SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 29

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 29
19. desember 2010 29 „Jú, við getum það,“ svaraði Jón. „Hvað viltu að við ger- um?“ „Það væri gott ef þið gætuð lagað fyrir mig girðingarstaura sem kýrnar hafa nuddað sér upp við, brotið og losað, þannig að dýrin mín sleppi ekki laus.“ „Ekkert mál, við björgum þessu.“ Við Jón byrjuðum að festa staura sem Anna Marta benti á og héldum að við yrðum ekki nema smástund að klára þetta. Það var nú öðru nær. Anna Marta benti stöðugt á nýja staura. Hafði ekki munað eftir þeim þegar hún bað okkur um að hjálpa sér. Í tvo klukkutíma negldum við niður staura, mok- uðum holur og festum vírnet á staurana svo 5 steggir, 52 endur og 60 dúfur slyppu ekki út úr girðingunni hjá Önnu Mörtu og beljurnar færu út um allt. Anna Marta fór inn að hita kaffi en kom af og til út á hlað og skaut úr haglabyssu upp í loftið. „Hvað varstu að skjóta á, Anna Marta?“ spurðum við. „Það er fálki sem er alltaf að reyna að stela fuglunum frá mér, ótætið a’tarna.“ Við sáum aldrei fálkann, hrukkum bara í kút þegar skotin riðu af. Ég var farinn að halda að Anna Marta væri úti í glugga, skellihlæjandi að okkur á fullu í girðingarvinnu með- an hún slappaði af inni í húsinu. Skotin upp í loftið væru bara til að sýna okkur að hún væri á fullu að fylgjast með því sem var að gerast í náttúrunni. Við kláruðum girðingarvinnuna og Jón og Anna Marta fóru á flug. Ég náði að smella af myndum annað veifið þegar hún sá ekki til. Var að reyna að ná myndum án þess að stilla henni upp. Það fór vel á með þeim Önnu og Jóni og spjallið varð stórskemmtilegt. Við fylgdum henni eftir um þorpið á trak- tornum. Það var í nógu að snúast, við vorum gripnir í alls- konar vinnu og látnir bera allskonar dót á traktorinn og skutla því heim. Það voru farnar að renna á okkur tvær grímur. Hvernig endar þetta eiginlega? „Ef við þurfum að mála húsið, ert þú þá til í að mála þakið, ég skal mála gluggana,“ sagði Jón. Við hjálpuðum Önnu Mörtu að gefa öndunum og ég náði að smella af myndum af og til, Jón punktaði hjá sér allt sem Anna Marta sagði. Hún hafði frá mörgu að segja, talaði meðal annars um það þegar hún bjargaði mömmu sinni út úr brennandi húsinu þeirra. Anna Marta lýsti því þegar hún horfði upp í gluggann, þar sem mamma hennar stóð, og spurði hvernig henni litist á, það væri bara kviknað í. „Ég náði í stiga og bjargaði mömmu út úr brennandi húsinu,“ sagði hún. Fleiri sögur af lífinu í Mjóafirði flugu. Anna Marta sat á þúfu, hallaði sér fram og fylgdist með hvort fálkinn kæmi að herja á fuglana hennar. Við kvöddum þessa skemmtilegu konu en þegar við vorum að renna úr hlaði kom Anna Marta hlaupandi og spurði hvort við gætum nokkuð hjálpað sér að festa upp netið yfir fuglana. „Það er hálflaust og tekur enga stund.“ Það fór klukkutími í það í viðbót en hvað er svo sem klukkutími í eilífðinni? Við fórum sáttir heim á leið – höfðum allavega gert góð- verk. Aðspurðir uppi á Egilsstöðum sögðum við að við hefð- um verið niðri á Mjóafirði og hitt Önnu á Hesteyri. „Jæja, voruð þið ekki settir í girðingarvinnu?“ „Ha, jú, af hverju spyrðu af því?“ Við fengum glott til baka, það kom víst fyrir að aðkomumenn væru settir á smá vinnu. Anna Marta féll frá á síðasta ári – en ég held að girðingin standi enn.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.