Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 45

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 45
Kl. 16 10: Koma heim ogsitjaauð- um höndum fram að kvöldmat. Kl. 19 00: Skoða ísskápinn og verða sorrí yfir því að hafa ekki haft vit á að fjárfesta í konu í dentid. KI. 20 00: Setjast fyrir framan sjónvarpið, setja glasið undir stólinn og sofna skömmu síðar. Kl. 24 00: Vakna við stillimyndina og horfa á hana smástund og pæla í hverju hann missti af. Kl. 24 15: Færa sig inn í rúm og liggja andvaka hálfa nóttina og reyna að gera sér grein fyrir hvað er að ger- ast með líf hans. Þannig leið lífið fram hjá Jóni í tals- vert mörg ár en það var einmitt eina andvökunóttina sem Jóni datt snjall- ræði í hug: Flann gæti reynt að breyta . lífi sínu! Persónulega finnst mér harla ótrú- legt að manni eins og Jóni gæti dottið slíkt í hug. OK., ég viðurkenni að ég hjálpaði honum smávegis. Ja, eigin- lega var það ég sem fann upp á þessu. En Jón var ekki allur þar sem hann var séður. Hugsaður. Sko, þannig var.... Hvað nú? Aldrei er friður! ,,Hvað var það, Sigga, elskan?" Og ástin mín og yndið mitt og dís míns dauða .... er það ruslið? í fimmta skipti í dag! ogekki komið hádegi! Ég er alveg viss um að hún setur vísvit- andi extra lítið í pokana bara til að ég þurfi að fara út og brjótast gegnum eld og ís að tunnunni. Svona ykkur að segja: í Guðs bænum látið það ekki fara lengra. hún er með víðáttumeira njósnanet en Interpol. ,,Gestur?“ Heyri ég rétt? Ég fæ aldrei gesti, ekki síðan Páll Þorsteins- son hjá skattinum kom og ætlaði að taka sjónvarpið. Ég bað hann fyrir alla muni frekar að taka útvarpið eða Sigríði eða eitthvað annað álíka. Helvítis beinið tók rúmið hennar Siggu og ég varð að sofa vikum saman á gólfinu. ,,Gestur,“ sagði hún. Gestur til mín! Vitiði hvað? Ég veit hver þessi gestur er! Alveg án þess að hafa séð hann eða fengið að vita hver hann er! Ég er hræddur, alveg logandi skelf- ingu lostinn! Hvað á ég að gera? Það er enginn tími. Bráðum kemur hann og drepur mig! Hann Jón! Já, það er hann. Ég veit það. Hvað áégað gera? Kannski getið þið hjálpað mér ef ég segi ykkur hvað er um að vera. Sko, þarna áðan, þegar ég var truflaður við skriftirnar, þarna þegar Sigga kallaði upp til mín og ég var að segja ykkur að Jón væri ekki allur þar sem hann er séður, þá var ég búinn að ákveða að láta Jón heimsækja mig og drepa mig. Síðan ætlaði ég að láta hann skrifa sína eigin sögu eins og hann vildi hafa hana. Svaka sniðugt en samt alls ekki sniðugt því að nú er hann í raun og veru kominn til að drepa mig! Hvað á ég að gera? Ég vil ekki deyja! Ég vil ekki deyja! „Ha? Hvað? (snökt) Er hann Páll kominn aftur? Hann Páll Þorsteins- son? Hjá skattinum? Elsku Palli minn! Lofðu mér að faðma þig! Ertu kom- inn til að taka lögtak, ljúflingurinn? Ætlarðu að taka sjónvarpið mitt? Sjónvarpið mitt sem ég get fyrir alla muni ekki lifað án? Er það það sem þú ætlar að gera? Gjörðu svo vel, elsku pungurinn minn! Taktu það eins og skot! Ég vil ekki sjá þennan fjanda, aldrei neitt af viti í því hvort eð er! Hahahahaha. Taktu bara út- varpið líka! og líka... nei! Ekkert, Sigga mín, ég ætlaði að segja ekkert!“ Pjúhhh! Þvílíkur léttir! Ég ætla aldrei að skrifa neitt svona eins og ég var búinn að ákveða. Héðan í frá skrifa ég bara fallegar sögur þar sem allir eru góðir og enginn deyr nema vondu kallarnir . . .. Nei! Ég ætla ekki einu sinni að hafa vondu kallana með! Já, hvar vorum við nú komin .... já, sem sagt, Jón var ekki allur þar sem hann var séður! Sko .. hann var nefnilega í raun mjög lifandi maður! Það var bara þjóðfélaginu að kenna hvernig komið var fyrir honum. Aumingja Jón. Átti enga konu, bara kött.... Ja, nei annars, kettir eru ágætir. Þeir setja ekki extra lítið í ruslapokana svo að maður þurfi alltaf að vera að fara út með ruslið! Aftur á móti elda þeir ekki heldur mat og þrífa íbúðina á jólunum. Og ef maður á konu fer maður örugglega ekki í jólaköttinn! Maður fær fullt af falleg- um jólagjöfum: pelsa, kjóla, miða á árshátíð kvenfélagsins. Já, þegar öllu er á botninn hvolft held ég bara að það borgi sig að vera giftur. Sem sagt: Einn dag kom til Jóns á skrifstofuna svo falleg kona að það vakti athygli Jóns. Hann var í óða önn að kroppa málninguna af glugga- karminum þegar hún kom inn og stakk sig svo illa á flís að hann rak upp hást geisp! Fagra konan veitti þessu athygli og leit óvart ,í augu Jóns. Það var ást við fyrstu sýn! Sama dag giftu þau sig hjá presti með stór augu, að áliti Jóns, en raunin var sú, að presturinn rak upp stór augu þegar hann frétti að þessar tvær ólíku verur ætluðu að gifta sig og gat bara ekki hætt því. Auðvitað kom svo í ljós að nýja konan hans Jóns var forrík og þess utan elskaði hún ketti og undirokaða menn. Jón þurfti aldrei að mæta í vinnuna aftur og fékk nóg að borða og nú átti hann svo mikið af vinum að hann gat ekki þekkt þá í sundur. Honum fannst nú samt soldið skrýtið að þeir skyldu allir heita James. Köttur úti í mýri settist undir stýri, ók svo strax af stað, og þannig endar það! GOSI. Skólablaðið 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.