SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Qupperneq 18
18 23. janúar 2011
Halló manni, taktu mynd af okkurog hafðu skipið með í bak-grunni! Við skulum hætta aðkyssast á meðan.“ Þeir léku sérá ströndinni og í flæðarmálinu,slógust, kysstust og gáfu frá sérvinaleg selahljóð. Það var alveggreinilegt að þeim fannst ekki
leiðinlegt að vera til. Þeir litu af og til upp úr faðmlög-
unum, það var eins og þeir væru að spyrja okkur með
augunum sem voru á stærð við golfkúlur: „Hvað, er tvö
þúsund og sjö hjá ykkur ennþá, þetta er svo flott skip?“
Já, skipið er glæsilegt og margra ára draumur að rætast
– að komast til Suðurskautslandsins, fimmtu stærstu
heimsálfunnar á eftir Afríku, Asíu, Norður- og Suður-
Ameríku. Að standa á ströndinni á Suður-Georgíu-eyju
er eins og að vera á baðströnd á Spáni. Eini munurinn er
sá að allir baðstrandargestir virðast hafa legið á mag-
anum og sólbrunnið sér til óbóta á bakinu.
Suðurheimskautið er 14 milljón ferkílómetrar að stærð
og að 98 prósentum hulið ís sem er að meðaltali einn og
hálfur kílómetri að þykkt.
Ég var í boði Le Cercle Polaire og Michels Rocards,
fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og núverandi
sendiherra pólanna. Le Cercle Polaire eru frönsk samtök
sem Laurent Mayet og Stanislas Potier stýra af röggsemi
og umhyggju fyrir norður- og suðurpólum jarðarinnar.
Það eru engar öfgar í þeirra tali, heldur vilja þeir vekja
fólk til vitundar um þá staðreynd að íshellurnar eru að
bráðna sem gæti valdið jarðarbúum ómældum þján-
ingum í framtíðinni. Sú þróun er þegar hafin. Það eru
margir heimsfrægir heimskautafarar í samtökunum eins
og Ranulph Fines, einnig hefur Albert prins af Mónakó
lagt samtökunum lið með hugleiðingum sínum um pól-
ana ásamt mörgum fleiri málsmetandi mönnum.
Það eru einnig vísindamenn með í ferðinni á vegum Le
Cercle Polaire, þar á meðal Jean Claude Gascard og Neil
Hamilton, sem hafa rannsakað ísbreiður norðurhjarans í
nær 30 ár, einnig Henriette Rasmussen, fyrverandi þing-
maður, einn fárra Grænlendinga sem komið hafa á suð-
urskautið. Þau hafa öll áhyggjur af því sem er að gerast í
loftslagsmálum, vel sést á Grænlandi hvað er að gerast.
Ísbreiðan á norðurhjaranum hefur aldrei bráðnað svona
hratt, mun hraðar en menn reiknuðu með fyrir nokkrum
árum.
Svo eru um borð aðrir vísindamenn sem þekkja til
dýralífs á suðurskautinu og hafa dvalist þar svo mán-
uðum skiptir. Þessir vísindamenn halda fyrirlestra í lok
hvers dags um borð í skipinu. Flestir um borð eru venju-
legir ferðamenn sem vilja sjá þennan heimshluta og
fræðast um það sem er að gerast á pólunum.
Einn vísindamannanna spyr í einum fyrirlestrinum:
„Veit einhver hvað Arktos þýðir?“
Ekkert svar úr salnum.
„Arktos þýðir björn og það voru Grikkir sem gáfu
norðurpólnum það nafn og Antarktos (enginn björn)
fyrir suðurpólinn. Hvernig vissu Grikkir að það voru
birnir á norðurhveli og engir birnir a suðurhveli?“
„Þeir hljóta að að hafa lesið í stjörnurnar á himnum,“
er svarað úr salnum. „Ég sé ekkert í stjörnunum sem seg-
ir að það séu ísbirnir á norðurhveli en ekki á suðurhveli.“
Voru hugsanlega einhverjar samgöngur sem upplýstu
um ísbirni á norðurhjaranum fyrir mörg hundruð árum
og að það væru engir á suðurskautssvæðunum? Það veit í
raun og veru enginn með vissu en orðin Arctic og Ant-
arctic eru komin af þessum orðum Arktos og Antarktos
úr grísku og þýða björn og enginn björn.
Við sigldum að ströndinni á Suður-Georgíu-eyju á leið
á suðurheimskautið og þessir forvitnu og vinalegu
weddel-selir skriðu á land um leið og við og kíktu á okk-
ur. Það var ekki snefill af ótta í okkar garð, þeir nörtuðu
aðeins í úlpuna með vörunum. Það var ekki verið að bíta
með tönnunum, þeir voru svona eins og vinalegir hundar
sem vilja leika sér. Það var hægt að klappa þeim. Það var
engu líkara en þeir hefðu eignast nýja vini. Ég var ekkert
að svekkja þá með því að ég væri ekki einn af ríku körl-
unum frá árinu 2007 á Íslandi.
Við gengum á land og upp á eyjuna, Nikolais Dubreuil
stjórnaði öllu sem gert er í gúmmíbátunum og á landi.
Nikolais er heimskautafari og öryggið uppmálað. Hann
fylgdist með öllum sem komu á land og gaf þeim góð ráð
sem höfðu áhyggjur af því að fara á land. Sumir voru
komnir hátt á níræðisaldur og voru að láta drauma sína
rætast.
Weddel-selirnir á Suður-Georgíu-eyju gefa reyndustu fyrirsætum í mannheimum ekkert eftir. Í baksýn er skipið, Le Boréal.