SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Síða 10

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Síða 10
10 23. janúar 2011 Frétt Morgunblaðsins á fimmtudaginn var, um grun-semdir um njósnir á Alþingi, vakti vitaskuld miklaathygli, ekki síst meðal þingmanna á hinu háa Al-þingi. En hún vakti fleira: Hún vakti reiði meðal fjöl- margra þingmanna sem telja, a.m.k. sumir, að þeir hafi unnið við falskt öryggi í heilt ár. Ég held að flestir sem fylgst hafa með umræðum á Alþingi um málið á fimmtudag, bæði fyrir og eftir hádegi, hljóti að vera sammála þeim þingmönnum sem lýstu yfir furðu sinni á því að hafa ekki verið upplýstir um atvikið þegar það átti sér stað. Mér fundust viðbrögð sumra þingmannanna vera hreint öldungis út í hött. Til dæmis þeirra Marðar Árnasonar og Álf- heiðar Ingadóttur. Í augum Marðar Árnasonar var fréttin augljóslega ekki trú- verðug af því að Agnes Bragadóttir hafði skrifað hana og Álfheiður Inga- dóttir var nú svo frumleg að ráðast bara beint á Morgunblaðið sem væri jú að reyna að aðstoða Banda- ríkjamenn! Ætli Mörður ræfillinn hafi ekki verið vonsvikinn þegar Ásta R. Jóhann- esdóttir, forseti þingsins, staðfesti fréttina í einu og öllu, eftir að hann hafði fúkyrst úr ræðustól og m.a. fyrirskipað þingmanni að „halda munni“ sem síðast þegar ég vissi þýddi það sama og „halda kjafti“. Svo vildi Mörður að for- setinn vítti þingmann sem hafði leyft sér í ræðustól á Alþingi að benda á hin augljósu tengsl á milli eins þingmanns Hreyf- ingarinnar og uppljóstrunarvefsins Wikileaks. Þór Saari staðfesti hér í Morgunblaðinu í gær að Julian Ass- ange, forsprakki Wikileaks, hefði ásamt fleirum verið í hús- næðinu þar sem fartölvan, útbúin til njósna, fannst, þ.e. á fimmtu hæð Austurstrætis 8-10. Á þeirri hæð eru þingmenn Hreyfingarinnar með skrifstofur sínar og tölvan fannst í auðu herbergi sem er ætlað til afnota þegar varaþingmaður Hreyf- ingarinnar er kallaður inn. Var ekki sjálfsagt og eðlilegt að benda á þessi tengsl þótt Birgitta Jónsdóttir, fyrrum stórvinkona Assange, hefði kosið að gera í engu grein fyrir heimsóknum Wikileaks-manna til sín, heldur flutti hún ljóð með leikrænum tilburðum. Halda menn að Wikileaks og forsvarsmenn síðunnar séu einhverjir hvítþvegnir englar? Vita menn það ekki að Julian Assange hlaut dóm í Ástralíu fyrir tölvuinnbrot? Hann er heimsþekktur tölvuhakkari. Það hefði ég haldið að menn vissu almennt og skiptir þá litlu hvað Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir í þeim efnum. Ég er eiginlega steinhissa á því að viðbrögð þingheims alls skuli ekki hafa verið miklu harkalegri en þau voru því vit- anlega er það óþolandi fyrir þá þingmenn sem eru með skrif- stofur sínar í Austurstræti, en það eru allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Hreyfingarinnar, að vita ekki hvort með ólögmætum hætti var brotist inn í tölvur þeirra, tölvupóstur skoðaður og fleira. Bara grunurinn um að slíkt geti hafa gerst er með öllu óþolandi. Ég hefði haldið að þingmenn rykju upp til handa og fóta og krefðust rannsóknar. Í gær kom á daginn að umræddri tölvu var stungið í sam- band á skrifstofu varaþingmannsins hinn 28. desember 2009. Borðtölvan sem var þar áður tengd hafði verið aftengd og far- tölvunni komið í samband. Þetta var sem sé tveimur dögum áður en Alþingi samþykkti lögin um ríkisábyrgð á Icesave en það gerðist hinn 30. desember. Það voru lögin sem forsetinn synjaði svo staðfestingar í ársbyrjun í fyrra. Tölvan var sem sé tengd tölvukerfi Alþingis í rúman mánuð. Það er hægt að fylgjast með mikilli umferð í tölvukerfum á rúmum mánuði. Það er hægt að stela miklu magni gagna á heilum mánuði. Ljóðalestur og njósnir Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Julian AssangeBirgitta Jónsdóttir ’ Það er hægt að fylgjast með mikilli umferð í tölvukerfum á rúm- um mánuði. Það er hægt að stela miklu magni gagna á heil- um mánuði. Alexandra Chernyshova, sópr- ansöngkona frá Úkraínu, hefur búið á Íslandi í sjö ár og er á kafi í tónlist, bæði heima á Hofsósi og annars staðar í Skagafirði. Þessa dagana brunar hún reglulega til Akureyrar á æfingar, fyrir tón- leika sem fara fram um næstu helgi. Hún lýsir síðasta fimmtu- degi. 08.00 Fjölskyldan vaknar. Við eigum tvo syni; Nikolaí Leo er tveggja ára og er á leikskól- anum en Alexander Logi sex ára og er í fyrsta bekk í grunnskól- anum. Hann fer með pabba sín- um enda Jón, maðurinn minn, skólastjóri á Hofsósi. 09.00 Ég legg af stað til Ak- ureyrar. Átta mig á því þegar ég er komin af stað að ég gleymdi að fá mér morgunmat! 10.30 Nú ætti ég að vera komin til Akureyrar enda á æf- ingin að hefjast klukkan 11, en ég þarf að keyra miklu hægar en venjulega því það er svo mikill skafrenningur að ég sé nánast ekki neitt. 11.25 Loksins komin til Ak- ureyrar. Ég var klukkutíma lengur en venjulega á leiðinni. 11.30 Hitti Michael Jón Clark barítón og píanóleikarann Risto Laur í Hofi þar sem Tónlist- arskólinn á Akureyri er nú til húsa og við getum byrjað að æfa. Ég ætlaði að fá mér kaffi fyrir æfingu en hef ekki tíma til þess. 13.00 Fyrsti kaffibolli dags- ins! Það er morgunmaturinn og svo fæ ég mér annan, sem er há- degismatur! 13.10 Æfingin heldur áfram. Ég hlakka mikið til tónleikanna því samstarfsmennirnir eru góðir. Michael hefur búið á Ak- ureyri lengi en aðeins er eitt ár síðan Risto kom frá Eistlandi. Þeir kenna báðir við Tónlistar- skólann. Við ætlum að flytja fræg lög úr söngleikjum í Hofi, ein- söngslög og dúetta. Þetta verða ekki venjulegir tónleikar, við ætlum aðeins að leika líka; það er gott tækifæri til þess á stóru sviði með flottum ljósum. 14.20. Æfingunni lýkur og ég fer að tygja mig aftur heim. 14.30 Kem við í Bakaríinu við brúna og kaupi rosalega flotta köku af því að bóndadag- urinn er á morgun. 14.45 Átta mig á því að veðr- ið er enn slæmt og ég verð ef- laust jafn lengi á leiðinni til baka. Ákveð því að aflýsa æfingu hjá kórnum mínum – stúlknakór Söngskóla Alexöndru – sem átti að hefjast tíu mínútur yfir fjög- ur. Byrja að hringja í stelpurnar til að láta þær vita. Við erum að æfa Óperudrauginn sem við ætl- um að sýna á Sæluvikunni. 16.00 Það er enn mjög dimmt á Öxnadalsheiðinni og nokkrir bílar stopp. Ég tek því smásöngæfingu í bílnum! Bæði til þess að búa mig enn frekar undir tónleikana og svo róar það mig líka niður. Þegar ég er stressuð finnst mér langbest að syngja því þá hugsa ég ekki um að eitthvað slæmt geti gerst. 17.30 Komin heim. Geymi kökuna úti í bíl því ég vil ekki að Jón sjái hana fyrr en á morgun! Það verður gaman að koma hon- um á óvart. Strauja í svolitla stund og leik svo aðeins við strákana mína. 19.00 Við borðum kvöldmat og strax að því loknu fara strák- arnir í bað. Þeir eru stundum svolítið skítugir eftir daginn! 20.30 Nikolaí Leo fer að sofa og ég les fyrir hann á rússnesku eins og alltaf á þessum tíma. Ég tala rússnesku við strákana heima því ég vil að þeir kunni tungumál móður sinnar en við tölum íslensku þegar aðrir eru nálægt. Ég hef fundið það sjálf hve erfitt er að skilja ekki hvað fólk er að tala um. 20.45 Þegar Nikolaí er sofn- aður sitjum við Jón í rólegheit- um með Alexander og lesum saman. Hann er duglegur í skól- anum og vill vera bestur í lestri; það er dálítil keppni í bekknum og hann er duglegur að lesa, bæði á íslensku og rússnesku. Mér finnst mikilvægt fyrir út- lendinga hér á landi að tala ís- lensku og held reyndar að það sé nauðsynlegt til að fólki líði vel og komist almennilega inn í samfélagið. Til þess að fólk verði ekki einmana. Ég er viss um að það opnar margar dyr fyrir út- lendinga ef þeir kunna tungu- málið. Ég er frá Úkraínu og var sjálf tvítyngd því pabbi er rúss- neskur en mamma úkraínsk og heima töluðum við bæði tungu- málin. 21.15 Alexander fer að sofa, ég kíki þá í tölvuna, skrifa nokkra tölvupósta og fer líka á Facebook. Við Jón spjöllum svo saman og höfum það notalegt. 22.00 Ég kíki á nóturnar mínar og hlusta á tónlist eins og svo oft áður. Ég hlusta oft á aðra syngja þau lög sem ég ætla að flytja. Fer svo í stúdíóið heima hjá mér þar sem ég er að taka upp geisladisk. Töluverður tími hefur farið í það undanfarið enda ætla ég að gefa út disk í vor. 01.00 Fer loksins að sofa. Ég er mikil kvöldmanneskja. Hugsa reyndar stundum um það að ég megi alls ekki fara svona seint að sofa því ég þarf að vakna snemma með strákunum – en ég gleymi því núna eins og svo oft áður. skapti@mbl.is Dagur í lífi Alexöndru Chernyshova, sópransöngkonu á Hofsósi Alexandra Chernyshova ásamt sonum sínum, Nikolaí Leo og Alexander Loga á góðri stund heima á Hofsósi. Ljósmynd/Jón Rúnar Hilmarsson Sungið í skafrenningi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.