SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 39
19. desember 2010 39
V
ínin með jólamatnum
geta valdið heilabrot-
um. Við leggjum mikið í
matargerðina á þessum
árstíma og ef borið er fram borðvín
með máltíðinni er mikilvægt að
það sé matnum samboðið og spili
með honum.
Ef síld er fyrirferðarmikil á borð-
inu og t.d. reyktur áll og lax er ís-
lenskur jólabjór og Álaborgari auð-
vitað málið. Íslensku brugghúsin
hafa náð mikilli færni við fram-
leiðslu sína og í sjálfu sér engin þörf
að leita út fyrir landsteinana þar.
Humar, hvort sem er grillaður,
steiktur eða í súpu, kallar á virki-
lega gott hvítvín. Hér hefur Frakk-
land upp á margt að bjóða. Góður
Chablis frá vönduðum framleið-
anda á borð við Chablisienne, La-
roche eða Drouhin er alla jafna
mjög öruggur kostur. Einnig kæmi
til greina Riesling frá Alsace og svo
er auðvitað hægt að halda til Ítalíu
og velja Soave í háum gæðaflokki
frá annaðhvort Pieropan eða C‘a
Rugate. Það eru vín sem gefa mikið
fyrir peninginn.
Auðvitað má fara á framandi
slóðir og þeir sem ekki hafa bragð-
að á nýsjálensku Spy Valley-
vínunum ættu að ráða bót á því. Hvort sem Sauvignon
Blanc eða Chardonnay verður fyrir valinu þá eru þetta vín sem ekki er hægt annað
en að dást að.
Önd er sömuleiðis eitthvað sem beinlínis kallar á klassík í vínmálum. Hér eru
Bordeaux-vínin á heimavelli. Það er hægt að velja margt gott þar, til dæmis vínið
Tourelles de Longueville sem er annað vín hins magnaða vínhúss Chateau Pichon
de Longueville og ekki spillir fyrir að það er ofurárgangurinn 2005 sem nú vermir
hillurnar. Pomerol-vínið La Fleur Maillet er aðeins ódýrara, þar njótum við góðs af
birgðum sem keyptar voru inn á „gamla genginu“ og ef við förum enn neðar í
verðskalann er hægt að finna einföld en virkilega góð og ódýr Bordeaux-vín á borð
við Chateau Grossombre eða Lamothe-Vincent, hvort tveggja rétt yfir tvöþús-
undkallinum.
Nautasteikur eru einfaldar að því leytinu til að flest góð rauðvín falla vel að þeim
en flóknar vegna þess að þá kemur svo margt til greina. Hér mætti velja öflugan
Spánverja á borð við Finca Monasterio eða Coto Imaz frá Rioja eða bregða sér yfir til
Katalóníu, nánar tiltekið til Empordá alveg við frönsku landamærin og velja vínið
Finca Malaveina frá Perelada. Ítalía kemur líka sterk inn og þar er úr nógu að moða.
Ég myndi ekki síst horfa til Toskana og vil benda á vínhúsið Isole e Olena. Árgang-
urinn 2007 af Chianti Classico-víninu þeirra er með þeim betri sem komið hefur frá
Paolo di Marchi og toppvínið hans Cepparello 2005 er hreinasta afbragð.
Villibráðin kallar á kröftug og mikil vín. Bordeaux er áfram góður kostur, ekki
síst með hreindýri, en ekki má gleyma Rhone. Í vínbúðunum er t.d. hægt að fá al-
veg hreint magnaðan Gigondas frá Saint Cosme en síðan er líka hægt að halda sig
við einfaldari Cotes-du-Rhone ef menn vilja ekki íþyngja buddunni of mikið en
velja þá einhvern af bestu framleiðendunum, t.d. Guigal, Vidal-Fleury eða Cha-
poutier.
Hér kemur Nýi heimurinn líka sterkur inn. Ástralskur Shiraz, t.d. Miamba Shiraz
frá Grant Burge eða The Futures eða Stonewell Shiraz frá Peter Lehmann. Slík vín
eiga ekki síst oft betur við en Frakkarnir ef einhver sæta er í sósunni.
Þá komum við að höfuðverknum: Hamborgarhryggnum, hangikjötinu og öllu
hinu hefðbundna meðlæti sem sligar íslensku jólaborðin. Það er ekki óalgengt að á
disknum endi matur sem er í senn mjög saltur, reyktur, sætur og súr. Slík samsetn-
ing er ekki beinlínis vínvæn og þótt margir hafi reynt að finna „silfurkúluna“ sem
nær að vinna á þessu öllu í senn þá er hún líklega ekki til. Það sem myndi falla best
að t.d. hamborgarhrygg eða hangikjöti er þannig oft þykkt og arómatískt hvítvín
frá Alsace úr þrúgunum Pinot Gris eða Gewurztraminer. Besta ráðið sem ég get gef-
ið, vilji menn rekar rautt, er að velja vín sem er gott, ágætlega kröftugt og þykkt en
ekki of dýrt. Það er synd að fórna bestu flöskunum þegar aðrar gera sama gagn og
jafnvel meira. Rioja Reserva eða jafnvel Merlot frá Nýja heiminum. Kröftug Shiraz-
vín frá Ástralíu ráða svo við flestallt.
Regla númer eitt er hins vegar: Veldu það sem þér þykir gott.
Næst: Áramótin
Rauð jól eða
hvít?
Vín 101
Þrítugasti og áttundi hluti
Steingrímur Sigurgeirsson
Smjörinu og púðursykrinum er hrært saman og síðan er egginu og sírópinu bætt við.
Morgunblaðið/Kristinn
Þurrefnablöndunni er smám saman bætt við deigið en það er best að gera með stífri sleif.
400 g hveiti
¾ tsk. matarsódi
1 tsk. kanill
2 tsk. engiferduft
½ tsk. negull
¼ tsk. salt
170 g smjör, lint
110 g púðursykur
1 egg
110 g dökkt síróp
(þú getur líka notað ljóst síróp)
Piparkökur