SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 36
36 19. desember 2010
K
aflar bókarinnar eru skrifaðir
af íslenskum fræðimönnum af
ýmsum sviðum, líffræði, vís-
indasagnfræði og trúar-
bragðafræði svo nokkur séu nefnd. Bókin
er gefin út af Hinu íslenska bókmennta-
félagi.
Darwin endurspeglaður
Meðal þeirra sem skrifar kafla í bókina er
Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræð-
ingur. Kafli Steindórs kallast Landnám
þróunarkenningarinnar á Íslandi, 1871-
1910. „Við reyndum að leggja áherslu á að
kaflarnir að einhverju leyti endurspegluðu
það sem Darwin fjallaði um í Uppruna
tegundanna, steintegunda svo sem stein-
gervingafræði, líflandafræði og fleira. Í
gegnum bæði meistara- og doktorsnám
mitt hefur Darwin verið beint eða óbeint
umfjöllunarefni. Greinin sem þarna birtist
er að hluta til byggð á rannsókn sem var
hluti af meistaranámi mínu en líka rann-
sóknum sem ég hef gert síðar, sérstaklega
á Þorvaldi Thoroddsen. Hans saga er mjög
sérstök því að hann skipti algjörlega um
skoðun á mjög stuttum tíma. Á tímabilinu
1906-1910 umbreyttist hann frá því að
vera þróunarsinni og hóflegur stuðnings-
maður lýðræðis yfir í að hafna þróun-
arkenningunni og lýðræðinu sem stjórn-
skipulagi. En eins og segir í greininni hafa
rannsóknir mínar sýnt að þetta voru skilj-
anleg umskipti þegar tekið var tillit til alls
þess sem gerðist í lífi hans á þessum ár-
um,“ segir Steindór.
Endurspeglar hugsanagang
Þorvaldur fæddist 6. júní 1855 í Flatey á
Breiðafirði. Hann var frumburður foreldra
sinna, Jóns Thoroddsens skálds, höfundar
Pilts og stúlku og Manns og konu, og
Kristínar Þorvaldsdóttur. Þorvaldur gekk í
Lærða skólann í Reykjavík og lauk stúd-
entsprófi 1875, tvítugur að aldri, og hélt
sama sumar til háskólanáms í Kaup-
mannahöfn. Í fyrstu hugðist hann leggja
stund á dýrafræði en á öðru námsári sneri
hann sér að jarðfræði og landafræði.
Steindór segir að Þorvaldur endurspegli
ágætlega hugsanagang fræðimanna á
tímabilinu 1880 til 1930. Sá tími hafi verið
mjög skemmtilegur hugmyndasögulega
þar sem þá voru að takast á nokkrar
grundvallarkenningar um hvernig við
getum skilið heiminn. Þær voru hin klass-
íska, efnishyggja, mark- eða lífhyggja, þar
sem fólk fór aftur að sjá tilgang í lífinu, og
svo einhver millileið til að samhæfa þetta
tvennt. Steindór segir það líka hafa haft
sín áhrif á Þorvald að hann umgekkst á
þessum tíma í Danmörku, þar sem hann
bjó, öfl sem voru ekkert sérlega hlynnt
lýðræði. Einkalífið hafði líka sín áhrif en
Þorvaldur missti bæði dóttur sína og kjör-
dóttur í upphafi 20. aldarinnar.
Huga ber að samhenginu
„Það er því ýmislegt sem skýrir stefnu-
breytingu hans. En hann fór úr því að vera
líklegast dei-isti sem hélt kannski að guð
hefði sett allt af stað en aðhylltist að öðru
leyti grimma efnishyggju og fór síðan yfir í
að hafna því öllu. Ég man að þegar ég fór
að sjá þetta í skrifum hans og segja mönn-
um frá því þá héldu menn að hann hefði
orðið geðveikur og líktu honum við þýska
heimspekinginn Ludwig Wittgenstein
sem kenndi við Cambridge. Hann varð
fyrir svipuðum umskiptingum svo mér
var bent á að Þorvaldur hlyti að hafa orðið
klikkaður eins og hann. En í báðum tilfell-
unum eru eðlilegar skýringar á þessu.
Þetta er einmitt stundum galli við vísinda-
söguna, hún er tiltölulega ný fræðigrein og
lyktaði allt of lengi af því að menn voru að
skrifa söguna án þess að huga að sam-
henginu. Menn litu í vísindagreinarnar en
hugsuðu ekkert um hvað var undirliggj-
andi. Doktorsritgerðin mín byggist til að
mynda að mestu á bréfaskrifum manna
því það er þar sem maður fær bakgrunn-
inn sem er nauðsynlegur til að segja af
hverju menn voru að segja og gera það
sem þeir gerðu. Eins var með Þorvald að
það var ekki fyrr en ég fór inn í sendibréf-
in að ég fór að skilja þetta af alvöru,“ segir
Steindór.
Íslendingar samþykkja
Aðspurður hvort enn skiptist menn í jafn-
ar fylkingar með og á móti þróunarkenn-
ingu Darwins segir Steindór að svo sé
ekki. Í dag sé stuðningurinn við þróun-
arkenninguna mjög almennur í Vestur-
Evrópu. Þá sé athyglisvert að í grein sem
birtist í Science fyrir nokkrum árum komi
fram að Íslendingar voru í efsta sæti yfir þá
sem samþykktu það að maðurinn væri af-
urð þróunar. Næstminnstur var stuðning-
urinn hins vegar í Bandaríkjunum og
minnstur í Tyrklandi.
„Bandaríkjamenn eru svolítið sér á báti
hvað þetta varðar og ég held að það séu
ekki nema 12 til 14% þeirra sem trúa því
að lífið hafi þróast algjörlega á nátt-
úrulegan hátt eins og Darwin heldur fram
og þróunarfræðin. Kannski 20% í viðbót
trúa að Guð hafi að einhverju leyti stýrt
þessu en restin hafnar þessu algjörlega.
Hér í Evrópu er þróunarkenningin al-
mennt viðurkennd. Ég held að skýringin
felist í því að við erum með mun frjálslegri
viðhorf til trúarbragða heldur en í Banda-
ríkjunum. Ýmsar skýringar hafa verið
lagðar fram um af hverju Vestur-
Evrópubúar virðast hafa miklu minni til-
hneigingu til þess að trúa en kannanir í
Svíþjóð sýna að allt að 75% af þjóðinni
hafni eða efist um tilvist persónulegs guðs
og í Bretlandi um 40-50%. Eitt af því sem
við notum til að skýra þetta er hið sterka
velferðarkerfi sem rekið er á Vest-
urlöndum. Þannig að fólk hér hefur ekki
sömu þörf fyrir að leita í trúna og í Banda-
ríkjunum. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt
skýrt samhengi þarna á mili. Við getum
leyft okkur að hafna Guði því við höfum
ríkið til að styrkja okkur,“ segir Steindór.
Hugmyndin um Guð
Áður fyrr segir Steindór hafa verið eðlilegt
að menn skiptust meira í hópa því trúin
var hornsteinn í evrópskri menningu
langt fram á 19. öld. En stuðningur við
hana fór að dala með upplýsingu 18. aldar
þegar menn fóru að narta í trúna bæði úr
hug-, raun- og félagsvísindum.
Steindór segir að fyrir utan þá sem hafni
þróunarkenningunni alfarið, af þeim sem
hann skrifar um, þá hafi flestir hinna ekki
endilega talið hugmyndina um Guð í mót-
sögn við þróunarkenninguna. En þetta sé
spurning um hvernig fólk skilgreini Guð.
Því flestir þeirra virðast hafa verið það
sem kallast dei-isti. Það er að segja að-
hyllst þá hugmynd að það sé Guð þarna
fyrir utan sem sett hafi allt af stað en síðan
ekki skipt sér meira af málunum.
Steindór segir að í dag sé í raun alveg
hægt að vera dei-isti og aðhyllast þróun.
Þetta flækist hins vegar svolítið ef fólk trúi
á Guð eins og kristnir menn sem trúa því
Steindór J. Erlingsson
vísindasagnfræðingur,
skrifaði kafla í ritgerð-
arsafni sem tileinkað
er kenningum Darwin.
Þróunarkenn-
ingin barst
fljótt til Íslands
Arfleifð Darwins, Þróunarfræði, náttúra og menn-
ing, er fyrsta ritgerðasafnið um þróunarkenn-
inguna á íslensku sem ætlað er almenningi.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
1818
Darwin hefur skólagöngu
ásamt bróður sínum í
Shrewsbury Grammar
School. Áhersla var lögð á
sögu Rómverja og Grikkja
en á meðan á skólagöng-
unni stóð fékk Darwin
mikinn áhuga á skáldskap
Shakespeare og Byron.
Charles Robert Darwin
1809
Charles Robert Darwin
fæðist í bænum
Shropshire í Englandi.
Hann var skírður
eftir frænda
sínum Charles
og í höfuðið á
föður sínum
Robert.
1825
Faðir Darwin vill ekki
að sonur sinn lendi á
villigötum og skráði hann í
læknisfræði við Edinborgar-
háskóla. Darwin hreifst
þó ekki sérlega af læknis-
fræðinni. Bæði hræddist
hann blóð og fannst námið
afspyrnuleiðinlegt.
1836
Eyðir vetrinum í
skriftir um það sem
fyrir augu hans
bar á ferðalagi
um Suður-Ameríku
og skipulagningu
ýmiss konar sýna
sem honum tókst
að safna þar.
1839
Emma Wedgwood
og Charles Darwin
eru gift í St. Peter’s
Church í bænum
Maer á heima-
slóðum Darwins.
Þau eignuðust
tíu börn en ekki
komust öll á legg.
1831
Darwin hætti fljótlega í
læknisfræðinni en lýkur
guðfræðinámi frá Cambridge
með góðum árangri. Í
Cambridge kynntist Charles
klerknum og grasa-
fræðingnum John Stevens
Henslow, sem hvatti Darwin
til vísindaiðkunnar.
Jólabækurnar