Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 12
II.
Martin komst burt frá Rússlandi.
Hann barðist á götum Berlínar 1945.
Stuttu síðar sat hann í rústum borgar-
innar og sá langar raðir herbíla með
bandaríska hermenn innan borðs.
Eftir uppgjöfina var þýsku hermönn-
unum safnað saman í fangabúðir.
Martin var einn fárra sem töluðu
góða ensku, því var hann notaður sem
túlkur. Er hermönnunum var sleppt
úr haldi hélt hann starfinu. Og þegar
herdeildin, sem hann starfaði hjá, var
send heim sótti hann um að fá að
fylgja henni. Hvers vegna ekki? Ætt-
ingjar hans og vinir höfðu verið
sprengdir í burtu. Allan þennan tíma
hafði honum liðið einkennilega.
Martin áleit að það stafaði af því róti
sem komið var á líf hans og myndi
lagast er frá liði.
III. 1950, haust
Martin sat á litlu kjallaraveitingahúsi
á vesturströnd Bandaríkjanna. Það
var kvöld og kerti loguðu á rauðdúk-
uðum borðum. Fimm ár höfðu liðið.
Honum leið ennþá einkennilega.
Martin vissi það fyrir löngu að eitt-
hvað hafði gerst í huga hans þegar
hann var vakinn af vopnabræðrum
sínum í neðanjarðarhellinum 1944.
Hann hafði ekki hugmynd um hvers
vegna en vissi aðeins að það var þá
sem hann losnaði úr tengslum við líf-
ið. Það sem kom fyrir augu Martins
þar, verkaði ekki á hann sem raun-
veruleiki heldur fannst honum eins og
hann væri að horfa á kvikmyndatjald
sem næði umhverfis hann. Og honum
fannst hann ekki tilheyra því frekar
en fólki finnst það geta lifað í kvik-
mynd sem það sér. Honum fannst
jörðin undir fótum sér vera ótraust.
Það var eins og hann gengi á strengdri
línu einhvers staðar hátt uppi. Og
línan dúaði við hvert skref. Martin sá
borð fyrir framan sig. Hann lagði
höndina á það. Örskamma stund varð
tilvera hans raunveruleg og hann
skynjaði hinn þrívíða heim. En brátt
varð snertingin óraunveruleg og ver-
öld hans varð einhvers. konar tvívíð
mynd að nýju. Þannig liðu dagarnir í
lífi Martins. Það var aðeins nokkrum
sinnum á dag og þá í stutta stund í
senn sem hann fann fyrir raunveru-
leika vanalegs fólks.
Það voru fáir gestir á veitingahús-
inu. Skammt frá honum sat ung kona.
Bæði höfðu þau lifað fjórðung aldar.
Hún hafði setið lengi, ein, við tveggja
manna borð. Þótt fólk vekti ekki
áhuga Martins lengur frekar en annað
þá vissi hann eftir hverjum hún beið.
Hún bjó í sama hverfi og Martin og
því hafði hann ekki komist hjá því að
sjá hana ganga fram hjá glugga sínum
í fylgd með manni á aldur við hana.
Þótt Martin hefði séð hann margsinn-
is gat hann ekki munað nema eitt
varðandi útlit hans: Hann hafði há
kollvik.
Martin skildi ekki hvers vegna
hann veitti þessari konu athygli ein-
mitt nú. Hún gaf þjóninum bendingu
og Martin heyrði hana segja: „Berðu
fram matinn. Hann hlýtur að koma
rétt strax.“
Tíu mínútum síðar sat hún enn fyrir
framan autt sæti og horfði á tvo diska
með ljúffengum kræsingum. Þjónn-
inn leit á hana með svip sem Martin
hafði aldrei séð fyrr. Þaö glampaði á
augu hennar. Martin sá augnalok
drúpa og tvö þung tár mynda glitrandi
rákir niður kinnar hennar. Hann fékk
kökk í hálsinn. Honum hafði ekki lið-
ið svona síðan hann var ungur í
Þýskalandi. Martin fann að hann varð
að gera eitthvað og sá undrunarsvip-
inn á andliti hennar er hann settist í
auða sætiö.
„Hafðu ekki áhyggjur af þessu,"
sagði hann. „Þetta var sveppur sem
hefði orðiö hárlaus um þrítugt.“
Hún hló en tárin héldu samt áfram
að renna. Síðan sagði hún með rödd
sem brast við og við: „Hann gat ekki
séð það hlægilega við lífið. Hann
hringdi í mig og bauð mér út að borða
eins og oft áður. Eg sagði við hann í
fíflaskap: „Vertu með hatt, ég vilekki
að fólk viti að ég fari út með manni
sem er að missa hárið." Hann skellti á
mig. Eg var viss um að hann myndi
koma. Eg hélt hann væri orðinn vanur
því hvernig ég læt. En hann sér ekki
það hlægilega við allt í kringum okk-
ur. Eg veit ekki hvað ég hefði gert ef
þú hefðir ekki komið.“
Þau sátu yfir matnum þar til staðn-
um var lokað. Daginn eftir sagði hann
herbergi sínu lausu og fluttist í hús
hennar.
IV.
En einungis þetta eina kvöld var
Martin í sambandi við lífið. Strax
morguninn eftir leið honum sem fyrr,
að undanskildum þeim stundum er
þau hlógu saman. Þau hlógu mikið og
leið eins vel og einkennilegt hugar-
ástand hans leyfði. Hún starfaði sem
búningahönnuður við kvikmyndaver.
Vinir hennar töldu hana hafa alger
tök á lífi sínu. Og það hafði hún allt
þar til hún grét á veitingahúsinu. Hún
trúði Martin fyrir því að þá hefði hún
gefist upp. „En það lagaðist," sagði
hún oft brosandi. Leyndarmálin
tengdu þau enn betur hvort öðru.
Otal veislur voru haldnar á vegum
kvikmyndavera borgarinnar. Þau
Martin sóttu þær flestar. Honum leið
best í veislum. í þess háttar andrúms-
lofti nutu þau sín fyllilega. Þeim
fannst einstaklega gaman að leika sér
að og prófa annað fólk, komast að
persónuleika þess með því að lokka
það út í samtöl sem urðu sífellt flókn-
ari, flækja það með margvíslegum að-
ferðum í eigin mótsögnum þar til það
var orðið gersamlega ráðþrota.
Sjaldnast meintu þau neitt illt með
þessu og gættu þess að gefa þeim, sem
þau töluðu við, tækifæri til að fá upp-
reisn æru að lokum. Þetta var einung-
is þeirra aðferð við að eyða tímanum
og geta hlegið. Og leikurinn varð
meira spennandi eftir því sem sá, sem
þau prófuðu, var gáfaðri. Ennþá
höfðu þau þó ekki fundið nokkurn
sem ekki var hægt að ringla gersam-
lega. En með þessum leik kynntust
þau fjölmörgum skemmtilegum per-
sónum sem urðu vinir þeirra.
V. 1952, nótt
Martin vaknaði í húsi hennar eins og
hann hafði gert síðastliðin tvö ár.
Klæddur í buxur úr bláu silki og með
teppi vafið um sig gekk hann út í bjart
tunglskinið. Fyrst hugði hann sig vera
staddan í draumi en vissi brátt að svo
var ekki. Þó var allt breytt. Húsið
hafði staðið við fjölfarna götu. Nú var
það í djúpum dal umluktum snar-
bröttum, dimmum fjöllum. Martin
fylgdi döggvotum stíg niður að hyl-
djúpu stöðuvatni. Hann stóð kyrr eitt
12 Skólablaðið