SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 44
44 19. desember 2010
Hvað ertu að hlusta á um
þessar mundir?
Seríu 2 með Skúla Sverr-
issyni. Frábær plata.
Hvaða plata er sú besta
sem nokkurn tíma hefur verið
gerð að þínu mati?
Það eru svo margar plötur
sem mér finnst vera besta
plata í heimi, verð því að fá að
nefna a.m.k. fjórar: … and Justice for All
með Metallicu, Komputer Welt með Kraft-
werki, Söguna af Melodie Nelson eftir Serge
Gainsbourg og Alina eftir Arvo Pärt – ég fór
að skæla þegar ég heyrði þá tónlist í fyrsta
skipti.
Hver var fyrsta platan sem þú
keyptir og hvar keyptir þú
hana?
Animalize með Kiss, keypt í
Steinum í Austurstræti. Eða var
það ekki annars Steinar sem var
með plötubúð þar?
Hvaða íslensku plötu þykir
þér vænst um?
Mér þykir mjög vænt um plöt-
ur Megasar sem ég hef hlustað á síðan ég
var barn. Mesta nostalgían er í kringum smá-
skífuna með „Spáðu í mig“ á annarri hliðinni
en „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“ á
hinni. Man hvað mér fannst þetta skrítið og
skemmtilegt þegar ég var lítill snáði.
Í mínum eyrum Úlfur Eldjárn
Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í
að vera?
Ron Mael.
Hvað syngur þú í sturtunni?
„Born to be Alive“ með Patrick Hernand-
enz.
Hvað fær að hljóma villt og galið á
föstudagskvöldum?
Ég kemst alltaf í tryllt stuð þegar ég
heyri „Money for Nothing“ með Dire
Straits og „Pínulítinn karl“ með
Þursaflokknum.
En hvað yljar þér svo á sunnu-
dagsmorgnum?
Margt, t.d. Genesis, kafli 1, 32.
vers með Alan Parsons Project.
Kemst í tryllt stuð við „Money for Nothing“
Carl Barat, liðsmaður Libertines, Matt Held-
ers, trymbill Arctic Monkeys, Drew McCon-
nell, bassaleikari Babyshambles, og Gruff
Rhys úr Super Furry Animals hafa hrært
saman í hljómsveit og hljóðritað góðgerð-
arplötu. Kalla þeir sveit sína The Bottletop
Band en aðrir tónlistarmenn sem tengjast
verkefninu eru m.a. Get Cape. Wear Cape.
Fly, VV Brown, Sam Sparro, Fink, Reverend
And The Makers, Eliza Doolittle og Tim Burg-
ess. Smáskífu má nú hala niður án endur-
gjalds af heimasíðu sveitarinnar og breið-
skífa, Dream Service, kemur út í apríl
komandi. Allur ágóði rennur til menntunar-
og atvinnuverkefna í Brasilíu, Afríku og Bret-
landi.
Ný bresk
„súpergrúppa“
Carl Barat úr Libertines er á
meðal þátttakenda.
Beastie Boys láta ekki deigan síga.
Margir bíða efalaust spenntir eftir næstu
breiðskífu Beastie Boys, en hún var sett á ís
þegar fréttist af því að MCA, einn þriggja
meðlimanna, stríddi við krabbamein. Hann
virðist þó vera kominn í sæmilegan bata,
hefur a.m.k. næga orku til að skrifa og leik-
stýra stuttmynd sem verður byggð á smell-
inum sem kom sveitinni á kortið á sínum
tíma, „(You Gotta) Fight For Your Right (To
Party!)“. Lagið kom út 1987 en myndin, sem
kallast Fight For Your Right Revisited, mun
skarta þeim Will Ferrell, John C. Reilly, Seth
Rogen, Jack Black og Elijah Wood í burðar-
rullunum, hvorki meira né minna. Myndin
verður frumsýnd á Sundance í janúar.
Beastie Boys
í stuttmynd
J
á, það á ekki af þeim Gallagher-
bræðrum að ganga. Það er alltaf jafn-
gaman að skrifa um og sökkva sér í æv-
intýri þessara fúlmynntu Norður-
Breta, það er eins og þeir búi yfir einhvers
konar dýrslegu aðdráttarafli og þessi „salt
jarðar“-ára í kringum þá er heillandi.
Maður hefur litlar áhyggjur af því að Noel
geti ekki dúndrað út einum og einum gull-
mola á næstu árum, en þar sem hann samdi
nærfellt allt efni Oasis, nema undir restina,
grunar mann sterklega að sólóefni hans eigi
eftir að minna þónokkuð á efni þeirrar ágætu
sveitar. Eða hvað? Alltént er ég fyrir mína
parta mun spenntari að heyra hvað Liam ætlar
að gera, sem nú er í fyrsta skipti óskoraður
leiðtogi hljómsveitar.
Sveitin atarna kallast Beady Eye og fékk Li-
am fyrrverandi Oasis-limi með sér í stuðið, þá
Andy Bell, Gem Archer og Chris Sharrock.
Fyrsta lagið er þegar komið út, en „Bring the
light“ kom út í nóvember liðnum sem frítt
niðurhal og sjötomma. Kinkslegt lag nokkuð,
minnir óneitanlega á „David Watts“ þeirrar
sveitar. Ódýrt nokk og hjakkandi en einhver
sjarmi við það um leið. Fyrsta breiðskífan er
þá komin með útgáfudag, 28. febrúar, og mun
hún kallast Different Gear, Still Speeding. Er
það enginn annar en Steve Lillywhite sem
mun sjá um að upptökustýra.
Þetta fyrsta lag heldur manni dálítið í
óvissu, platan gæti orðið algjört drasl eða þá
kæruleysislegt meistarastykki, borið uppi af
magnaðri rödd Liams, en hann er að öðrum
ólöstuðum einn frambærilegasti rokksöngvari
sem fram hefur komið í árafjöld. Og ekki
vantar upp á yfirlýsinarnar hjá honum bless-
uðum, Beady Eye er að sjálfsögðu 1.000.000
sinnum betri en Oasis. En svo verður nottu-
lega Oasis-endurkoma eftir ca. fimm ár. Já,
poppbransinn er fyrirsjáanlegur …
Hin risavaxna, ægibreska
sveit Oasis splundraðist í
fyrra og ástæðan, sem
vonlegt var; þrætur þeirra
bræðra Noels og Liams
Gallaghers. Báðir eru nú að
undirbúa sólóferil og er
Liam lillibró með plötu í
farvatninu sem er eignuð
sveitinni Beady Eye.
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Hvað er að frétta Liam?
Saga þeirra Liams og Noels hvað
Oasis varðar er þyrnum stráð, og
menn eru í raun hissa á því að
bandið skyldi ekki splundrast
fyrir löngu. Handalögmál, eilíft
rifrildi, rætin skot í fjölmiðlum
og eitthvað sem mætti kalla
hreint og beint hatur voru dag-
legt brauð hjá þeim blessuðum,
og það eina sem sameinaði þá
var sameiginleg ást á tónlist og
fótbolta.
Það var svo í ágúst í fyrra sem
allt sauð upp úr, bræðurnir
höfðu verið að slást baksviðs og
við svo búið rauk Noel í tölvuna
og lýsti því yfir við netheima að
hann væri hættur í sveitinni.
Hann lýsti því yfir að hann væri í
senn sorgmæddur og feginn, en
hann hefði ekki getað unnið degi
lengur með bróður sínum. Um
tíma leit út fyrir að Liam myndi
draga vagninn áfram sjálfur en
ljóst er að þessi endurreisn-
arsveit er öll.
Bræðrabylta
Tónlist
Úlfur
Eldjárn