Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 3
Það var fyrir réttum 60 árum sem fyrsta Skólablað M.R. kom út. Til- gangur blaðsins var að skapa vett- vang fyrir umræður innan veggja skólans og virkja með því nemendur til skrifa í blaðið auk skólafrétta. Hvort þetta hefur tekist eða ekki, skal ósagt látið, en þó sýnist mér þróun Skólablaðsins undanfarin 60 ár hafa verið sú að æ minna kemur frá nemendum sjálfum, og stundum vill brenna við að blöðin séu bókstaf- lega eingöngu verk ritnefndar. Núverandi ritnefnd lagði mikla áherslu á það strax í upphafi að reyna að virkja sem flesta nemendur til skrifa í blaðið. Því hefur mátt sjá ýmsa ritnefndarmenn hlaupandi með grasið í skónum eftir göngum skól- ans, berandi upp bænir sínar við ýmsa vanskilapenna skólans. Arang- urinn af þessu skokki er náttúrlega margvíslegur, svo sem óþarfa hjarta- áreynsla, harðsperrur og liðagigt í litlu tá en það sem snýr að þér, nem- andi góður, er þá aðallega gott og vandað blað. Fyrir tíu árum á hálfrar aldar af- mæli Skólablaðsins, kvartaði þáver- andi ritnefnd um lélega húsnæðisað- stöðu, og þótti tilhlýðilegt að skóla- yfirvöld sæju sóma sinn í að bæta þar úr. Ekki getur núverandi ritnefnd kvartað lengur um lélega húsnæðis- aðstöðu, þar sem alls ekkert húsnæði er lengur til staðar og er það bagalegt þar eð Skólablaðið hlýtur að vera sómi hvers skóla og spegilmynd hans út á við, þar sem nemendur koma hugsjón sinni fram á niðursoðnu blaðaformi. En þrátt fyrir húsnæðis- leysi og viðeigandi peningaskort markar Skólablaðið nú að ýmsu leyti þáttaskil í sögu blaðsins. Viðamikil könnun fór fram meðal MR-inga á vegum blaðsins, ritnefnd lagði fyrir sig auglýsingahönnun í fjáröflunar- skyni og einnig má geta þess að öll efnisvinna var unnin í tölvum skólans og geta því „tölvuidiot“ pantað sér blaðið á „diskettuformi" í síma 10000. Að lokum vil ég svo þakka traust nemenda og öllum þeim sem hafa átt þátt í útgáfu blaðsins. Þá vil ég færa Jóni Guðmundssyni og Guðna rekt- or sérstakar þakkir fyrir gott sam- starf og þolinmæði. Lifið heil. Jón Helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.