SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 47
19. desember 2010 47 LÁRÉTT 1. Tímabilið kennt við karlmann finnst í heiminum. (8) 4. Flytur viðkvæmur með hraðstreymi? (7) 7. Skepnan sem verður eftir þegar þú tekur maur úr dýragarðinum. (8) 9. Hik hjá grískum hjarðguð yfir landi. (5) 10. Það sem er ekki á síðunum heldur í minni. (9) 12. Naumlega nær tíma hjá sanngjörnum. (9) 14. Nefnist kaloríufræði. (7) 15. Talið um klett í hjálpinni. (10) 16. Þrátt fyrir allt skuld en líka gæfulegt. (7) 18. Var gestgjafi Huga orðaður við eitthvað viðsjált. (11) 21. Tak akk úr atburði nákvæmlega. (7) 23. Sumpart stuð einhvern veginn eða jafnvel bara fjörið í teiknimyndum fyrir börn. (11) 25. Naut sú fyrsta þess að vera búin á bæjunum. (9) 27. Herra alltaf bilaður og einn óþekktur hitta skin- helgan. (10) 29. Algeng og opin. (8) 30. Lagaðu bardagann og hæfileikinn. (8) 31. Er ball væntanlegt hjá nokkuð góðri? (6) 32. Reit Gerplu til að þvæla tilgerðarlega. (10) LÓÐRÉTT 1. Vildu kynna hross til fá það sem ber að starfa. (11) 2. Fuglinn sem hefur sálina. (5) 3. Setja aðra í óþekkta. (6) 4. Snöggar fyrir ófrýnar (7) 5. Karlar fá skít frá lærðu. (7) 6. Skrjáfið í þakinu (7) 8. Vernda kjarr næstum því og finnur til sársauka. (7) 11. Sigla móti vindi með agn. (5) 13. Krem kíló frá Ara. Það er athyglisverðara. (7) 17. Við bát finnast þráir frá bæ. (11) 18. Sex sinnum má sjá rýran. (6) 19. Stúlknaleikfang fyrir vetrarbyrjun verður blóm. (10) 20. Það er ríkjandi viðhorf að ósjaldgæfar dragi and- ann. (9) 22. Tættum vír hjá vafasömu. (7) 24. Tanginn færir okkur óp í dansinum. (8) 26. Vegna Biblíulestra hverfur raus um öryggistæki. (8) 27. Hvað? Ekki margt úr aflandsvindi? (6) 28. Er hryssan á þessari stundu með tölurnar? (7) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 19. des- ember rennur út 23. desember. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 24. desember. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 12. desember er Drífa Skúladóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Lifandi dauð í Dallas eftir Charlaine Harris. JPVgefur út. Krossgátuverðlaun Þökk sé upptöku þriggja stiga reglunnar og öðrum sérstæðum ákvæðum náði Magnús Carls- son að endurtaka afrek sitt frá því í fyrra og vinna London chess classic-mótið. Eftir æv- intýralegan endasprett þar sem Magnús náði 3½ vinningi úr síðustu fjórum skákum sínum, þar af jafntefli gegn Vladimir Kramnik eftir 85 leiki, en staða hans í þeirri skák var lang- tímum saman gjörtöpuð og eiginlega vonlaus að flestra mati. Í lokaumferðinni lagði Magnús heillum horfinn Nigel Short, sem átti sitt lélegasta mót frá upphafi, og náði aðeins tveimur jafnteflum í sjö skák- um. Lokaniðurstaðan var þessi: 1. Magnús Carlsen 13 stig (4 ½ v.) 2. – 3. Wisvanatahan An- and og Luke McShane 11 stig (4½ v.) 4. Hikaru Nakamura 10 stig (4 v.) 5. Vladimir Kramnik 10 stig (4 v.) – Sigur Nakamura yfir Kramnik gilti. 6. Michael Adams 8 stig (3½ v.) 7. David Howell 4 stig (2 v.) 8. Nigel Short 2 stig (1 v.) Þess má geta að ef gamla kerfinu hefði verið fylgt væri Magnús í 3. sæti samkvæmt Sonneborg-Berger stigakerfinu en hann tapaði fyrir bæði An- and og Luke McShane. Eftir dapurt gengi á Ólymp- íumótinu í Khanty Manisk og síðan í Bilbao er Norðmaðurinn aftur kominn með byr í seglin, sigraði á „perlumótinu“ í Kína og sýndi mikla keppnishörku eftir tvö töp í fyrstu þremur skákum sínum. Spá grein- arhöfundar um að Kramnik ynni þetta mót virtist ætla að rætast en hann yfirspilaði Magnús eftir öllum kúnst- arinnar reglum í næstsíðustu umferð. Kramnik var manni yfir en í fremur einföldu enda- tafli leitaði hann eftir enn meiri uppskiptum. Þegar þessi staða kom upp varð mönnum skyndilega ljóst að vinning- urinn var ekki svo einfaldur: London; 6. umferð: Kramnik – Carlsen Þessi staða er unnin á hvítt en baráttan var orðin lýjandi og hafði staðið í u.þ.b. sjö klst. samfellt. Kramnik taldi sig sennilega getað náð sigri án þess að leggja á sig flókna útreikn- inga. En eftir næsta leik er vinningurinn úr greipum hans genginn. 69. Kg3? Vinningleiðin hefst með 69. g5! eins og nokkur óskeikul tölvuforrit bentu á: Aðalleiðin er þessi. 69. .. hxg5 70. g3!! Kd4 71. Kg4 Ke3 72. Kxg5 Kf3 73. Kh4 og svartur lendir í leikþröng: 73. … g6 74. Be6 g5+ 75. Kh3 Kf2 76. Kg4 Kg2 77. Ba2 Kf2 78. Bd5! – svartur er í leikþröng. 69. … Ke3 70. Kh4 Kf2 71. Bd5 g6! 72. Kh3 g5 73. Kh2 Kf1 74. Be6 Kf2 75. c4 Ke3 76. Kg3 Kd4 77. Be6 Ke3 78. Kh2 Kf2 79. Bc4 Ke3 80. Kg1 Kf4 81. Be6 Ke5 82. Bb3 Kf4 83. Be6 Ke5 84. Bb3 Kf4 85. Be6 Ke5 86. Bb3 – og hér sættist Kramnik á jafnteflið. Þröstur Þórhallsson tefldi í B- flokki mótsins en þar voru keppendur 182 talsins. Þröstur náði sinum besta árangri í lang- an tíma, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, hafnaði í 3. – 7. sæti. Friðriks-mótið er jafnframt Íslandsmót í hraðskák Hið árlega jólamót Lands- banka Íslands, Friðriks-mótið, fer fram í dag, 19. desember. Árni Emilsson útibússtjóri kom þessu móti á laggirnar á sínum tíma og bankinn vill eindregið halda uppi heiðri fyrsta stór- meistara Íslendinga. Mótið er jafnframt hraðskákmót Íslands. Þegar hafa skráð sig til leiks yfir 70 skákmenn og má búast við geysiharðri keppni en tefldar verða 11 umferðir eftir sviss- neska kerfinu. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þriggja stiga reglan færði Magnúsi Carlsen sigur Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.