SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 50
50 19. desember 2010
N
ý skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, Út-
lagar, hefur vakið talsverða athygli í
bókaflóðinu þetta misserið og verið lofuð
af ritdómurum. Söguefnið hefur verið til
umræðu, enda tengt átakalínum kalda stríðsins og
atburðum sem enn ættu að vera mörgum Íslend-
ingum í fersku minni. Hér byggir Sigurjón að nokkru
á sögu ungra íslenskra sósíalista sem héldu til náms í
Austur-Þýskalandi um miðjan sjötta áratug síðustu
aldar. En hvers vegna skyldi hann hafa kosið að
vinna dramatíska skáldsögu upp úr þessu efni?
„Fljótlega eftir að ég hafði gengið frá skáldsögu
minni um Kristmann Guðmundsson, Borgir og eyði-
merkur, sem kom út árið 2003 ákvað ég að skrifa
fjölskyldusögu með hliðsjón af þessum atburðum.
Ætli ein ástæðan sé ekki sú að kalda stríðið hefur af
einhverjum ástæðum verið afrækt í bókmenntum
okkar og þarna í sögu námsmannanna var eftir miklu
að slægjast,“ segir Sigurjón. Við sitjum á heimili hans
í Kópavoginum og þrátt fyrir að himinninn sé heiður
nær aðventusólin ekki að lyfta sér yfir holtið.
„En skáldsaga mín fjallar líka um þessa átakatíma
almennt,“ bætir hann við. „Um kalda stríðið má
segja að það sé eina stríðið sem við Íslendingar
þekkjum af eigin raun og ekkert síður en aðrar þjóðir
á Vesturlöndum. Þessi átök voru hér í samfélaginu og
það drógust allir inn í þau með einhverjum hætti
eins og ég reyni að sýna.“
Fer nálægt raunveruleikanum
Þegar ég spyr Sigurjón að því hvort hann hafi við
efnisöflunina rætt við fólk sem tengdist atburðunum
beint, segist hann einkum hafa notið aðstoðar eins
þeirra sem voru við nám í Austur-Þýskalandi. Mest
hafi hann þó sótt í ritaðar heimildir.
„En það vildi líka svo til að ég kynntist Þorsteini
heitnum, syni Þorsteins Friðjónssonar og Wally Dre-
her, fyrir um þremur áratugum og heyrði þá fyrst
örlagasögu föður hans. Og við þá sögu styðst ég
nokkuð í Útlögum.“
– Þannig að þú byggir á raunverulegu fólki?
„Það gefur augaleið. Þarna úti var tiltekinn hópur
manna sem allir vita hverjir voru og þeir verða
kveikjan að nokkrum persónum sögunnar. Svokall-
aðar SÍA-skýrslur koma einnig við sögu, talsvert er
fjallað um þær í bókinni,“ segir Sigurjón. „Ég um-
gengst þetta efni hins vegar af hæfilegri léttúð, ef svo
má segja; tek það sem nýtist mér og er þá ekkert að
fela þá slóð. En mörgu breyti ég og sumu mikið.“
Til upplýsingar þá hefur á liðnum árum talsvert
verið fjallað um þessar skýrslur Sósíalistafélags Ís-
lendinga austantjalds, þar sem meðal annars þeir
Tryggvi Sigurbjarnarson, Þór Vigfússon og Hjörleifur
Guttormsson áttu hlut að máli, en þeir bentu yf-
irvöldum á það er fyrrnefndur Þorsteinn Friðjónsson
yfirgaf Austur-Þýskaland ólöglega ásamt þarlendri
eiginkonu.
– Kannast þá þeir sem þekkja til þessarar sögu frá
sjöunda áratugnum við sitthvað í Útlögum.
„Það tel ég víst,“ svarar Sigurjón. „Enda fer sagan
það nálægt raunveruleikanum í ýmsum veigamiklum
atriðum að varla er við öðru að búast.“
Fólk sem leitar útvegar frá vitfirringunni
„Þegar ég byrja á sögu eru alltaf nokkrir valkostir,“
segir Sigurjón. „Og ekki sjálfgefið að maður velji
endilega þann sem virðist eðlilegastur, þá hugmynd
sem komin er lengst á leið. Þetta er nefnilega býsna
stór ákvörðun; maður lifir í þessum söguheimi næstu
árin og verður að hafa löngun til þess. Þannig valdi
ég ekki þessa sögu sem ég segi í Útlögum bara vegna
áhuga míns á kalda stríðinu, það þarf fleira að koma
til.“
– Þetta er saga fólks með hugsjónir sem bíður
skipsbrot, ekki satt? Saga ákveðinna pólitískra trúar-
bragða.
„Jú, en svo er þarna maður, Jósef, aðalpersónan í
sögunni, sem hefur ekki áhuga á þessu. Það er einn
þráður í sumum sögum mínum, kannski öllum, að
þar segir frá fólki sem reynir að finna einhvern útveg
frá vitfirringunni sem herjar á líf okkar flestra. Það
leitar athvarfs eða skjóls sem þó reynist kannski ekki
alltaf nægilega tryggt. Þetta birtist með ýmsum hætti
í einstökum sögum; í bókinni um Kristmann Guð-
mundsson má segja að þetta eigi við um garðinn
hans fræga í Hveragerði, og í Hér hlustar aldrei
neinn gildir eitthvað svipað um bókaherbergið í hús-
inu þar sem drengurinn og afi hans eiga sínar sam-
verustundir. Sú saga átti líka upphaflega að heita
Bókaherbergið en nafnið þótti víst of púkalegt.
Í Útlögum reynir Jósef að eiga sér líf utan við þessa
alltumlykjandi hugmyndafræði sem einkennir heim-
ilislífið á Grettisgötunni, og þannig finnur hann til
dæmis að vissu leyti athvarf í skákinni. En í skákinni
mætir hann líka örlögum sínum,“ segir Sigurjón.
Hann vill þó ekki fara lengra út í þessa sálma og
beinir sjónum að öðru.
„Annað svona efni sem hefur fylgt mér nokkuð, er
það hversu ókunnugur maðurinn er sjálfum sér, hver
hann er og hvað stjórnar lífi hans. Í þessari sögu
verða það örlög Jósefs að stjórnast af ákvörðunum
sem eru ekki hans eigin, og hugmyndum og hug-
sjónum sem hann hefur engan sérstakan áhuga á og
er hálfpartinn á flótta undan.“
Reyni að setja mig inn í sögutímann
Þegar ég spyr Sigurjón út í það hvernig hann vinni,
segist hann alltaf jafn hissa á því hvað fólk sé iðið við
að spyrja um þetta, fátt sé eins óspennandi og það
hvernig rithöfundur vinni. Vinnulagið sé annars
þannig að hann skrifi ekki uppkast að allri sögunni
sem hann sé með í smíðum eða stórum hluta hennar
heldur þaulvinni hvern kafla fyrir sig.
„Þannig tapast að vísu oft mikil vinna ef síðar þarf
að gera breytingar en þetta er eitthvað sem maður
hefur vanið sig á,“ segir hann. „Ef ég er að grufla í
fortíðinni eins og í þessari sögu og þeirri sem ég
skrifaði um Kristmann þá reyni ég eftir mætti að
setja mig inn í sögutímann, og með öllum tiltækum
ráðum. Snemma á þessu ári fór ég til Leipzig, til að
kynnast borginni og finna ákveðna staði og bygg-
ingar þar sem sagan gerist. Það var þó ekki alltaf
einfalt því borgin hefur breyst gífurlega. Ég var til að
mynda heilan dag að finna hvar efnafræðideild há-
skólans var í lok sjötta áratugarins, en þar stundar
Jósef nám. Þá hef ég verið í nánu sambandi við há-
skólakennara á eftirlaunum, sá hefur alla tíð búið í
borginni, er geysifróður um hana sem og þýska sögu.
Sá góði maður hefur reynst mér ómetanlegur.“
– Síðasta saga þín, Gaddavír, kom út 2006. Hef-
urðu verið að skrifa þessa bók síðan?
„Með öðru, já. Ég er alltaf með fleiri járn í eld-
inum. Það er vont þegar maður lýkur við bók, að
grípa í tómt. Þegar fer að síga á seinni hlutann í sögu
fer ég að huga að öðru efni; finnst betra að hafa hug-
myndir um söguefni og geta þá gengið að verki sem
ég er aðeins byrjaður á.“
– Þú ert þá byrjaður á nýrri sögu?
„Ég er kominn af stað með nýtt efni, og þó ekki
alveg nýtt því ég er enn að fást við þetta hug-
sjónastand, rétt eins og í Útlögum. Þetta ofurvald
hugsjónanna yfir mannlegum örlögum – en í töluvert
annarri mynd,“ segir Sigurjón að lokum.
Bókmenntir
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Kalda stríðið afrækt
í bókmenntum okkar
„Ég umgengst þetta efni af hæfilegri léttúð; tek það sem nýtist mér
og er þá ekkert að fela þá slóð,“ segir Sigurjón Magnússon rithöf-
undur um söguefni nýrrar skáldsögu sinnar, Útlaga. Í sögunni
fjallar hann um íslenska sósíalista sem voru við nám í Austur-
Þýskalandi og bakland þeirra hér á landi.
’
Um kalda stríðið má segja að
það sé eina stríðið sem við Ís-
lendingar þekkjum af eigin
raun og ekkert síður en aðrar þjóðir á
Vesturlöndum. Þessi átök voru hér í
samfélaginu og það drógust allir inn í
þau með einhverjum hætti eins og ég
reyni að sýna.
Lesbókviðtal