SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 19

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 19
23. janúar 2011 19 Nikolais og hans menn á gúmmíbátunum sigldu út frá skipinu og könnuðu allt sem gert er áður en fólki var hleypt í land eða kíkt á ísjaka úti á rúmsjó. Allt var vand- lega skoðað með öryggi farþega í fyrirrúmi, það voru ánægðir farþegar sem höfðu stigið á ísjaka úti á reginhafi, sennilega mesta afrek sumra allt sitt líf. Brosið náði eiginlega hringinn á andliti sumra. Það er ekki amalegt fyrir skipafélag að hafa mann eins og Nikolais í sínum röðum. Skipið sem við vorum á, Le Boréal, er fallegt og gott skip. Raunar svo glæsilegt að manni líður eins og árið sé 2007. En það er desember 2010 og Le Boréal er eitt af um 25 skipum sem sigla til Suðurheimskautslandsins. Skip- um sem sigla með farþega sem vilja sjá suðurheimskautið með sínu stórbrotna landslagi og dýralífi – svæði sem er algjörlega einstakt á jörðinni – hefur fækkað um helming frá árinu 2007 enda verða þau að uppfylla strangar kröf- ur. Enginn ætti að sleppa því tækifæri að fara og sjá þennan hluta heimsins, eigi þeir á annað borð einhvern möguleika á því. Le Boréal var að fara í sína fyrstu ferð til suðurskauts- ins en það er í eigu skipafélagsins Compagnie Du Ponant sem hefur höfuðstöðvar í Marseille í Frakklandi. Comp- agnie Du Ponant er með alls konar skemmtiferðaskip og skútur innan sinna raða sem eru á siglingu víða um heimshöfin. Compagnie Du Ponant siglir meðal annars til Íslands og Grænlands á sumrin. Skipstjórinn í ferðinni, Jean Philippe Lemaire, er þaul- reyndur skipstjóri, honum og áhöfn hans er mjög um- hugað um að fólki líði vel um borð og þar er aldrei nein lognmolla. Leiðangursstjóri um borð er Jerome Pierre sem gleður fólk með endalausum bröndurum og skemmtisögum, maður eiginlega veltist um af hlátri í takt við ölduna þegar Jerome talar og gerir grín að sjálf- um sér og öðrum. Farþegar eru stöðugt upplýstir um veðrið á leiðinni og róaðir niður ef ölduhæð eykst, sem getur gerst á þessari leið, sem er um 7.000 km. Framan af ferðinni var gott í sjóinn en síðari hlutinn var erfiðari, stormur og risaháar öldur. Skipstjórinn á Clelia II, sem var rétt á eftir okkur, var í sinni 159. ferð um þessar slóðir en hafði ekki í annan tíma lent í öðru eins veðri. Skoða má myndskeið af sigl- ingu Cleliu II á Youtube. Le Boreal fann ekki mikið fyrir veðrinu, skipið var stöðugt og sjó dælt á milli jafnvægis- tanka þannig að hliðarveltingur var mjög lítill, einungis smástamp þegar stefnið stakkst í ölduna. Hönnun skips- ins er snilldarverk. Ég hálfskammaðist mín, hélt að ég væri að fara í einhverjum ryðdalli. Hafði ekki haft tíma til að kynna mér skipið. Í stormi fyrir aftan okkur á heimleiðinni var skip sem varð fyrir brotsjó, varð vélarvana og rúður brotnuðu. Við fréttum af því þegar við komum í land. Þótt maður haldi að maður sé einn í heiminum á svæðinu þá er það ekki svo. Það eru alltaf einhver skip nálægt ef eitthvað kemur fyrir en þau passa sig á því að vera helst ekki á sama stað á sama tíma, svo það verði ekki of mikil ásókn á svæðin á sama tíma. Skammt frá téðu skipi var skip sem dró það í land. Öll ferðalög taka enda og þvílíkt ferðalag að fara til Suðurskautslandsins. Það gerðist eiginlega óvart, ég hafði misst það út úr mér við strákana hjá Cercle Polaire Mic- hel, Stanislas og Laurent, að mig hefði alltaf langað til tunglsins og á suðurheimskautið þegar þeir spurðu mig hvað ég ætlaði að mynda næst eftir að Grænlandsverk- efnið kláraðist. Þeir gripu það á lofti og spurðu hvort ég vildi ekki bara koma með þeim. „Við erum að fara eftir tvær vikur til suðurskautsins, tunglið verður hins vegar að bíða.“ Ég var ekki að fara neitt og það ætti eiginlega að leggja mann á hæli sem hafnar svona ferð, ég valdi suð- urskautið. Þessari ferð verður ekki lýst með orðum eða myndum, það verður að upplifa umhverfið, hlusta á hljóðin, finna lyktina af einhverju kaldasta og vindasamasta svæði á jörðinni, en þannig er það þegar verst lætur að vetri til. Menn geta verið alveg jafnilla settir á Suðurskautslandinu og á tunglinu. Að bjarga mönnum sem ganga á pólinn getur verið snúið. Á stórum svæðum er ekki hægt að lenda flugvél og á löngum köflum eru veður válynd. Menn verða að bjarga sér sjálfir. En nú er sumar og skipin sigla í einhverja mánuði. Í lok ferðarinnar, eftir 7.000 km siglingu, var tekin hópmynd af áhöfninni við Góðrarvonarhöfða, þar sigldu menn forðum framhjá og stefndu á heimsenda. Enginn vissi hvað var framundan – svæðin voru með öllu óþekkt. Vísindamenn og aðrir farþegar sigla í land á gúmmíbátum. „Heyrðu fóstri, hvaða náungi er þetta að mynda okkur?“ gæti selurinn verið að spyrja. Nikolais Dubreuil (svartklæddur) og vísindamenn á göngu um eyjuna.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.