Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 62

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 62
Nýlega sendi svonefnd ..19 manna hefnd“ frá sér nefndarálit sitt. Það gekk lengra í alls konar boðum og bönnum en nokkurn óraði fyrir. Virðast þar hafa verið samankomnir annaðhvort landsins mestu húmorist- ar eða draugar bannáranna. Rifjum upp niðurstöðurnar. ,,Því auðveldara sem er að ná í áfengi því meira drekkur fólk og á því að fækka útsölustöðum. Því dýrara sem áfengi er því minna drekkur fólk. Brugg er stundað í miklum mæli og eiga strangari viðurlög að vera við því svo og við áfengissölu til fólks undir lögaldri. Umboðsmenn reka ákveð- inn áróður svo setja verður skorður á þá. Auka þarf fræðslu um áfengismál, sérstaklega á bílprófsaldri. Endur- skoða þarf reglur um tollfrjálst áfengi svo og um áfengisauglýsingar." Gerum nú athugasemdir okkar: „Ef fækka á útsölustöðum, sem aldrei er of mikið af, þá endum við með eitt stykki í Reykjavík. Mega þá Reykvík- ingar bara detta í það? Fólk úti á landi þyrfti að leggja í ærinn kostnað til að detta í það eða yrði bara meira að gera hjá póstinum? Þetta yki mjög á brugg í heimahúsum. Fyrirtæki, sem eingöngu mundu sjá um áfengisflutn- inga, blómstruðu þá: „Blandleiðir - Við sendumst, þið sukkið.“ Kaup- máttur launa fer minnkandi. Árið 1983 seldi Á.T.V.R. vín fyrir einn milljarð en árið 1984 fyrir 1,4 millj- arð. Verðbólga var ekki svo ýkja mik- il þá, svo að meira af minni launum fór í áfengiskaup. Hvað várðar fræðsluna, þá eru greinar um vín og vínmenningu alltaf velþegnar og hvað þá um bjór! J4ú koma menn með um 3 flöskur af áfengi inn í landið. Það get- ur ekki verið öllu minna. Hvar ætla þessir háu herrar að enda? Með pela á hvert par? Áfengisauglýsingar eru bannaðar, svo að þeir komast ekki öllu lengra í þeim efnum. Því miður.“ Næst þegar maður kaupir kláravín verður maður að hafa vottorð þess efnis, að maður hafi ekki pilsner und- ir höndum eða hafi í hyggju að kaupa sér einn. „Maður handtekinn — fals- aði vottorð.“ „Verra en nauðgun,“ segir Kristján Carlsberg hjá Rann- sóknarlögreglunni. Ég hef auk þess engan áhuga á því að þurfa alltaf að hringja í Lögregluna og spyrja: „Má ég detta í það í kvöld?“ Skoðanakönnun Helgarpóstsins, sem birtist í blaðinu 31. janúar síðast- liðinn, sýndi fylgi bjórsins á meðal þjóðarinnar. Hvorki meira né minna en 71,5% þjóðarinnar vildi leyfa sölu áfengs öls. Er þá miðað við þá, sem tóku afstöðu, annars „aðeins" 63%. Bjórinn er því vinsælli en tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins til sam- ans. Fylgi við bjórinn hefur stóraukist síðustu misserin. Með opnun kráa hér á landi hefur menningin komist inn fyrir þröskuldinn. Þar er selt svonefnt bjórlíki, sem fer misjafnt í menn. Sull- ið er samansett úr pilsner og kláravíni og ef menn koma t. d. tvö kvöld í röð á sömu krána þá þarf styrkleikinn ekki að vera sá hinn sami. Afleiðingin er sú að menn koma léttir út annað kvöldið en skrallhálfir út hitt kvöldið. Samkvæmt áfengislöggjöf er ekki sama hvernig blandan er löguð. Það verður fyrst að setja vínið en síðan pilsnerinn. Annars á aumingja bland- arinn það á hættu að verða settur í varðhald. Það má víst ekki styrkja pilsner. „Barþjónn handtekinn — setti pilsnerinn fyrst.“ „Þeir eru skæðir, svona gaurar," segir Kristján Carls- berg. Heilbrigðir menn skilja ekkert í bjórlíki. Komum því í kistuna og gröf- um upp bjórinn — þann mjöð, sem olli því að kappar fornaldar á íslandi stóðu framar félögum sínum. Bjór er þegar bruggaður hér. Það er tilgangs- laust að þynna niður bjór, sem ætlað- ur er til útflutnings, og styrkja hann síðan með kláravíni. Ef við t. d. sett- um templara út á miðja götu og létum bíl keyra yfir hann þá mundi hann aldrei ná sér fullkomlega aftur ef hann mundi annars lifa það af. Þetta er svipað með bjórinn. Hann þolir ekki svona meðferð. Ég geri annars orð ölvaðs Svía að lokaorðum mínum. Ég hitti hann á veitingastað einum hér í borg. Eftir að við höfðum kynnt okkur fyrir hvor öðrum spurði hann í sakleysi sínu: „Hey, what’s wrong with your beer?“ Ég bara hló en hryllti við landkynn- ingunni: „Iceland is a beautiful country but their beer isn’t good.“ Þessa ræðu átti að halda á fundi hjá Stórstúku íslands. Báðir mættu en mér var ekki hleypt inn. Jón Gunnar Jónsson. BÖKAVARÐAN er verzlun í Reykjavík með gamlar og nýlegar bækur í öllum greinum visinda og fræða. Við höfum ljdðabækur og skáldverk fyrir fagurkerana, íslenzkan fróðleik fyrir grúskarana, ævisögur er- lendra stórmenna fyrir ungu stjórnmálamennina, bækur um sósíalisma fyrir vinstri intelligentiuna og um frjálshyggjuna fyrir hægri villingana, frí- stundabækur og handbækur fyrir fjölfræðingana, ástarsögur og spennubækur, rit um trúmál, guðspeki og andatrú fyrir leitandi sálir og þúsundir pocket- bóka. Við kaupum og seljum allar íslenzkar bækur, heil söfn og einstakar bækur, gömul íslenzk póstkort, eldri íslenzk myndverk, gamlan útskurð og minni handverkfæri. Gefum út bóksöluskrár Og sendum þær frítt til þeirra sem óska utan StórReykjavíkursvæðisins. Vinsamlega hringið, skrifið - eða lltið inn. BÖKAVARÐAN -Gamlar bækur og nýjar- Hverfisgata 52 - Reykjavlk Sími 2972o 62 Skólablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.