Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 5
Meirihlutinn tók ekki afstöðu. Súluritið sýnir þá sem tóku afstöðu og töldu sig hægra megin. 10. Hvaða innlend persóna er í mestum metum hiá þér? ________________________________________________ Þrennt var afgerandi vinsælast af innlendu fólki. í fyrsta sæti varð Siggi Sigurjóns, og birtist viðtal við hann hér aftar í blaðinu, það þarf bara að fletta til að finna það. I öðru sæti hafnaði Kæra Vigga, forseti Islands, og í þriðja og besta sætinu hafnaði ég. Nei, ég er bara að gantast, það var ,,ég“! 11. Hvaða erlend persóna er í mestum metum hjá þér? Af erlendum goðum urðu þessi hlutskörpust: elskvær- legur Rónaldur Rígan, hann er nú meira holdskarpur en hlutskarpur; járnklumpurinn Margrét Tatsjer. Aðrir komust ekki í hálfkvisti við þau. En það er allt í lagi því að þótt kvisturinn sé hátt uppi þá er þetta bara skítur á priki. 12. Hver er mesti stjórnmálamaðurinn á íslandi að þínu mati?________________________________________________ Meðal MR-inga er Jón Baldvin vinsælastur. Það var áður en hann fór að ,,finnlandisera“. 13. Hvað ferðu að meðaltali oft út að skemmta þér í mánuði? □ 0-1 sinni □ 2-3 □ 4-5 □ Annars, hve oft? ________________________________________________ Samkvæmt könnuninni fara flestir MR-ingar 2—3 í mánuði út að skemmta sér eða yfir 40%. Næstfjölmenn- asti hópurinn er sterkari í útþránni og vill helst ekki missa úr helgi. Þetta eru um 25% aðspurðra. Næstir koma þeir sem annað hvort hafa prófað að skemmta sér og finnst það lítið eða ekkert gaman eða hafa aldrei prófað að skemmta sér og vita ekki hvað er skemmtilegt að skemmta sér. Þetta eru þeir sem segjast fara 0—1 sinni út á lífið, í mánuði. Að síðustu er að geta um þá sem fara oftar en 5 sinnum í mánuði út að skemmta sér, en þetta er að vonum langþunnasti hópurinn. 14. Ef þú ert í vandræðum með að drepa tíma, hvaða vopn notarðu? □ bók □ mat □ síma □ annað, hvað?___ Tíminn hefur ærna ástæðu til að óttast MR-inga. Þeir eru vel vopnaðir af tímadrepandi morðtólum. Hér koma þau vinsælustu í réttri röð: bækur, síminn, svefninn (wet dreams), matur, tónlist, íþróttir, annað var ekki eins vin- sælt. Nokkrir eru frumlegir: klámrit, day dreams og ein er ekki í vandræðum. 15. Hvert er aðaltómstundagamanið þitt? (Gert er ráð fyrir að skólinn sitji í fyrirrúmi)_______________ Þegar við erum ekki að drepa tímann notum við hann auðvitað ekki í að læra, heldur verjum honum í tóm- stundaiðkanir okkar. En þetta helst nú mikið til í hendur, að drepa tímann og verja honum. Vinsældaröðin er aðeins öðruvísi: íþróttir eru yfirgnæfandi vinsælastar, lestur, tónlist og karlmenn, annað var ekki eins áberandi. Alltaf eru einhverjir að reyna að vera spes. Og alltaf tekst einhverjum það: Yoga og ástarleikir eru höfuðtómstund- ir þeirra. 16. Tekur það tíma frá námi? □ Að miklu leyti □ Soldið □ Að litlu leyti □ Nei Hjá flestum taka tómstundirnar „soldið“ mikinn tíma frá náminu, en maður bara spyr: Soldið? Er það ekki allt of mikið? Sko, þiggið gott ráð: Skipuleggið tímann, gerist virkir skóflumenn! Notið tímann í að læra og dauðan tíma í mokstur. Það margborgar sig ekki að sóa tíma í þrosk- andi og mannbætandi tómstundaiðkanir! 17. Þegar þú ferð út að skemmta þér, skemmtirðu þér þá: □ Án víns □ Með víni □ Stundum með víni □ Annars, hvernig? ____________________________________ ,,Allt er best í hófi, nema síður sé“ gildir hér. Við erum sem sagt mesta hófsemdarfólk, í hófi þó. Helmingur þeirra sem spurðir voru segjast fara stundum með víni út að skemmta sér. Stígandinn er þannig að fleiri og fleiri fara ekki út að skemmta sér án tilheyrandi, eftir því sem líður á árin. Hámarki nær þessi tilhneiging í 6. bekk, þar sem41% stúlknaog45% piltaerumeð krónískan höfuð- verk. 18. Hvað óttast þú mest í framtíðinni? □ kjarnorkustyrj- öld □ Atvinnuleysi □ Að fá AIDS □ Hræðist ekki neitt. Beware! Doomsday is near! En flestum MR-ingum er alveg sama! Næstflestum er ekki sama en mér er alveg sama. 19. Ertu á föstu? □ Já □ Nei □ Já og nei. Þeir sem eru á föstu. 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 20. Reykirðu? □ Já □ Nei Þeir sem reykja. 6. bekkur 12% 29% 38% 25% 8% 25% 3. bekkur 4.bekkur 5. bekkur 6. bekkur 21. Telurðu þig □ bráð- □ meðal- □ ekki gáfaða(n)? Sjálfsmat okkar er ekki beisið. Það er eiginlega stór- skömm að birta það, að við teljum okkur MEÐALgáfuð!! Nei, þetta verður að taka út! Uss! GOSI. Skólablaðið 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.