Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 37

Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 37
Þú mundir ekki vilja ganga inn í tíma núna og kenna sögu? „Að kenna sögu! Ja, því þá ekki það, ef ég kynni það sem ég ætti að kenna.“ Nú sagði Guðni eitt sinn að þeir sem færu í eðlisfræði ætluðu sér allir að verða litlir „Einsteinar“ og afleiðingin væri sú að skortur væri á eðlisfræði- kennurum. Ætlaðir þú þér að verða lítill Einstein? „Eins og ég sagði áðan þá var það bara vegna þess að það var þörf fyrir eðlisfræðikennara á þeim tíma.“ Nú er byrjað að kenna eðlisfræði í 5. bekk stærðfræðideildar. Vita menn almennt lítið um fagið þegar þeir byrja? „Nei, í rauninni ekki. Menn hafa lært efnafræði þá í tvö ár og kunna skil á ýmsum hugtokum. En menn virðast almennt búa yfir staðbetri þekkingu í henni nú heldur en fyrir 10-15 ár- um.“ Eru ekki dæmi til þess að menn skilji hvorki upp né niður? Þórarinn hlær með sjálfum sér: „Jú, það er fullt af fyndnum dæm- um um það. Ég get bara ekki sagt frá því, ég þyrfti að leika það líka.“ Nú var afi þinn og alnafni, Þórarinn Guðmundsson, tónskáld. Þú hefur ekki reyntfyrirþér á þvísviði? „Nei, tónlist er organiseraður hávaði.“ Hlustar þú þá alls ekkert á hana? „Ég kemst ekki hjá því - það er táningur á heimilinu.“ En hvað hlustar þú á ótilneyddur? „Elelst hálfklassíska tónlist, jass ofl. Ég set eiginlega sjaldan plötu á fóninn þegar heim kemur en ef ég set einhverja á annað borð, þá gleymi ég alltaf að skipta um hlið.“ Einhver uppáhaldstónlistarmaður eða hljómsveit? „Ja, þeir eru margir en mér dettur í hug Benny Goodman eða Modern Jazz Quartet." Ef við snúum okkur aftur að skól- anum, hvað með ,,móralinn“ á kenn- arastofunni? Er hann góður? „Já, afskaplega góður. Ég hef verið svo heppinn að alls staðar hefur hann verið góður. Alveg afbragðs kenn- arar.“ Þrífast engar klíkur þar? „Nei, enginn kemst upp með það.“ Ætlaðir þú alltafað verða kennari? „Það var alltaf ofarlega á baugi hjá mér en ég ætlaði eiginlega í verk- fræði.“ Hvað finnst þér þú hafa grætt á kenn- arastarfinu? „Grætt, ja, það eru þessir þrír plús- ar, jóla-, páska- og sumarfrí. Maður á alltaf frí þegar gott er að eiga frí. Nú, svo er þetta ekki leiðinlegt og jafnvel stundum skemmtilegt og maður biður ekki eftir því að vinnudagur sé búinn. Það eru forréttindi að vera í starfi, sem manni líkar.“ Þú gætir ekki hugsað þér að taka þér frí í eitt árfrá kennslu ogfara að vinna á skrifstofu? „Nei, ég gæti ekki hugsað mér níu til fimm vinnu.“ Þórarinn hafði tekið upp golfkúlu og snúið henni látlaust í höndunum. Ég spurði því hvort hann spilaði golf. „Nei, þetta er kennslutæki! Ég nota þetta til að skýra út ýmislegt í eðlis- og stjörnufræði.“ Gætir þú hugsað þér að vera stjórn- andi hér í skóla? „Nei, það væri að kaupa sér haus- verk.“ En að lokum, einhver spakmæli? „Ég kann alveg fullt af þeim en ég man ekkert nú! Jón Gunnar Jónsson. ÁBÓT Á VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA Skólablaðið 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.