinsson
Sjónþing: Upprifjun og yfirlit
Sýningin á verkum Bjarna H. Þórarinssonar stendur til 5. des. 2010
Sunnudaginn 28. nóvember kl. 15 verða Bjarni H. Þórarinsson og
Jón Proppé, listheimspekingur, með spjall og leiðsögn um sýninguna.
Föstudaginn 10. desember kl. 17 opnar stuttsýningin TÍMI;
sýning átta lokaársnema í Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 11. desember kl.15-18.
Nýlistasafnið er lokað frá 12. desember 2010 til 8. janúar 2011.
Opið þriðjudag - sunnudags kl. 12-17 og eftir samkomulagi
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
www.nylo.is, nylo@nylo.is, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
„SIGGA HEIMIS“
11.9.2010 - 30.1. 2011
Falleg íslensk hönnun í Kraum,
nýjar jólavörur og margt spennandi
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin Kraum í anddyri
og kaffiveitingar.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
TRÉKARLAR
Leiðsögn um sýningu
Guðmundar Sigurðssonar
laugardaginn 11. desember
kl. 14.
Síðasta sýningarhelgi.
Opið mán.–fim. kl. 10–19,
fös. 11-17 og lau. 13-17.
Ókeypis aðgangur
www.natkop.is
Listasafn Kópavogs
Gerðarsafn
Veiðimenn Norðursins
Andlit Aldanna
Ljósmyndir Ragnars Axelssonar
Sýningin stendur til 30.12.2010
Ókeypis aðgangur
Safnið er opið kl. 11-17
alla daga nema mánudaga
www.gerdasafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
Síðasta sýningarhelgi
Þar spretta laukar
Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar
Arnarson, Salvör, Kristján,
Hallgerður og Helga Thorlacius
Finnsbörn búa í safninu
Safnið er opið 13-17
alla daga nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Skemmtilegur sunnudagur 19. desember:
Kl. 11: Skyrgámur kemur í safnið
Kl. 12: Iðunn Steinsdóttir les upp úr bókinni sinni Jólasveinarnir
Kl. 13: The Icelandic Yule - Dr. Terry Gunnell heldur erindi um
íslenska jólasiði á ensku.
Kl. 14: Einar Falur Ingólfsson veitir leiðsögn um sýninguna
Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
30. október – 2. janúar 2011
Gjörningaklúbburinn - TIGHT
Eggert Pétursson - Málverk
Opið 12-17,
fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Nýverið kom út mynddiskurinn
Hljómfagra Ísland þar sem er að
finna stuttmyndina „Hljómfagra
Ísland“ og ljósmyndasýninguna
„Hljómfagra Ísland – Í nær-
mynd“ eftir náttúruljósmynd-
arann Friðþjóf Helgason. Eins og
nöfnin gefa til kynna er Hljóm-
fagra Ísland myndrænn óður til
íslenskrar náttúru, dýralífs og
þjóðlegrar tónlistar sem hefur
fest sig í hjörtum okkar Íslend-
inga undanfarin ár og áratugi.
Í stuttmyndinni „Hljómfagra
Ísland“ er ofið saman myndefni
frá Friðþjófi og Ómari Ragn-
arsyni af íslenskri náttúru í sínu
fínasta pússi í bland við tónlist í
flutningi nokkurra af helstu
dægurlagasöngvurum landsins.
Myndskeið frá öllum lands-
hornum, árstímum og tímum
sólarhringsins fara með áhorf-
endur yfir landið þvert og endi-
langt og gefa áhorfendum aðra
sýn á margar af þekktustu nátt-
úruperlum landsins. Í myndinni
er tekið á mikilvægi náttúru-
verndar þar sem myndskeiðum
af Alþingi og stjórnarráðinu eru
skeytt saman við myndir af
stórvirkum vinnuvélum og ám
sem flæða niður gljúfur og stór-
brotnu umhverfi þeirra, sem
minna þannig þá sem eru að
horfa á að yfirvöldum ber að sjá
til þess að náttúruperlur lands-
ins verði áfram til fyrir komandi
kynslóðir. Myndin endar svo á
myndasyrpu af því náttúruundri
sem Íslendingar stæra sig gjarn-
an af, sjálfum norðurljósunum
og undir flytur söngkonan
Ragnheiður Gröndal fallegt lag
eftir Magnús Þór Sigmundsson
við texta Jóhannesar úr Kötlum.
Tónlistin í myndinni er ekki af
verri endanum og eru lögin
samin af sumum af þekktustu
lagasmiðum þjóðarinnar á borð
við KK og Magga Eiríks, Gunnar
Þórðarson, Bubba Morthens,
Jón Múla og Magnús Þór Sig-
mundsson svo fáeinir séu
nefndir. En það var enginn ann-
ar en Steinar Berg sem sá um að
velja tónlistina á Hljómfagra Ís-
land.
Á mynddisknum er einnig að
finna ljósmyndasýninguna
„Hljómfagra Ísland – Í nær-
mynd“ sem sett hefur verið
saman úr 175 stórgóðum ljós-
myndum af íslensku landslagi
og mannlífi í íslenskri náttúru
eftir Friðþjóf í bland við tónlist
sem ósjaldan er sungin á
mannamótum hér á landi.
Hljómfagra Ísland er
skemmtileg viðbót við þann
fjölda sem er fáanlegur af ljós-
myndabókum um íslenska nátt-
úru og mannlíf, þar sem dægur-
lagatónlist er ofin saman við á
nýstárlegan máta. Ekki má svo
gleyma að hægt er að velja um
texta á sex tungumálum og
Hljómfagra Ísland er því frábær
gjöf fyrir ferðamenn sem og
unnendur íslenskrar náttúru.
Ísland í spari-
fötunum
BÆKUR
Hljómfagra Ísland
bbbmn
Myndir eftir Friðþjóf Helgason, tónlist
eftir ýmsa. Fossatún 2010.
Hestar í vetrarsól í Borgarfirði - ein mynda Friðþjófs Helgasonar á mynddisknum Hljómfagra Ísland.
Matthías Árni Ingimarsson