Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 51
að var þetta með ömmu. Hún
hafði aldrei verið til vandræða
þangað til nú. Blessunin hafði alltaf
séð um sig sjálf þó á níræðisaldri væri.
Hún var samt hálfblind og heyrði
jafnvel og útvarpið en það var bara
eins og gengur og gerist með stelpur á
hennar aldri. Amma hlýddi nafninu
Sigríður Brekkan, en hún tók sér það
nafn er hún giftist afa. Var hann
kaupfélagsstjóri úti á landi og af mikl-
um framsóknarættum. Eftir að hann
féll frá fluttist hún til Reykjavíkur í þá
íbúð, sem hún nú býr í. En þá byrjuðu
vandræðin.
Amma datt fram úr rúminu. Hún
var að teygja sig eftir pelanum sínum
en þar sem hann stóð á miðju nátt-
borðinu teygði hún sig of langt og féll
fram úr. Hún náði að skríða fram að
símanum og hringja í son sinn, föður
minn. Hann var hennar einkabarn og
því sá eini, sem hún átti að. Þetta var
um klukkan hálfátta og ég svaraði þar
sem ég var sá eini, sem var kominn á
lappir. „Halló, er hann pabbi þinn
við?“ sagði skræk rödd. Hann var
þegar kominn á fætur og þreif af mér
símtólið og öskraði: „Hvaða helvítis
bjáni hringir svona snemma.... Æ,
fyrirgefðu... Já, mamma, ég skal
koma.“
„Djöfulsins kerlingin datt. Ég verð
að fara og hjálpa henni.“ Pabbi skipti
um föt og fór heim til hennar. Hún
hafði lærbrotnað. Það kom ekki á
óvart, enda manneskjan eins og 200
punda belja. Það var farið með hana á
sjúkrahús og þar sögðu læknarnir að
hún mundi líklegast aldrei geta kom-
ist á lappir aftur. Hún var sett inn á
bæklunarlækningadeild og lá þar á
stofu ásamt jafnöldrum. Sjúkrahús
var eitthvað framandi fyrir hana. Hún
hafði aldrei verið þar áður. Er hún
kom inn á stofuna sína voru þar fyrir
þrjár konur - allar lærbrotnar. Eðli-
lega spurði sú gamla hvort þær hefðu
einnig verið að reyna að ná í pelann
sinn. Pabbi þaggaði niður í henni:
„Þegiðu, helvítið þitt.“
Þegar hún hafði verið fjórar vikur á
spítalanum var hringt heim og sagt að
það ætti að fara að útskrifa hana.
Ekkert pláss var fyrir hana á neinu
hæli svo að það Ieit út fyrir að við
þyrftum að taka hana heim. Þá yrði
heimilisfriðurinn úti. „Nei! Aldrei
skal ég fá heim þetta akfeita skass,“
sagði mamma og við það sat. Pabbi
var á sama máli. Hvað var nú til ráða?
Ég datt niður á snjalla lausn og kallaði
pabba og mömmu á minn fund. Ég
hafði engan áhuga á því að fá þá
gömlu inn á heimilið.
„Hún er svo plássfrek," sagði
Svava systir. „Hún étur svo mikið og
drekkur eins og svín. Auk þess er hún
hálfblind, bogin og skökk. Hvað ætjar
þú að gera í málinu?“ spurði pabbi.
„Fáið ykkur sæti og ég skal sjá um
ömmu.“ Þau settust og ég byrjaði:
„Ég hef talað við Birnu vinkonu
mína, sem vinnur á Hrafnistu. Hún
sagði mér frá konu einni þar, Báru að
nafni. Málið er, að hún er alveg
nauðalík ömmu.“ „Og hvað með
það?“ heyrðist í Gunna. „Jú, einmitt.
Við tökum hana heim til okkar
og. ..“ „Ertu eitthvað skrítinn,
drengur," sagði pabbi. Það leið yfir
mömmu. „Jú, við höfum skipti á
þeim. Við svæfum ömmu, förum á
Hrafnistu með hana og höfum skipti á
þeim tveimur. Þá er amma komin á
elliheimili en samkvæmt „kerfinu“
dveldist hún heima hjá okkur. Elli-
laun Báru færu þá til að greiða vistina
fyrir ömmu. Svo mundum við hirða
þau ellilaun, sem amma ætti að fá.“
„En hvað með aumingja Báru?“ and-
mælti Svava. „Ja, við verðum bara að
drekkja henni. En það, sem meira er,
að hún er snarrugluð. Hún datt all-
hressilega í það á sjotíuogfimm ára
afmæli sínu og datt niður tvo stiga.
Hún hefur víst verið svona síðan. Hún
fékk strax pláss þar sem sonur hennar
er í stjórn DAS og hefur dvalið þar
síðustu þrjá mánuði. Ættingjar Báru
sinna henni lítið því hún þekkir þá
ekki í sjón. Bára er það rugluð.“
Og amma kom heim. Það var föstu-
dagur og við fórum að sækja hana á
Landsspítalann. „En hvað það er
Skólablaðið 51