Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 4
Skoðanakönnun skólablaðsins
Á dögunum gekkst blaðið fyrir skoðanakönnun meðal nemenda skólans. 3—4 nemendur voru valdir
af handahófi úr hverjum bekk. Úrtakið í heild var 135 nemendur af 800 nemendum skólans.
Eftir á að hyggja hefði margt að sjáifsögðu mátt fara betur varðandi spurningar en við ætlum ekki
að fara að eyða bleki í að tíunda galla könnunarinnar, enda var hún sáralítið gölluð miðað við svörin.
Það var viss upplifun að fara yfir svörin sem voru sum hver ansi hreint skondin.
Við völdum að birta athyglisverðar niðurstöður á myndrænu formi en aðrar niðurstöður fylgja hér
einnig með og má hafa gaman af sumum þeirra. En áður eru hér helstu spurningarnar, prófið
endilega fyrst að svara þeim og berið síðan saman.
1. Hvers vegna valdir þú M.R. eftir grunnskólapróf? □
snobb □ af því að mamma og/eða pabbi sögðu það □ af
því að M.R. er besti skólinn □ vegna þess að félagarnir
gerðu það, ef annað hvað þá----------------------------
Mikill meirihluti þeirra sem spurðir voru fóru í M.R. af
því að þeir töldu hann besta skólann, sem er auðvitað
mjög skynsamlegt svar, nema hvað það vantaði í valkost-
ina við spurninguna að MR er hverfisskóli. Margir voru
samt sniðugir og skrifuðu það einfaldlega við valkostinn:
„annað“. Aðrir báru við hinum margvíslegustu ástæðum:
„komst ekki í MH“, „prófa nýtt“, „félagarnir gerðu það
ekki“, „mamma og pabbi vildu ekki að ég færi í MR“, „til
að komast burt úr Garðabænum!“, „mig langaði í
MR!!!“.
2. Ert þú fylgjandi því að nýnemar í M.R. verði látnir
þreyta inntökupróf? □ já □ nei.
í öllum árgöngum skólans eru yfir 70% á móti því að
takmarkað verði innstreymi busa með inntökuprófi, enda
er þetta upp til hópa annað hvort myndarlegt og íklípilegt
fólk eða bestu skinn.
3. Hvað er eftirlætis fagið þitt? _____________________
í fyrsta sæti varð saga með 15% en íslenska þar á eftir
með 11%.
4. Hver finnst þér skondnasti kennarinn sem þú hefur
haft? _________________________________________________
Halldór Vilhjálmsson er tvímælalaust skondnasti
kennarinn í skólanum að mati aðspurðra, sama hvað líður
öllum vangaveltum um það hvað orðið „skondinn" þýðir.
5. Finnst þér M.R. strangur skóli? □ Já □ Nei
Yngri bekkingar eru flestir á þeirri skoðun að MR sé
strangur skóli eða að minnsta kosti svolítið strangur og
má sjálfsagt kalla það hlutlaust mat þeirra sem nýrra
nemenda eða sem er líklegra, að þeir séu undir áhrifum
títtnefndra rætnisfullra rægituiigna, sem halda uppi
óhróðri og fordómum gegn skólanum í eyru þeirra sem
heyra vilja. En eldri bekkingar neita hins vegar fleiri að
skólinn sé strangur og má þá kannski kalla það, að þeir
séu orðnir ónæmir fyrir aga og e. t. v. uppgerðar höstug-
heitum kennara og yfirvalds eða eru þeir reynslunni rík-
ari? Ég spyr ykkur, ég er bara að skrifa grein. Og vera
merkilegur með mig. Þetta er nafnlaust, þetta er allt í lagi.
OK, ég er hættur.
6. Ertu með fjöldatakmörkunum í Háskóiann? □ Já
□ Nei
Þeir sem sögðu já.
7. Viltu láta fella niður Ieikfimikennslu M.R. í núverandi
mynd? □ Já □ Nei Ef annað hvað þá?
Ef annað hvað þá?______________________________________
Búið ykkur undir þetta: meirihluti aðspurðra er á móti
því að leikfimi veröi lögð niður. Já, það er vissara að lesa
síðustu setninguna aftur. Ég bíð, ég á hvort eð er ekki orð.
Margir eru með tillögur um úrbætur; um bætta aðstöðu,
frjálsa mætingu, engin próf og þess háttar, sem er jú allt
gott og grænt, ef ekki væri ritað fyrir daufum augum.
8. Ertu fylgjandi frjálsu útvarpi? □ Já □ Nei
Yfir 90% útvaldraeru fylgjandi frjálsu útyarpi.
9. Hvar stendur þú í pólitík? □ hægri □ miðju □ vinstri
□ stjórnleysingi □ tek ekki afstöðu
3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur
4 Skólablaðið