SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 22
22 19. desember 2010
H
in sögulega sveit Spilverk
þjóðanna ætlar að koma sam-
an aftur. Meðlimirnir eru fjór-
ir líkt og höfuðáttirnar, frum-
efnin og efnin sem þarf til að brugga ekta
þýskan bjór. Sveitin hefur ávallt verið
byggð upp á vinskap og vináttu og eru
greinilegir góðir straumar á milli Egils,
Valgeirs, Sigurðar Bjólu og Diddúar. Aug-
ljóst er að fjórmenningarnir koma aftur
saman út af öllum réttu ástæðunum. Hér
er engin þegnskylduvinna á ferð. Eftir-
vænting er eftir hinu nýja en Spilverkið
ætlar að gera nýja plötu og verður með
tónleika í Hörpu næsta haust. Þau eru
samt aðallega mætt í spjall til að rifja upp
fortíðina en það var að koma út á vegum
Senu heildarútgáfa verka Spilverks þjóð-
anna, askja með öllum sex plötum sveit-
arinnar auk sjöundu plötunnar sem er
með áður óútgefnum hljómleika-
upptökum, upptökum úr sjónvarpsþátt-
um og leikritinu Grænjöxlum en alls eru
18 lög á aukaplötunni. Með útgáfunni
fylgir 100 síðna bæklingur með öllum
textum Spilverksins, myndum og blaða-
úrklippum.
Fara vel með hroka
Hvernig tilfinning er þetta?
„Mjög notaleg tilfinning og mikil til-
hlökkun,“ segir Diddú.
Plötuumslag öskjunnar prýðir mynd
sem Hjördís Frímann teiknaði á bréf til
sveitarinnar frá júní 1977 en í því varar
þáverandi sambýlismaður hennar, Karl J.
Sighvatsson, Spilverkið við hroka og yf-
irlæti. Í bæklingnum segir: „… ósagt skal
látið hvort það breytti einhverju.“ Valgeir
botnar þessa hugsun: „Það er engin
hljómsveit sem hefur farið jafn vel með
hroka eins og Spilverk þjóðanna.“
Egill líkir útgáfunni við „þjappaða end-
urminningu.“
Hugmyndin um heildarútgáfu hefur
lengi verið til en tónlistarhúsið Harpa var
púðrið sem tókst að kveikja í Spilverkinu.
„Bjólan er innanríkisráðherra Spil-
verksins. Hann gerir bara það sem er rétt
og við tökum alltaf mark á því. Hann setti
á oddinn að við skyldum gera nýja plötu
og gefa út allt efnið aftur. Við gerum allt
sem Bjólan segir,“ segir Valgeir.
„Það er eins og það sé bara liðinn hálfur
mánuður síðan síðast. Við vorum svo ná-
inn hópur og unnum svo þétt saman. Við
lærðum að hjóla saman og nú getum við
ennþá hjólað saman,“ segir Valgeir en
Spilverkið var iðin sveit eins og sést á
tímalínunni hér til hliðar. „Við vorum
mikið við,“ samsinnir Diddú.
Ekki átaksíþrótt
„Þetta var stuttur tími þegar maður lítur
til baka en á meðan hann varði var hann
langur og seigur,“ segir Egill.
„Manni finnst oft þegar fólk kemur
saman, svona gamalt, að einhverju sé
stillt upp en það er ekki innistæða fyrir
því. Menn koma glaðbeittir til leiks og
góðir með sig en við viljum ekki gera það.
„Það var einhver kemía þarna,“ segir
Egill.
„Spilverkið var mjög heppið með tíma
til að fæðast á. Við ólumst upp við tónlist
áður en brestur á með Bítli,“ segir Valgeir
og er tónlistaruppeldi Spilverkara því
víðfeðmt. „Það gefur okkur eitthvert
umburðarlyndi en við leituðum víða í
okkar stílbrögðum. Svo þegar við verðum
kynþroska koma Bítlarnir og allt sem
þeim fylgdi. Við vorum á réttum tíma til
að taka inn þá sprengingu,“ segir Valgeir
en samhliða því varð hljómplatan al-
menningseign.
Hlutirnir gerðust ekki hratt hjá Spil-
verkinu til að byrja með. Þau tala um að
þau hafi ekki hist, stofnað hljómsveit og
byrjað að spila eftir hálfan mánuð.
„Misserum saman vorum við að prófa
okkur áfram, spila saman í unglinga-
herbergjunum sem við vorum að vaxa
upp úr,“ segir Valgeir og var því upptakt-
urinn langur.
Talið berst að textagerð enda margir
góðir textarnir til við Spilverkslög. „Texti
í lagi er helmingurinn af laginu hið
minnsta. Gott lag þolir vondan texta en
það þolir ennþá betur góðan texta. Við
nuddum í textum þangað til við erum
orðin ánægð með þá,“ segir Valgeir.
„Textinn verður oft til samhliða því að
við vinnum lögin. Eitt erindi búið til strax
með laginu,“ segir Sigurður Bjóla en
stundum koma textarnir löngu síðar. Þau
eru allavega sammála um að textinn sé
mikilvægur og stór hluti af laginu.
Búið að gengisfella þögnina
„Það er bara til góð tónlist og vond tón-
list. Tónlist er góð vegna þess að hún
snertir, ferðast til hjartans. Ef það gerist
ekki, skiptir tónlistin engu máli,“ segir
Egill.
„Það ætti að útdeila kvóta á tónlist.
Þetta er ekki ótæmandi auðlind,“ segir
Valgeir. „Ertu viss um að við fengjum
kvóta?“ skýtur Sigurður Bjóla inn í og
Valgeir er með svarið: „Við fengjum hann
út á veiðireynslu.“ Og þá er mikið hlegið
líkt og oft fyrr í viðtalinu.
„Músík er misnotuð í dag, eins og þegar
verið er að leika músík í kjörbúðum. Mér
er sagt að hún kyndi undir kaupum,“
segir Egill. „Og á öldurhúsunum, þannig
að ekki er hægt að tala saman,“ segir
Diddú og Valgeir kemur með dóminn:
„Það er búið að gengisfella þögnina.“
Þau hafa metnað fyrir eigin tónlistar-
sköpun. „Ég held að við séum öll kverúl-
antar þegar kemur að því að búa til þessa
tónlist. Þetta er eins og brauðgerð. Við
viljum ná fram gamla bragðinu en engu
að síður þarf brauðið að bragðast eins og
nýtt og nýbakað,“ segir Egill. „Það þarf
að vera eitthvað splunkunýtt,“ segir Sig-
urður Bjóla sem lýkur síðan spjallinu með
því að spá í kaffibollann sinn.
Niðurstaða?
„Það er bjart yfir fjórum mann-
eskjum,“ og verður ekki deilt um það
hér, fortíðin er ljós og framtíðin björt.
Við viljum eiga innistæðu fyrir því sem við
ætlum að gera,“ segir Sigurður Bjóla. „Við
erum að tala um einfalda gleði,“ segir Val-
geir.
Egill fer í saumana á gangverki Spil-
verksins. „Við vorum ekki í stangarstökki,
hástökki eða að hlaupa skemmri vega-
lengdir. Við vorum í 5000 metra hlaupi
með frjálsum hvíldartímum. Þetta var ekki
átaksíþrótt, meira eins og innhverft hlaup.
Og þá skiptir aldurinn ekki máli. Ég held
að við höfum öll dýpkað, sálirnar dýpka
með aldrinum.“ Valgeir grípur þessa
hugsun á lofti: „Og sum okkar hafa gildn-
að.“
„Við getum sótt þetta aftur án þess að
hálsbrjóta okkur á því,“ segir Egill.
„Við komumst að því um daginn að það
eru einhverjar síðari tíma hljómsveitir sem
hafa orðið fyrir áhrifum af okkur,“ segir
Valgeir en sem dæmi hefur Moses Highto-
wer verið nefnd í því sambandi. „Við erum
því í þeirri óskaaðstöðu að við getum orðið
fyrir áhrifum af hljómsveitum, sem hafa
orðið fyrir áhrifum af okkur.“
Tónlist Spilverksins hefur verið langlíf.
„Það er vegna þess að þessi tónlist fór
aldrei eftir tískustraumum,“ segir Valgeir.
„Þetta er bara einlæg tónlist,“ segir Sig-
urður Bjóla og tekur Diddú undir þessa
hugsun: „Það var ekkert mikill rembingur
í okkur, einlægnin var höfð að leiðarljósi.“
Af tímamótum og góðum tímum
Egill víkur líka að því að þessir tímar upp
úr 1970 hafi verið miklir umbrotatímar og
margt var að breytast. „Menn eru að end-
urskoða gömul gildi, eru farnir að horfa
inn á við og velta fyrir sér tilgangi lífsins.
Við erum á þessum tímamótum þar sem
sjálfskoðun þykir eðlilegur hlutur,“ segir
Egill og vísar til undangenginnar hippa-
menningar.
„Þetta voru tímamót. Það mættist þarna
gamla hippamenningin og diskóið var í
burðarliðnum og pönkið ekki langt undan.
Þetta var suðupottur á þessum tíma,“ seg-
ir Sigurður Bjóla.
Samtalið víkur að því að það hafi verið
hentugt að vera með kassagítarinn á lofti
því alltaf sé hægt að taka hann upp. Tón-
list Spilverksins byggist ekki á mikilli
tækni heldur góðum lagasmíðum og söng.
„Við færðumst í annað veldi þegar við
komum saman,“ segir Egill og rifjar upp
fyrstu kynni. „Ég man alltaf eftir því þegar
við Valli hittumst í fyrsta sinn,“ og Valgeir
botnar: „1. desember 1970.“
Lærðum að
hjóla saman
Spilverk þjóðanna er sprelllifandi og hittist á ný og
fagnar í spjalli heildarútgáfu á verkum sveitarinnar
sem inniheldur líka nýtt en þó gamalt efni.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
’
Það er bara til góð tón-
list og vond tónlist.
Tónlist er góð vegna
þess að hún snertir, ferðast til
hjartans. Ef það gerist ekki,
skiptir tónlistin engu máli.