SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 28

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 28
28 23. janúar 2011 Þessir þættir í Dagsljósi gengu út á að finna hina fullkomnu lausn á offituvand- anum. Við ákváðum að reyna meira og minna flest það sem boðið væri upp á. Við gerðum 36 þætti þennan vetur. Þeir urðu feiknavinsælir, kannski vegna þess að þetta var trúlega fyrsti raunveru- leikaþátturinn í sjónvarpi og ég fyrsti einstaklingurinn sem fylgst var með. Að hluta til var það ágætt en að hluta til erf- itt. Mér gekk reyndar ágætlega að höndla það að verða þekktur. Þar held ég að heiðarleiki skipti máli. Ég tala fremur tæpitungulaust og er ekki í felum með eitt né neitt. En sumpart eingangraðist ég og hætti að fara út að skemmta mér vegna áreitis. Eftir að þáttunum lauk hafði ég umsjón með námskeiðum í World Class þar sem ég leiddi fólk inn á þá braut að geta breytt um lífsstíl. Hér áður voru slík námskeið kölluð fitu- brennslunámskeið, en þau snerust um að breyta vana í lífsstíl. Aðhaldið sem ég veitti öðrum var ekki síst aðhald fyrir sjálfan mig.“ Þarf að snúa dæminu við Þú náðir umtalsverðum árangri í Dags- ljósinu? „Ég náði af mér 53 kílóum á sjö mán- uðum, sem var ekki sniðugt á svo skömmum tíma. Þetta var líkamlega mjög erfitt og bauð líka hættunni heim. Eftir að ég hvarf frá þessu líkamsrækt- arbrölti mínu og hætti námskeiðahaldi byrjaði ég að þyngjast hægt og rólega. Ég er alltof þungur í dag og þarf að létta mig um einhverja tugi kílóa. Ef ég ætla að sjá Af hverju ákvaðstu að koma fram í sjónvarpi og berjast þar við kílóin? „Það gerðist óskaplega hratt. Sumarið 1996 var ég stór og mikill, 170 kíló, og var að vinna við leikmyndagerð. Einn daginn sat ég á milli verka á Kaffibarnum þegar inn kom Marteinn Þórsson, leik- stjóri Roklands, og var að koma af dag- skrárfundi með Dagsljósi þar sem hug- myndin var að vera með fimm mínútna innslag einu sinni í viku um heilbrigði og hreysti. Menn vildu fá til leiks ein- stakling sem væri þekktur í íþróttum og nokkrir voru nefndir til leiks. Matti vildi fara aðra leið og ég tók þátt í umræðunni með honum. Við köstuðum á milli okkar hugmynd um að finna einstakling sem kæmist nálægt því að vera sjálfum sér og öðrum hættulegur með lífsstíl sínum; drykki, reykti, borðaði sætindi og væri í sérsaumuðum fötum af því hann gæti hvergi verslað. Okkur þótti þetta óskap- lega fyndið þar til Matti benti á mig og sagði að ég væri kannski heppilegur kandídat. Ég varð svolítið fúll og talaði ekki við hann í einhvern tíma. En Dags- ljós ákvað að fara af stað og eftir viku umhugsunarfrest ákvað ég að slá til því ég var orðinn illa haldinn líkamlega vegna offitu. Það að vera svona mikill um sig er viss martröð. Ég gat ekki keypt mér föt í búðum hér á landi. Ég gekk í sérsaumuðum fötum úr frönskum gard- ínum frá Fríðu frænku. Ég var í leik- myndabransanum og þekkti bún- ingahönnuði þannig að þar átti ég auðvelt með að fá sérsaumuð föt. Ég fór líka til London og keypti föt þar. kannski í búningum frá stríðsárunum, í aðalréttinum klætt eins og það væri í safarí í Afríku og í eftirréttinum klætt samkvæmt bollywood-formúlu. Menn fóru fram úr sér og ég er ekkert að gagnrýna það, það fylgir uppsveiflu að menn tapa sér og gildi breytast. Nú er allt orðið hógværara og eðlilegra. Það var gott að menn skyldu finna aftur hin góðu og gömlu gildi. Í kreppunni fór ung- mennafélagsandinn að svífa yfir vötnum og í staðinn fyrir að kalla til þjóðþekkta einstaklinga sem skemmtanastjóra þá var einstaklingurinn fundinn innan fyr- irtækisins.“ Í fötum úr frönskum gardínum Þú varðst landsfrægur þegar þú komst fram í sjónvarpi þar sem fylgst var með þér grennast. Byrjaði barátta þín við offitu strax þegar þú varst barn? „Ég var þrekinn sem barn en ekki feit- ur, hafði vaxtarlag Sigga afa míns og fékk hvorki meira né minna að borða en bræður mínir. Ég sótti mér það sem ég þurfti. Ég átti vin sem bjó hjá ömmu sinni. Þegar amman dó uppgötvaði ég að ég hafði verið meiri vinur hennar en nokkurn tíma hans. Ég sat oft með henni og át frá henni smákökurnar sem hún bakaði ofan í mig. Í kringum tvítugt byrjaði ég að fitna að ráði. Það er erfitt að segja til um hvað olli því. Einhver vanlíðan hlýtur það að vera. Ég hef alltaf sagt að ef ég væri ekki matarfíkill væri ég annars konar fíkill, kannski alkóhólisti. Ég er með fíkilselementið í mér og leitaði bæði gleði og huggunar í mat.“ Guðjón Sigmundsson varðþjóðþekktur þegar hann komfram í Dagsljósþætti Rík-issjónvarpsins árið 1996 þar sem hann fór í heilsuátatak til að grenn- ast. Hann hefur þyngstur verið 170 kíló en var 161 kíló þegar hann byrjaði í sjón- varpinu. Guðjón, sem sjónvarpsáhorf- endur þekkja undir nafninu Gaui litli, er eigandi fyrirtækisins Ísípísý Productions sem sinnir verkefnastjórnun við fram- leiðslu hvers kyns efnis fyrir fjölmiðla. Hann rekur einnig stórt og myndarlegt félagsheimili, Hlaðir á Hvalfjarðarströnd, þar sem hann skapar umgjörð fyrir alls konar uppákomur og veislur. „Ég hef verið að lagfæra þetta félagsheimili og gera það vistlegt, auk þess hef ég verið að koma upp menningartengdri starf- semi og hjá mér æfir leikfélagið Sunnan Skarðsheiðar og þar eru haldnar mynd- listarsýningar,“ segir Guðjón. „Hval- fjörðurinn á mikla sögu og ein af þeim er hernámið og ég er þessa dagana að setja upp hernámssetur á Hlöðum.“ Hann segir að mikill munur sé á því að reka veitingaþjónustu á krepputímum og á uppgangstímunum. „Ég sá um stór- veislur úti um allan bæ þegar menn voru í uppsveifluvímu og kepptust við að toppa hver annan. Á þessum tíma var ýmislegt orðið brenglað og veruleika- firrt. Menn voru að flytja inn ljónsmakka og krókódílaskanka til að setja á matseð- ilinn og skiptu kannski þrisvar um þema í sömu veislunni. Þá var þjónustuliðið og starfsliðið dressað þrisvar sinnum upp. Þegar það bar fram forréttinn var það Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Stöðug glíma við sjálfan sig Gaui litli, sem vakti á sínum tíma þjóðarathygli í sjónvarpi þegar hann fór í heilsuátak, rekur í dag fyrirtæki og félagsheimili. Hann segist ein- beita sér að því að vinna í sjálfum sér. Í viðtali ræðir hann um offitu, tímann í sjónvarpi, fjöl- skyldu og klausturvist.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.