Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 49

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 49
Kristján Pétur Iskoðanakönnun Skólablaðsins kom fram að hljómsveitin Pink Floyd er í miklum metum meðal MR- inga. Var ákveðið að fjalla örlítið um þessa merku hljómsveit sem markaö hefur stór spor í sögu tónlistar og hljómleika í heiminum í dag. Það sem hér fer á eftir er yfirgripsmikið grein- arkorn þar sem fjallað er um það allra helsta í sögu hljómsveitarinnar. David Gilmour Hljómsveitin Pink Floyd varð fyrst kunn sem ein fremsta framúrstefnu- hljómsveit Lundúnaborgar. Ólíkt flestum öðrum stjörnum frá sumrinu 1967 hélt hún áfram að þróast sem tónlistartúlkendur og semjendur á meðan aðrar sveitir lögðu upp laup- ana. Hún var stofnuð árið 1966 og var þá skipuð þeim Roger (Syd) Barrett, Roger Waters, Richard Wright og Nicholas Mason. Til að byrja með spiluðu þeir aðal- lega ,,rhythm’n’blues“ en fyrir áhrif frá Barrett fóru þeir að spila það sem ávallt hefur veriö kallað sýrurokk og einkenndi plötur þeirra framan af. Fyrsta plata Pink Floyd er einmitt af þessu tagi, þar sem þeim félögum tókst að framkalla á hljóðfæri sín, lík- ingu af nokkurs konar geimferðalög- um og var hugmyndafluginu greini- lega gefinn laus taumurinn. Platan festi þá í sessi sem langbestu hljómsveit utangarðsmanna eða svo- kallaðra underground-hljómsveita. Einkennandi fyrir plötuna eru söngv- ar Barretts og hið barnalega hug- myndaflug hans. Langflest lögin voru eftir hann, enda var hann aðal drif- fjöðurin í hljómsveitinni. Mönnum fór því ekki að lítast á blikuna varð- andi áframhaldandi starf Pink Floyd er geðheilsa Barretts fór stórum versnandi. Arið 1968 varð Pink Floyd að segja skilið við Barrett og var hljómsveitin á ystu nöf með að hætta samstarfinu, því án hans fannst þeim þeir ekki geta þróast sem ein- söngs-hljómsveit. Þeir fengu nýjan mann til liðs við sig, David Gilmour að nafni, sneru sér aðallega að hljóð- færaleiknum og árið 1968 kom önnur breiðskífa Pink Floyd út og framtíð hljómsveitarinnar var borgið. Tónleikar Pink Floyd voru oft á tíðum stórkostlegir. Þeir juku og breyttu lýsingunni á tónleikum sín- um. Þeir komu einnig fram með nýja tækni (Azimuth Co-ordinator) sem dreifði tónlistinni um salinn. Árið 1969 gáfu þeir út tvöfalt albúm, „Ummagumma“, en önnur platan í því albúmi var hljómleikaplata en hin var tekin upp í stúdíói. Tókst það ekki sem skyldi og naut hún ekki mikilla vinsælda. Eftir að þessi plata kom út heyrðist ekki mikið í hljómsveitinni en þeir fundu upp ný atriði fyrir hina stórfenglegu tónleika sína sem þeir lögðu mikið upp úr en upptökur þeirra voru mjög tilbreytingalausar. Pink Floyd sömdu tónlist við nokkrar bíómyndir: ,,More“ (1969), „The Body“ (1970), „Zabriskie Point“ (1970) og „Obscured by Clouds“ (1972), en það var aðeins í myndinni „Zabriskie Point“ sem kraftur tónlistar þeirra kom almenni- lega í ljós og þá sérstaklega í loka- atriði myndarinnar þegar lagið „Careful with that Axe, Eugene“ var leikið með röð af rosalegum spreng- ingum. Árið 1970 gáfu þeir út „Atom Heart Mother“ og þekur titillagið aðra hlið plötunnar og er þar kominn vísir að fyrsta tónverki hljómsveitar- innar sem áttu ekki eftir að verða ómörg!! (Dark Side of the Moon). Næsta plata Pink Floyd, „Meddle“, Skólablaðið 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.