Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 60

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 60
án upphafsstafa ég bý á íslandi og er búinn aö vera hérna í ein nítján ár. og í ein nítján, svo ég viti til, hefur verið rigning. það er búið að rigna og rigna og rigna og rigna. ég hugsa að ég deyi úr blautum og köldum fótum. börnin mín fæðast örugglega með sundfit. en það er nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um. ég ætla nefnilega að segja ykkur frá dálitlu sem kom fyrir mig fyrir nokkr- um árum. en áður en ég geri það vil ég segja ykkur dálítið frá vigga, frænda mínum. viggi, frændi minn, er sjó- maður og er svona sextíu ára að minnsta kosti og bróðir ömmu minn- ar sem ég nenni ekki að tala við af því að hún er svo leiðinleg. að vísu er afi ekkert skemmtilegri en hann er þó heyrnarlaus og þegir þess vegna nema stundum og þá ruglar hann aldeilis og bullar. afi er að norðan og er stór- skrýtinn kall en hann er hættur að vinna og ætlar að eyða ellinni í að þýða alls konar af latínu. það kalla ég að gereyða ellinni en eins og ég sagði er kallinn stórskrýtinn, enda ekki að furða þegar hann er búinn að vera giftur ömmu í tæp fimmtíu ár. það er langur tími að vera giftur henni ömmu en það er samt lítill tími í al- heiminum. hafið þið nokkurn tíma hugsað hve mikill tími hefur liðið frá því að guð eða einhver annar skapaði heiminn? það er alveg fullt af tíma. og reynið að gera ykkur í hugarlund hve mikið af tíma á eftir að líða. það er svo mikill tími að þið getið ekki gert ykkur grein fyrir því. það er nógur tími. það er alltaf nógur tími til alls. en samt er fólk alltaf að eyða tímanum. hvílík firra! en það þýðir ekkert að steyta hnefann út í firru því að það er svo mikið af biluðu fólki í henni versu. við höfum haft hitler og stalín og maó og alls konar og nú höfum við meira að segja moammar gaddafý og hann er nú sérdeilis klikkaður í hæsta gæðaflokki. en ætli hann sé kannski nokkuð klikkaðri en fólk er flest? hann nýtur bara þeirra forréttinda að vera í aðstöðu til þess. ég hugsa það - eða huxa það? en þetta er nú óþarfa- stafsetningarpæling. varla skiptir stafsetning miklu máli. en hún skiptir marga ótrúlega miklu máli. ekki mig. hvers vegna verið er að halda í rétt- ritun skil ég bara ekki. hún er algert rugl, sáralítil lógík. ef til vill er hún bara til þess að fella busana á jólum. en það finnst mér ekki fallega gert þó svo að málstaðurinn sé góður. en það eru svo margir málstaðir góðir og margir sannleikar til í þessum heimi. annars hugsa (huxa?) ég að það sé enginn endanlegur sannleikur til. en hitt veit ég að það er til lygi -og alveg fullt af henni. hér kemur ein en hún er ekkert langt frá því að vera sannleik- ur heldur. eins og ég var búinn að segja kom þetta fyrir mig fyrir nokkr- um árum. fyrir nokkrum árum kom ég í skólann sem þið eruð í. ég hélt að þetta væri voða fínn og merkilegur skóli sem vafalítið er rétt. en ég tók þann skakka pól í hæðina að halda að ég lærði eitthvað, af því að þetta væri skóli. eftir að hafa verið þarna að þjösnast í stafsetningu og jarðfræði og nokkrum fleiri mannskemmandi fög- um komst ég að því að ég kunni „ekki neitt“. ég var búinn að mæta á fullu og læra heima og var með stórfallegar kennaraeinkunnir, sérstaklega í „ekki neinu“. ég var líka með grilljón í mætingareinkunn. síðan voru próf og maður stóðst þau með elegans og kunni „ekki neitt“ upp á hár og tíu fingur. maður hefði líklega átt að vera glaður og ánægður. en ég var ekkert mjög glaður og ánægður. ég hélt ég hlyti að vera orðinn alveg rosalega gáfaður eftir að hafa lært jafn-afskap- lega mikið og ég. samt var ekkert farið að þrengjast um innan veggja kúpu. ég var búinn að læra „ekki neitt“ með ágætiseinkunn. en það er ekki nógu sniðugt að vera með stúdentspróf í „ekki neinu“. mér finnst að það ættu ekki að vera hvítir kollar á stúdentskollunum frá p. eyfeld. mér finnst að þeir ættu að vera úr gagnsæju plasti. ég kann ekki enn- þá að fylla út skattaeyðublaðið mitt. ég kann ekki að rífa pústkerfi undan bíl. ég er búinn að vera í listasögu og alls konar en ég var fyrst um dag- inn að heyra minnst á simon og garfunkel. og ég veit ekki ennþá hverjir þeir voru, nema það að þeir voru tónskáld og ég á að þekkja þá. ég veit hverjir rodgers og hammerstein voru. en það er ekki listasögukennslu að þakka. það eina, sem ég get þegar ég set upp gagnsæja kollinn minn í háskólabíói, er að verða opinber starfsmaður — eða kannske kennari. þið eruð búin að vera í skóla í bráðum fjórtán ár. það er langur tími, líka í alheiminum. hvað kunnið þið? þið kunnið eitthvað í ensku, eitthvað í dönsku, eitthvað í eðlisfræði, eitthvað í stærðfræði, eitthvað í íslensku, eitt- hvað í frönsku eða þýsku, kannske eitthvað i latínu eða spænsku, — eitt- hvað og sitthvað í öllu, eitthvað og sitthvað í „ekki neinu“. þið eruð höfð að fíflum. ekki það að menntun sé ekki nauðsynleg, síður en svo, en þið kunnið alveg ofsalega mikið í „ekki neinu“. þessir skólar, þar sem þið eig- ið að vera að læra hinar frjálsu listir, eru nefnilega ekkert nema dagvistar- heimili fyrir aldraða unglinga. danion. p.s. ef þið hafið lesið þetta allt þá hafið þið kannski lært eitthvað. en ég segi ekki hvað er orsök og hvað er afleiðing. d. 60 Skólablaóið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.