SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 37
að Guð sé að skipta sér af heiminum. Þró- unarkenningin sé eiginlega svolítið á skjön við þá hugmynd. Verðugt verkefni „Loks ber að athuga að þeir menn sem ég skrifa um eru upplýstir menntamenn en í raun er ótrúlegt hvað glænýjar hugmyndir voru fljótar að berast til Íslands. Um leið ber að hafa í huga að enn á eftir að rann- saka hvernig almenningur tók þessu. En leiðin til að finna það væri að skoða sendi- bréf frá þessum tíma. Það er það sem er langskemmtilegast og hafa slíkar rann- sóknir verið gerðar í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Þannig að þetta væri skemmti- legt rannsóknarefni fyrir ungan sagn- eða þjóðfræðing. Það er nauðsynlegt að kafa ofan í persónurnar líka,“ segir Steindór. Morgunblaðið/Ernir 1859 Bók Darwin Uppruni Tegund- anna kemur út. Darwin áleit ekki aðeins að svipaðar tegund- ir ættu sameiginlega áa heldur að öll dýr og allar plöntur, alls staðar og á öllum tímum, væru skyld innbyrðis. Voru 1.250 eintök prentuð og seldust þau upp nærri samdægurs. 1864 Darwin hlýtur hina svokölluðu Copley Medal- viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar í jarð-, dýra-, og grasa- fræði. 1871 Önnur bók Darwins, Hvernig maðurinn kom til, kom út og sló í gegn rétt eins og hin fyrri. 1882 Charles Robert Darwin deyr hinn 19. apríl og er ákveðið að hann skuli jarð- settur í Westminster Abbey líkt og mörg stórmenni Breta. Þar á meðal Ísak Newton. 19. desember 2010 37 Tæknivæðing og framfarir í læknavís- indum hafa leitt af sér að hið nátt- úrulega val virkar ekki jafn sterkt á fólk og það gerði. Annað var að segja um forfeður okkar á Íslandi sem gátu skýlt sér fyrir veðri og vindum en varð- andi sjúkdóma og annað slík var hér gríðarlegt val. Val virðist þannig til að mynda hafa orðið til þess að hér er blóðflokkurinn O algengur sem er á skjön við löndin í kringum okkar. Nú- tímamenn hafa hins vegar getað klippt sig að hluta til úr tengslum við þetta náttúrulega val þó að rannsóknir sýni að það hafi enn nokkur áhrif á okkur. Áhrifaminna val M argir tengja grísahrygg með puru við jólin, í dag er ég einn af þeim. Þegar ég var yngri og síðast þegar ég bjó á höfuð- borgarsvæðinu fyrir 17 árum var puruhryggurinn ekki endilega jólalegur þar sem hann var alltaf á boðstólum í hádeginu á náms- árum mínum á Hótel Holti. Þó að fleiri borði reykt grísakjöt yfir hátíðirnar en nýtt, þá er purusteik úr hrygg eða síðu orðin partur af jólahlaðborðum veitingahúsa. Þetta er fallegur siður sem sennilega kemur til okkar frá Danmörku og til þeirra frá Þýskalandi. Ég tengdi ekki purusteikina við jólin fyrr en eftir að ég hafði búið í nokkur ár í Munkaþverárstræti á Akureyri, og upplifað fjölskyldujólaskemmtun með ná- grönnunum á heimili vina okkar Rikka og Al- lýjar, en húsfreyjan er dönsk og töfraði alltaf fram hefðbundinn jólafrokost sem á eftir fylgdu fjölskylduleikir og skemmtilegar ser- imóníur. Annar jólalegur siður tíðkaðist á hótelinu á þessum tíma, það var að bjóða upp á skötu með öllu tilheyrandi á Þor- láksmessu. Það var þó ekki algilt á veitinga- húsum höfuðborgarinnar á þeim tíma eins og það er í dag, sem mér finnst fagnaðarefni, að veit- ingamenn og Íslendingar almennt heiðri þennan skemmtilega jólasið. Kanski er það bara góð lausn að fólk sæki sköt- una á veitingastaði í stað þess að fylla híbýli sín af skötulykt daginn fyrir jól. Ég vil nota þetta tækifæri nú til þess að senda kveðju til allra Norðlendinga sem hafa sótt skötuhlaðborð hjá okkur fjölskyldunni undanfarin ár um leið og ég treysti veitingamönnum á Akureyri til að taka á móti þeim og vona að þetta raski ekki öðrum jólasiðum þeirra. Okkur fjölskyldunni hefur verið tíðrætt um aðra jólahefð sem við eigum með Akureyringum og munum sakna mikið en það er rjúpusúpan sem við fjölskyldan höfum gefið bæjarbúum í miðbænum að kvöldi Þorláksmessu síð- astliðinn áratug. Þetta á eflaust eftir að vera skrítið Þorláksmessukvöld, því einhvern veginn byrjuðu jólin, þegar rjúpusúpuilmurinn blandaðist skötu- lyktinni, það er hreinlega spurning hvort við feðgar þurfum ekki að gera súpu handa höfuðborgarbúum um þessi jól, hver veit. Nýr grísahryggur með puru Fyrir 6 manns 2,5 kg grísahryggur með puru 2 msk. salt 1 tsk. hvítur pipar 1 laukur (skorinn í 4 bita með hýði) 1 hvítlaukur (skorinn í tvennt með hýði) 5 msk. sætt sinnep 3 msk. dijon-sinnep 2 msk. hunang 5 dl grísasoð 1dl rjómi Aðferð Skerið grunna skurði í puruna með 5 til 10 millimetra millibili, blandið salti og pipar saman og nuddið vel á puruna og allan hrygginn, setjið hrygginn á grind ofan á ofnskúffu þar sem laukurinn og hvítlaukurinn er settur. Hitið ofninn í 210°C, setjið hrygginn inn og eldið í 20 mínútur áður en hitinn er lækkaður í 165°C og hryggurinn eldaður í 1,5 til 2 klukkustund eða þar til kjarnahitinn er u.þ.b. 70°C eða þangað til safinn sem rennur úr kjötinu eftir að prjóni er stung- ið í það er tær. Þá er kjötið tekið úr ofninum og helmingnum af soðinu hellt yfir laukana í ofnskúffunni og skófirnar skafnar vel og soðið síðan sigtað í pott og látið standa í 5 mínútur þannig að fitan fljóti ofan á. Gott er að fleyta meiri- hlutanum af fitunni ofan af og henda, að því loknu er hveiti stráð ofan á soðið til að binda fituna og það þykkir einnig sósuna þegar hún sýður. Sósan er soðin í 10 mínútur, smökkuð til með sinnepinu, hunangi, salti, pipar og að lokum rjómanum. Sjóðið sósuna í 2 til 3 mínútur eftir það og berið fram. Purusteik er fallegur siður á jólum Matarþankar Friðrik V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.