SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 29
19. desember 2010 29 „Jú, við getum það,“ svaraði Jón. „Hvað viltu að við ger- um?“ „Það væri gott ef þið gætuð lagað fyrir mig girðingarstaura sem kýrnar hafa nuddað sér upp við, brotið og losað, þannig að dýrin mín sleppi ekki laus.“ „Ekkert mál, við björgum þessu.“ Við Jón byrjuðum að festa staura sem Anna Marta benti á og héldum að við yrðum ekki nema smástund að klára þetta. Það var nú öðru nær. Anna Marta benti stöðugt á nýja staura. Hafði ekki munað eftir þeim þegar hún bað okkur um að hjálpa sér. Í tvo klukkutíma negldum við niður staura, mok- uðum holur og festum vírnet á staurana svo 5 steggir, 52 endur og 60 dúfur slyppu ekki út úr girðingunni hjá Önnu Mörtu og beljurnar færu út um allt. Anna Marta fór inn að hita kaffi en kom af og til út á hlað og skaut úr haglabyssu upp í loftið. „Hvað varstu að skjóta á, Anna Marta?“ spurðum við. „Það er fálki sem er alltaf að reyna að stela fuglunum frá mér, ótætið a’tarna.“ Við sáum aldrei fálkann, hrukkum bara í kút þegar skotin riðu af. Ég var farinn að halda að Anna Marta væri úti í glugga, skellihlæjandi að okkur á fullu í girðingarvinnu með- an hún slappaði af inni í húsinu. Skotin upp í loftið væru bara til að sýna okkur að hún væri á fullu að fylgjast með því sem var að gerast í náttúrunni. Við kláruðum girðingarvinnuna og Jón og Anna Marta fóru á flug. Ég náði að smella af myndum annað veifið þegar hún sá ekki til. Var að reyna að ná myndum án þess að stilla henni upp. Það fór vel á með þeim Önnu og Jóni og spjallið varð stórskemmtilegt. Við fylgdum henni eftir um þorpið á trak- tornum. Það var í nógu að snúast, við vorum gripnir í alls- konar vinnu og látnir bera allskonar dót á traktorinn og skutla því heim. Það voru farnar að renna á okkur tvær grímur. Hvernig endar þetta eiginlega? „Ef við þurfum að mála húsið, ert þú þá til í að mála þakið, ég skal mála gluggana,“ sagði Jón. Við hjálpuðum Önnu Mörtu að gefa öndunum og ég náði að smella af myndum af og til, Jón punktaði hjá sér allt sem Anna Marta sagði. Hún hafði frá mörgu að segja, talaði meðal annars um það þegar hún bjargaði mömmu sinni út úr brennandi húsinu þeirra. Anna Marta lýsti því þegar hún horfði upp í gluggann, þar sem mamma hennar stóð, og spurði hvernig henni litist á, það væri bara kviknað í. „Ég náði í stiga og bjargaði mömmu út úr brennandi húsinu,“ sagði hún. Fleiri sögur af lífinu í Mjóafirði flugu. Anna Marta sat á þúfu, hallaði sér fram og fylgdist með hvort fálkinn kæmi að herja á fuglana hennar. Við kvöddum þessa skemmtilegu konu en þegar við vorum að renna úr hlaði kom Anna Marta hlaupandi og spurði hvort við gætum nokkuð hjálpað sér að festa upp netið yfir fuglana. „Það er hálflaust og tekur enga stund.“ Það fór klukkutími í það í viðbót en hvað er svo sem klukkutími í eilífðinni? Við fórum sáttir heim á leið – höfðum allavega gert góð- verk. Aðspurðir uppi á Egilsstöðum sögðum við að við hefð- um verið niðri á Mjóafirði og hitt Önnu á Hesteyri. „Jæja, voruð þið ekki settir í girðingarvinnu?“ „Ha, jú, af hverju spyrðu af því?“ Við fengum glott til baka, það kom víst fyrir að aðkomumenn væru settir á smá vinnu. Anna Marta féll frá á síðasta ári – en ég held að girðingin standi enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.