Skólablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 25
má svo gleyma M.R.-Versló hlaup-
inu en þar var aldrei nein spurning um
yfirburði okkar manna.
Annað ball fyrra misseris var árs-
hátíð Skólafélagsins og er henni rétti-
lega lýst sem stórfljóti sem er að fara
úr klakaböndunum. Hömlulaus í allri
sinni dýrð! Er þó mál manna að eng-
inn hafi slegið betur í gegn en questor
vor, þó honum hafi fylgt fast á hæla
h. u. b. helmingur skólans! Þykir það
bara með þokkalegasta móti.
3. ball vetrarins var svo jólaballið
sem Listafélagið hélt ásamt Versló.
Þótti ballið takast vel utan ansi hreint
kostnaðarsamra skemmdarverka.
T. d. var heilt klósett mölvað svo að
allra huggulegasti vökvi flæddi um
gólf karlasnyrtingar staðarins. Hurð
var brotin, og tvöfalt einangrunargler
í neyðarútgangi var mölvað og hlýtur
sá er þar á hlut að máli að vera sund-
urskorinn ef ekki dauður! Svona
mætti áfram telja og er þetta með
ólíkindum. Öldungis makalaus and-
skoti þetta!
Listafélagið stóð að einum jasstón-
leikum á seinna misseri og voru það
Jassgaukarnir sem spiluðu. „Húsfyllir
var.“
í Iok janúar hélt skólafélagið sitt
fræga bítlaball og var stemmningin
stórkostleg. Allur ágóði af ballinu
rann í Selið okkar sem nú er unnið við
af hinu mesta kappi. Er myndbands-
nefnd búin að vera ein aðal driffjöð-
urin í því máli og á þakkir skilið.
Myndbandsnefnd sá einnig til þess að
sá stórviðburður átti sér stað, að
keypt var sjónvarp til notkunar í fé-
lagslífi skólans. Olli það miklum
breytingum til batnaðar og er byrjun-
arstig í hreint ótrúlegum framförum
sem vel gætu átt sér stað í náinni
framtíð, hvað varðar tæknivæðingu
skólans.
Einir nemendatónleikar voru
haldnir á sal í janúarmánuði og var
þátttaka góð. Kom í ljós að í skólan-
um er mikill fjöldi góðra hljóðfæra-
leikara sem alltof sjaldan láta frá sér
heyra. Annað bókmenntakvöld var
svo haldið í febrúar, eínnig á sal. Var
kvöldið tileinkað skólaskáldum fyrr
og nú, og var Þórarinn Eldjárn gestur
kvöldsins.
Segir þá sögum næst frá árshátíð
Framtíðarinnar. Var skemmtun hald-
in í Gamla bíói um daginn og vakti þá
óneitanlega mesta athygli leikþáttur
eftir einn nemanda skólans, Arnór
Gísla Ólafsson. Ballið var haldið í
Þórskaffi og voru flestir vel við skál.
Ástin blómstraði og voru öll skúma-
skot nýtt til hins ýtrasta, þar sem
menn tóku lífinu létt og fötum var
flett. Og þannig var nú það!
í febrúar var haldið skemmtikvöld í
Cösu á vegum Listafélagsins og er
talið að u. þ. b. 300 manns hafi sótt
skemmtunina. Lesið var upp úr bók-
unum „Kyneðli og kynmök" og
„Hvernig elska á konu“. Meðal les-
ara var Inspector vor og fyrirmynd og
þótti hann bara komast vel frá lestr-
inum. Davíð nokkur Skúlason hafði
þó yfirhöndina, en honum tókst nær
því að næla sér í viðurnefnið „stuna“,
þ. e. Daddi stuna, en slíkir voru leik-
hæfileikar piltsins. Var einnig sýnd
kvikmynd sem tekin var í M.R. fyrir
u. þ. b. 20 árum, sem auk þess að vera
skondin mjög er mjög góð heimild.
Seinni hluti kvöldsins var svo í hönd-
um stuðmannsins Valgeirs Guðjóns-
sonar og hélt hann uppi frábæru stuði
íh. u. b.3tíma_eðatilklukkan01.15.
En nú er mál að linni. Hafa hér
verið til umfjöllunar helstu viðburðir
félagslífsins í vetur en ónefnt er
íþróttaballið, tónleikar með Hinum
íslenska Þursaflokki og vonandi eitt-
hvað fleira. Allt á þetta eftir að gerast
þegar þetta blað fer í prentun, en nú
slæ ég botninn og læt þessu lokið.
Kjarabot til skolanema.
Japis hf. veitir 20% afslátt af öllum
hljómkassetum gegn framvisun skólaskírteina
JAPIS hf
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133
viöurkend gæði um allan heim.
Skólablaðið 25