Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 6
Afmælisgrein Guðni Guðmundsson egar menn heyra minnst á Menntaskólann í Reykjavík kemur mörgum fyrst í hug Guðni Guðmundsson. Hann hefur nú starf- að við skólann í 34 ár, og í hugum margra er hann svo nátengdur skól- anum, að án hans væri skólinn sem maður án andlits. Guðni er fyrir löngu orðinn landsþekktur maður fyrir staðfestu og röggsemi í skóla- stjórn sinni og síðast en ekki síst, fyrir mergjuð tilsvör sín og hefur af þeim sökum fengið á sig viðurnefnið „kjaftur". Guðni fæddist þann 14. febrúar 1925 og ólst upp hjá foreldrum sínum að Óðinsgötu 8. Faðir Guðna var Guðmundur Guðnason, sem starfaði sem gull- og silfursmiður og var Arnesingur að ætt. Móðir Guðna var hins vegar borinn og barnfæddur Reykvíkingur af gamalli ætt hér í bæ, skyld Jóni Sigurðssyni, forseta; hún hét Nikólína Sigurðardóttir. Guðni er yngstur systkina sinna, en þau voru: Bjarni, sem lengi var blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar og áður fyrr einn helsti höfundur revíanna svökölluðu; Gunnar, sem var um skeið fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar, en dó um aldur fram; þriðji bróðir Guðna er Kjartan og starfar hann sem tannlæknir; eina systur á Guðni og heitir hún Sigríður. Eftir barnaskólanám í Æfingaskóla Kennaraskóla Islands fór Guðni til Akureyrar og stundaði menntaskóla- nám sitt þar. Á Akureyri dvaldist hann hjá systur sinni, Sigríði, og mági, Halldóri Halldórssyni, sem þá var aðalíslenskukennari við skólann þar. Eftir stúdentspróf hélt Guðni utan til Edinborgar til málanáms og las þar aðallega enskar og franskar bók- menntir. Hann dvaldist um skeið í París. Pegar Guðni hafði lokið prófum sínum í Edinborg 1951, kom hann heim aftur og byrjaði kennslu ung- lingadeild Miðbæjarskólans. Sama ár byrjaði hann svo að kenna í M.R. og kenndi þá einnig í Miðbæjarskól- anum næstu tvö árin, þar sem ekki var mikla kennslu að fá í M.R. í byrjun. Sumarið 1952 byrjaði Guðni sem blaðamaður hjá Alþýðublaðinu og var viðriðinn blaðamennskuna allt til ársins 1968. Þegar Einar Magnússon hætti störfum 1970, bauð Guðni sig fram til rektors, og var hann eini inn- anskólamaðurinn sem gaf kost á sér. Guðni er tólfti rektorinn síðan skól- inn var fluttur til Reykjavíkur. Ungur gekk Guðni að eiga Katrínu Ólafsdóttur og er hún Austfirðingur að uppruna, sonardóttir Sveins í Firði í Mjóafirði, alþingismanns. Börn þeirra hjóna eru: Guðmundur, sem er elstur, starfar nú sem rafvirki; Hildur, sem er búsett í Los Angeles; Anna Sigríður, sem stundar nám í bóka- safnsfræði; Ólafur Bjarni, blaðamað- ur hjá DV; Guðrún húsfreyja; Sveinn, sem varð stúdent í fyrra; og svo Sigurður, sem nú er í 6. bekk A. Allmörg barnabörn á Guðni nú þeg- ar, eða eins og hann segir sjálfur, þá koma þau á færibandi. Guðni er tón- elskur maður, enda söng- og gleði- maður mikill, veitull og jafnframt hrókur alls fagnaðar og sjálfkjörinn forsöngvari á skemmtunum kennara. Auk þess að spila á gítar hefur Guðni, eins og áður segir, hina ágætustu söngrödd og hefur í fjölda ára verið félagi í karlakórnum Fóstbræðrum. Guðni hlustar aðallega á klassíska tónlist og þá helst gömlu meistarana, svo sem Bach, Hándel og Beethoven og óperuhöfundana Mozart og Verdi, en hefur hins vegar litla ást á Wagner að eigin sögn. Á hann plötusafn mikið og fer á flesta sinfóníuhljómleika og óperur, ef hann mögulega getur. Dægurlagatónlist alls konar er hins vegar í litlu áliti hjá honum og kallar hann allt slíkt einu nafni graðhesta- hrinur. En áhugamál Guðna eru mörg og margvísleg og fyrir utan tónlistina er fótbolti í miklum metum hjá honum. Ef enska knattspyrnan er í sjónvarp- inu má heita fullvíst að Guðni sé negldur fyrir framan kassann með penna í hendi, merkjandi inn á get- raunaseðilinn sinn. Guðni er mikill lestrarhestur, Ies enska reyfara sér til hvíldar, en önnur rit af alvöru, eink- um sagnfræði lengi vel, og er þar vel að sér, hvar sem borið er niður. Guðni er skapstór maður, og er það ekki neinum til lasts ef menn kunna að stjórna skapi sínu. Og það gerir Guðni áreiðanlega miklu oftar en flesta nemendur mun óra fyrir, jafn- oft og ástæða væri til að stökkva upp á nef sér fyrir mann, sem stjórnar af skörungsskap jafnstórum hópi og hann, bæði misjöfnum nemendum og enn ódælli kennarastofu. Á þessum merku tímamótum æv- innar árnar Skólablaðið, jafnaldri hans, honum og fjölskyldu hans allra heilla og lætur í ljós þá von og ósk sína, að honum megi auðnast að stjórna okkar gamla skóla enn um mörg ár í góðu gengi. 6 Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.