SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 6
O
ft þarf ekki nema
örlítið frávik til að
búa til brandara.
„Ég vil fá hótelher-
bergi,“ sagði Peter Sellers í
hlutverki franska lögregluvarð-
stjórans Clouseaus og salurinn
sprakk af hlátri og aftur
skömmu síðar þegar hann var-
aði við „bömbu“.
Blake Edwards leikstýrði
myndunum um bleika pardus-
inn og átti reyndar leik-
stjóraferil, sem spannaði hálfa
öld. Edwards lést á miðvikudag
88 ára að aldri. Hann hefur verið
kallaður meistari gamanmynd-
anna og arftaki Chaplins.
Myndir Edwards voru af
ýmsum toga, en húmorinn var
aldrei langt undan þótt stund-
um væri hann grár. Gagnrýn-
andinn Andrew Sarris skrifaði
árið 1968 að Edwards hefði
„stundum kallað fram mesta
hláturinn með bröndurum, sem
voru of skelfilegir fyrir flestar
hryllingsmyndir“.
Edwards sló fyrst í gegn með
Breakfast at Tiffany’s, sem
byggð var á sögu Trumans
Capotes með Audrey Hepburn í
aðalhlutverki í stuttum svörtum
kjól.
Árið 1962 gerði hann mynd-
ina Dagar víns og rósa þar sem
Jack Lemmon, sem hann sagði
skemmtilegasta leikarann að
vinna með, og Lee Remick leika
hjón í baráttu við drykkjusýki.
Lemmon mun hafa fundist
handritið svo nöturlegt að það
myndi aldrei virka án leikstjóra,
sem gæti blandað smáhúmor
inn í myndina.
Fyrsta myndin um bleika
pardusinn var frumsýnd árið
eftir og sló strax í gegn og ekki
skemmdi seiðandi tónlist Hen-
rys Mancinis fyrir. Edwards og
Sellers munu hafa tekist á við
tökur myndarinnar. Á endanum
leyfði leikstjórinn leikaranum
að gera varðstjórann að klunna
og um leið miðpunkti sögunnar.
Edwards og Sellers gerðu sjö
myndir saman milli 1964 og
1978, en samkomulagið á milli
þeirra fór versnandi. Þegar Sell-
ers lést árið 1980 var Edwards
farinn að vinna að nýrri mynd
um bleika pardusinn þar sem
Sellers kom hvergi við sögu.
„Peter Sellers varð að skrímsli,“
var haft eftir Edwards á kvik-
myndavefsíðunni imbd. „Hann
varð einfaldlega leiður á hlut-
verkinu, reiður, fúll og ófagleg-
ur.“
Seint á sjöunda og í upphafi
áttunda áratugar liðinnar aldar
gerði Edwards nokkrar myndir,
sem náðu engum vinsældum. Í
nokkur ár fór hann í sjálfskipaða
útlegð, en sneri aftur og komst á
skrið á nýjan leik með þremur
myndum um bleika pardusinn
og myndinni 10 með Bo Derek
og Dudley Moore árið 1979. Sú
mynd sló í gegn og Edwards
þótti ekki verra að hún var
byggð á handriti, sem hann
gerði og forseti MGM,
James Aubrey, hafði
hafnað nokkrum árum
áður. Hann var til-
nefndur til Óskars-
verðlauna fyrir þá
mynd, en eini Ósk-
arinn, sem hann
fékk var fyrir ævi-
starfið árið 2004.
Aftur sló Edwards í
gegn 1982 með mynd-
inni Victor/Victoria og
reyndist það síðasta skiptið
þótt myndirnar yrðu fleiri.
Þar lék eiginkona hans,
Julie Andrews, söngkonu
á horriminni, sem þykist
vera samkynhneigður
pólskur greifi, sem treður
upp í kvenmannsgervi.
Edwards og Andrews
gengu í hjónaband árið 1969
og voru þau gift í 41 ár. Edw-
ards var þá nýskilinn við
leikkonuna Patriciu Walker.
Andrews er vitaskuld þekkt-
ust fyrir leik sinn í kvik-
myndinni Söngvaseiður.
Edwards lýsti því í samtali,
sem þau hjónin fóru í við
Playboy árið 1982, að áður
en þau kynntust hefði
hann fengið fólk til að
hlæja í samkvæmi þar
sem gestir voru að velta
fyrir sér ástæðunni fyrir
stórkostlegri velgengni
Andrews með því að
segja: „Ég veit ná-
kvæmlega hvað býr að
baki. Skapahár hennar
eru gerð úr liljum.“ Í
viðtalinu kvaðst hún hafa
sent honum blómvönd úr liljum
í upphafi tilhugalífsins.
Edwards fékk eiginkonu sína
til að taka að sér hlutverk á
skjön við hina heilbrigðu
Söngvaseiðsímynd og í mynd-
inni S.O.B. beraði hún meira að
segja brjóstin fyrir mann sinn.
„Hann var einstakasti maður,
sem ég hef kynnst … Orð fá ekki
lýst söknuði mínum og hann
verður alltaf í hjarta mínu,“
sagði Andrews við andlát manns
síns.
Blake brugðið
Blake Edwards, meistari
gamanmyndanna, látinn
Audrey Hepburn í svarta kjólnum.
Getty Images
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Í myndinni 10 sér Dudley Moore
hinni fögru Bo Derek bregða fyrir á
42 ára afmælinu og allt fer á ann-
an endann í lífi hans.
Peter Sellers var óborg-
anlegur í myndunum um
bleika pardusinn.
6 19. desember 2010
Blake Edwards sagði í viðtali við
The New York Times árið 2001
að hann hefði strítt við þunglyndi
allt sitt líf og er það rifjað upp í
minningargrein blaðsins um leik-
stjórann. Eitt sinn var hann svo
langt niðri að hann var í „sjálfs-
morðshugleiðingum“. Honum
fannst of subbulegt að skjóta sig
og ekki nógu öruggt að drekkja
sér þannig að hann ákvað skera
sig á púls á ströndinni við Mal-
ibu á meðan hann horfði út á
hafið. Þar sem hann sat með
rakvél með tvíeggjuðu blaði byrj-
aði annar hundurinn hans að
sleikja á honum eyrað og hinn
setti bolta í kjöltu hans og vildi
fara að leika. Edwards kastaði
boltanum til að losna við hund-
inn og fór um leið úr axlarlið og
missti rakvélina. „Ég hugsaði
með sjálfum mér að þetta væri
ekki dagurinn til að fremja sjálfs-
morð,“ sagði hann. Þegar hann
reyndi að taka rakvélina upp
steig hann á hana og endaði á
slysavarðstofunni.
Farsakennd atriði af þessum
toga eru í mörgum mynda Ed-
wards. Í myndinni S.O.B. er kvik-
myndaleikstjóra fyrirmunað að
fremja sjálfsmorð, en þegar hann
loks slær í gegn lætur hann lífið.
Lífið er alvara en farsinn aldrei langt undan
Blake Edwards ásamt konu sinni, leikaranum Julie Andrews, árið 2004.
Getty Images
ódýrt og gott
Krónu hamborgarhryggur
989kr.kg