Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 47

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 47
vön því að fólk sé inni á heimilinu. Það voru alltaf einhverjir utan fjöl- skyldunnar inni á heimilinu og þetta var alveg ofboðslega líflegt heimilis- hald. Til dæmis það að við bjuggum þarna á skólalóð, þar sem mamma var skólastjórinn, og það voru alltaf ein- hverjir nemendur og kennarar inni á heimilinu. Fyrst fannst mér ég vera algjör viðvaningur í þessu daglega amstri, ég meina, ef ég væri heima mundi ég gera einhvern fj..., ég mundi ganga um nakinn og syngja ef mig langaði til, þú veist, ekkert að vera að taka tillit til annarra, en svo kemur maður inn á heimili þar sem er fullt af fólki, allir að vinna og læra, maður er ekkert inni í þessu lífi.“ Hvernig varskipulagið innan AFS eft- ir að þú varst kominn út? ,,Borgin sem ég bjó í, Belo Hori- zonte, svona þrjú íslönd frá höfuð- borginni Brasilíu, er eitt svæði og hvert svæði hefur sína nefnd. Það fer voðalega mikið eftir fólkinu í nefnd- inni hvernig AFS er háttað, hvort þú ert frjáls eða hvort það er mikið að- hald. Hjá mér voru þetta ungir krakk- ar sem leyfðu manni að vera sjálfs síns herra.“ Hvernig var samband ykkar? „Mjög gott. Sérstaklega í byrjun þegar ég hafði mesta þörf fyrir það, þegar ég var ekki búinn að eign- ast neina vini og átti í vandræðum með málið“ Hvernig var með vasapeninga? „Ég fékk sent að heiman og líka frá höfuðstöðvum AFS í Brasilíu 20$ á mánuði, sem ég var búinn að borga.“ Geturðu lýst Brasilíubúum? „Þeir eru innilega forvitnir um út- lendinga og hafa gaman af því að leika sér svolítið að þeim og gera mik- ið gys að þeim. Það er kannski þegar íslendingur kemur þarna út finnst honum þetta alveg ferlega spælandi, en grínið hjá þeim er þannig að það liggur ekkert mikið á bak við það. Þetta er bara svona grín og ekkert meira, það er ekki ætlað til að taka það alvarlega. Þeir eru voðalega hreinskilnir og segja margt sem særir mann en það er ekki ætlað til þess. Og þegar maður hefur vanist þessu finnst manni þetta miklu betra heldur en að vera alltaf að leyna einhverju. Þú ert frjálsari með að segja það sem þú ert að hugsa og vera það sem þú ert. Brasilíubúar eru miklir skemmtana- menn og hafa miklu meiri frítíma heldur en kannski Evrópubúar. Þeir eru mikið fyrir strandalífið og partý og að fara á pöbbana. Þeir eru voða- lega söngelskir, alltaf með gítar, spil- andi sömbu og drekkandi bjór.“ Hvernig fannst þér maturinn? „I fyrsta lagi eru það ávextirnir, þeir voru frábærir. Það var ógrynni af ávöxtum sem maður hafði aldrei séð áður. Þetta var besti kosturinn við matinn þarna. Annars var hann ekki mjög fjölbreytilegur. Venjuleg máltíð var einhver kjötkássa, kjúklingur og alltaf hrísgrjón með svörtum grjónum og djús með, einstaka sinnum bjór eða vín.“ Hvaða þjóðfélagsstétt umgekkst þú mest? „Millistétt. Ég kynntist eiginlega viðhorfum hennar eingöngu. Að vísu voru þær aðstæður sem við bjuggum við mjög sérstakar af því að það var töluvert af fátækum krökkum í skól- anum sem þau ráku en ég umgekkst þau lítið. Þetta er svona með stétta- skiptinguna þarna að millistéttin Brasilfsk náttúra sendir börnin sín í sömu skóla og há- stéttin í sér skóla og hvorug þessara stétta umgengst fátæka fólkið. Ég meina að ef að t. d. millistéttin og fátæklingarnir eiga að fara að hittast og tala saman þá er það bara varla hægt, þetta eru eins og tveir ólíkir heimar hjá þessu fólki.“ Hvernig telurðu að millistéttin í Brasilíu og Islendingar séu í saman- burði á efnahag? „Millistéttin er mjög svipuð okkur að efnahag en hún skiptist mikið. Það er ekki eins dýrt að lifa í Brasilíu eins og hér, kaup er yfirleitt lágt og hlut- irnir ódýrir. Það er ekki eins mikil pressa á millistéttinni eins og hér, t. d. tíðkast það ekki að unglingar vinni. Það er alveg séð fyrir þeim. Ungling- arnir geta gert heilmargt, það er ódýrt að ferðast og skemmtanaþjónusta al- mennt ódýr.“ Hvernig kemur brasilískur unglingur fyrir? „Klæðnaður er mjög frjálslegur, þú mátt alveg vera í snjáðum gallabuxum og stuttermabol í partýum og svona hippalegur ef þú vilt en það er náttúr- lega misjafnt, það eru til einhverjir svona tískugæjar. En stelpurnar eru yfirleitt öðruvísi, meira svona tísku- klæddar.“ Þú sagðir að fjölskyldan þín ræki skóla. Hvernig skóli varþað? „Þetta var svona stór garður með litlum húsum sem skólastofurnar voru í. Það hafa verið svona kringum 200 nemendur í skólanum frá leik- skólastigi upp í 15 ára. Það var mikið af fátækum krökkum í honum, þetta var nefnilega örstutt frá fátækra- hverfi.“ En skólinn sem þú varst í, hvernig var hann? „Skólinn sem ég var í er nú ekki dæmigerður brasilískur rftenntaskóli. Hann er svakalega frjálslegur og er Skólablaðið 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.