SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 33
19. desember 2010 33 allt sem maður vill, það er allt svo opið að maður verður skíthræddur við frelsið.“ Á Go eru níu lög en fjórtán á tónleika- skífunni Go Do og einhver lög eru til í skissum. Eins og getið er líka skammt síðan Jónsi gaf út Riceboy Sleeps með Alex Somers. Það er því spurning hvort hann er búinn að fá nóga útrás. „Já, ég held það sé komið nóg af Jónsa í bili, það sé komin nóg útrás. Þetta hefur verið mikið ferðalag og meira ferðalag en ég hef farið með Sigur Rós og því rosa ánægður með að vera kominn heim, mig langar til að ná mér aðeins niður, festa rætur. Þegar maður er á svona ferðalagi næst aldrei að vinna neitt, það er svo erf- itt að einbeita sér og svo smám saman hætta menn að hugsa, það er alltaf ein- hver að segja manni hvað maður á að gera og maður er alltaf í hlutverki.“ Eftir áramót hyggjast þeir félagar í Sig- ur Rós, Jónsi, Georg Hólm, Kjartan Sveinsson og Orri Páll Dýrason, taka upp þráðinn, hittast og byrja að semja saman lög í nýju æfingahúsnæði sínu, nokkuð sem Jónsi segist hlakka mikið til. Ekkert liggur þó fyrir um hvenær hugsanleg lög yrðu tekin upp eða gefin út, það er engin pressa á hljómsveitinni að því er Jónsi segir og enginn farinn að hugsa svo langt. Leikhúsleg sviðsmynd Ég átti þess kost að sjá síðustu tónleika Jónsa í Bretlandi fyrir stuttu, í Ham- mersmith Apollo í Lundúnum, þar sem hann lék fyrir troðfullu húsi, ríflega 5.000 manns, en þess má geta að þar hélt Björk einmitt þrenna tónleika í apríl fyrir tveimur árum. Af samtölum við áheyr- endur kom fram að flestir komu vegna áhuga síns á Sigur Rós, en allmargir sögðust líka þekkja lítið til Sigur Rósar – þeir höfðu fallið beint fyrir Jónsa. Á kynningarmyndum sem teknar voru í tilefni af útgáfunni og tónleikahaldi hefur Jónsi verið mjög skrautlegur og gjarnan með fjaðrir í hárinu og það var líka tölu- vert um fólk sem var svo búið, klætt skartklæðum og fjöðrum. Sviðsmynd tónleikanna var íburð- armikil og leikhúsleg, eins og hljóm- sveitin hefði komið sér fyrir í rústum verksmiðju og síðan var myndum varpað á skerma og tjöld til að framkalla dul- úðarstemningu. Jónsi segir mér að breska fyrirtækið 59 Productions, sem er margverðlaunað fyrir óperu- og leik- húsvinnu, eigi heiðurinn að sviðsmynd- inni, en hún var hönnuð með tilliti til texta laganna og óska hans um andrúms- loft. „Þeir vinna mjög mikið með hreyfi- myndir og myndvarpa og allt mjög ná- kvæmt og skipulagt. Mér fannst spennandi að vinna með einhverjum sem ekki hefðu komið að rokktónleikum áð- ur, en það var óneitanlega svolítið dýrt og dýrara en Sigur Rós hefur gert hingað til.“ Sviðsmyndin var og óneitanlega mjög áhrifamikil og sláandi og Jónsi lýsir mikilli ánægju sinni með hvernig til tókst, en hún verður þó ekki alveg eins hér heima og ytra. Það sem gerir tónleikana þó eft- irminnilegasta er frammistaða Jónsa, og þó að hann hafi legið veikur tónleikadag- inn er ekki bilbug á honum að finna á tónleikunum, röddin magnaðri en nokkru sinni og einnig framar er nokkru sinni; þegar hann kemur inn í upphafslag tónleikanna, Stars in Still Water, fallast Norðmenn fyrir framan mig í faðma, yf- irkomnir af hamingju. Hjartnæmt hugsa ég, en ekki eins hjartnæmt þegar þeir fara að syngja með fullum hálsi skömmu síðar. Nýtt og glænýtt Eins og getið er eru lögin á Go níu og dugir skammti í heila tónleika, en það var til talsvert af öðrum lögum og því lít- ill vandi að setja saman tónleikadagskrá. Tónleikadagskráin var svo í Hammers- mith: Stars in Still Water Hengilás Icicle Sleeve Kolniður Tornado Sinking Friendships Saint Naive Go Do Boy Lilikoi Animal Arithmetic New Piano Song Around Us Og síðan uppklapp: Sticks & Stones (úr kvikmyndinni How to Train Your Dragon) Grow Till Tall Lögin nýju, eða réttara sagt óútgefnu, eru eðlilega misjöfn, sum þess eðlis að þau hefðu ekki sómt sér vel á skífunni, þó að þau falli vel inn í tónleika- dagskrána, nýtist í að skapa stígandi og stemningu. Jónsi segir og að sum af aukalögunum hafi verið tekin upp á sín- um tíma, en síðan hafi honum ekki þótt þau falla nógu vel að hljóðaheimi plöt- unnar. „Það var þó tilvalið að nota þau sem tónleikalög, þau koma mjög vel út og tónleikarnir verða miklu meiri heild.“ „Bjútífúl samsuða“ Eins og getið er komu þeir að upptökum á plötunni Nico Muhly og Samuli Kosm- inen meðal annarra, en þegar kom að því að setja saman tónleikaband átti hvor- ugur heimangengt. Framlag þeirra til skífunnar er talsvert og áberandi, enda eru þeir með fremstu tónlistarmönnum hvor á sínu sviði. Ég var því spenntur að heyra hvernig menn myndu leysa þeirra hlut, hvernig það yrði útsett og aðlagað tónleikahaldi og ekki annað hægt að segja en það hafi heppnast frábærlega þar sem menn hafa fléttað hliðrænni raf- tónlist, snyrtilegu slagverki og píanó- spili. Í tónleikasveit Jónsa eru þeir Alex Somers á gítar, Ólafur Björn Ólafsson, sem jafnan er kallaður Óbó, á hljómborð og slagverk, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, eða Doddi, á trommur og slagverk, og Úlfur Hansson á bassa og monome, en Úlfur hefur unnið talsvert að raftónlist undir listamannsnafninu Klive. Þegar ég spyr Jónsa um samstarfs- mennina þarf hann eðlilega ekki að segja frá kynnum sínum og Alex en segir svo frá hinum: „Ég þekkti Úlf sem bassaleika en hann er líka ótrúlega góður raftónlist- armaður sem Klive og mig langaði að fá það element inn í hljómsveitina. Svo hitti ég Óbó á bar í einhverju af- mælispartíi, hitti hann í karaókí og komst að því að hann átti sama karaókí- lag og ég, Africa með Toto. Hann er sá eini sem ég hef hitt fyrir utan Kjartan sem er með það sem uppáhalds karaókí- lag og við bonduðum eðlilega yfir því. Þegar ég spurði hann svo hvað hann væri að gera kom í ljós að hann var að læra á marimbu með fjórum kjuðum og þegar ég svo komst að því að hann spilaði á pí- anó líka bað ég hann um að spila á píanó með okkur, að glíma við pínaópartana hans Nicos sem er ekkert grín. Á þeim tíma ætlaði Samuli að vera með á slagverk og trommur, en þegar hann gat það ekki vegna fjölskyldumála spurði ég Óbó hvort hann vildi vera á tromm- unum en honum fannst það ekkert spennandi, hann langaði að takast á við píanóið. Ég fékk því Dodda á trommur sem er að spila með nafna mínum,“ segir Jónsi og kímir, en Þorvaldur Þór hefur meðal annars leikið með hljómsveitinni Í svörtum fötum með öðrum Jónsa, Jóni Jósep Snæbjörnssyni. „Ég hef lítið þekkt til hans sem trommuleikara, enda hefur hann verið svo mikið úti, en hann er geðveikt góður, kjarnakljúfur, sem kem- ur með mikinn kraft inn í þetta.“ Þetta er óneitanlega óvenjuleg blanda, tónlistarmenn hver úr sinni áttinni ef svo má segja, en það er einmitt galdurinn að mati Jónsa: „Þetta er frábær blanda – Úlfur í raftónlist og blackmetal, Óbó frekar í klassíkinni og svo Doddi sem kemur úr R&B-deildinni, Kanye West og Jay-Z. Þetta er bjútífúl samsuða af ólík- asta fólki og fyndið að þetta sé að verða búið, þetta frábæra ár. Það verður gaman að enda þetta með uppskerutónleikum í Höllinni.“ ’ Þetta er óneitanlega óvenjuleg blanda, tónlist- armenn hver úr sinni áttinni ef svo má segja, en það er einmitt galdurinn að mati Jónsa: „Þetta er frábær blanda – Úlfur í raftónlist og blackmetal, Óbó frekar í klassíkinni og svo Doddi sem kemur úr R&B- deildinni, Kanye West og Jay-Z. Þetta er bjútífúl samsuða af ólíkasta fólk og fyndið að þetta sé að verða búið, þetta frábæra ár. Það verður gaman að enda þetta með upp- skerutónleikum í Höllinni.“ Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.