Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 43

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 43
ENDUR Endur eru við nánari athugun mjög merkilegir fuglar. Þær eru að minnsta kosti andlegastar allra fugla. í Æðey og Vigur er fjöldi þeirra á sumrin, þar sem þær liggja á hreiðrum sínum, svo þétt að maður verður að gæta þess að stíga ekki á þær. Geri maður það, stendur maður á öndinni. Hrafnar fljúga oft yfir varplöndin og styggja þær með gargi sínu, þá kemur andstyggð og blessaðar endurnar hrökkva upp með andfælum. Já, endur eru hugsandi verur og hafa sín trúarbrögð eins og við, þær eru andatrúar. Þær sofa mjög laust og aðeins um lágnættið, annan tíma sólarhringsins eru þær andvaka. Eins og mannskepnan eru þær ekki alltaf í sólskinsskapi, þær eru stundum geðillar og fúlar, auðvitað andfúlar. Þegar kólnar í veðri verða þær andkald- ar. Þegar loks ungarnir koma úr eggjunum, allt að 5 til 6 stykki, eru kollurnar andríkar. Eftir andartak fara mæðurnar með allan hópinn út á sjó, öll synda þau á móti straumnum, það er andstreymi. Enginn unganna andmœlir. Þeir fara strax að kafa, þeir taka andköf. Með haustinu eru ungarnir orðnir stálpaðir og fara að gefa gaum að hinu kyninu, þær aðfarir mætti kalla andardrátt. Og þegar aftur vorar flykkjast ungarnir, sem nú eru fullorðnir, upp í eyjarnar — verpa eggjum og unga út. Gömlu endurnar geispa bara golunni og andast. Bergljót Rist, 4.X Skólablaðið 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.