SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 35
23. janúar 2011 35 Það getur verið yfirþyrmandi tilfinning að ganga inn í vínbúð með óljósarhugmyndir um það hverju verið er að leita að. Kannski ekki nema vonað margir velji bara að lokum eitthvert vín með fallegum, litríkummiða. Í hillum stærstu vínbúðanna er að finna mörg hundruð tegundir af vínum frá öllum heimshornum þar sem ægir saman framandi nöfnum þrúgutegunda og víngerðarsvæða. Er Cabernet Sauvignon frá Colchagua í Chile kannski málið eða væri Pinot Noir frá Marlborough á Nýja-Sjálandi líklegra til að vekja lukku? Auðvitað er hægt að fækka valkostunum mjög hratt. Til að mynda eru flestir að leita að víni á einhverju tilteknu verðbili. Má það kosta allt að 1500 krónur? 2000 krónur? 3000 krónur? Vín frá víngerðarsvæðum „Nýja heimsins“, það er landa á borð við Ástralíu, Suður-Afríku, Argentínu og Chile hafa notið mikillar hylli meðal neytenda á síð- ustu árum, ekki síst vegna þess að þau eru yfirleitt örugg kaup og gefa mikið fyrir peninginn. Algengustu rauðvínin frá þessum löndum eru framleidd úr þrúgunum Caber- net Sauvignon, Merlot og Syrah/Shiraz. Algengustu hvítvínin eru gerð úr þrúg- unum Chardonnay og Sauvignon Blanc. Verið svolítið djörf. Prófið ykkur áfram og finnið út hvað ykkur líkar. Ef ykkur líkar við vín úr þrúgunni Cabernet Sauvignon frá Chile er mjög líklegt að Caber- net frá Kaliforníu muni ekki síður falla í kramið. Það er líka hægt að reyna að finna framleiðanda sem manni líkar. Ef Cabernet-vínið frá einhverju vínhúsi í Chile eða Ástralíu er að ykkar skapi er líklegt að önnur vín frá sama framleiðanda séu í svipuðum stíl. Varið ykkur hins vegar á að festast í einhverju ákveðnu fari þó svo að þið hafið fundið vín sem ykkur finnst gott og ekki festa ykkur um of við eina þrúgu eða framleiðanda. Reynið þrúgur sem eru ekki í hópi þeirra algengustu, t.d. Malbec frá Argentínu, Pinot Noir frá Nýja-Sjálandi eða Pinotage frá Suður-Afríku. Pælið líka aðeins í svæðunum. Casablanca í Chile er frábært hvítvínssvæði. Colchagua er mjög gott rauðvínssvæði. Barossa í Ástralíu er Shiraz-svæði og Napa í Kali- forníu er Cabernet-svæði. Og ekki gleyma Evrópu. Þaðan koma nefnilega bestu matarvínin. Þau eru oft sýrumeiri og ekki eins mjúk og þau frá heitari svæðum í Nýja heiminum en það er mikill kostur þegar kemur að því að para vínið við mat. Það er fátt sem passar betur við nautasteik en gott Rioja-vín frá Spáni, nema ef vera skyldi vandað Bor- deaux-vín frá Frakklandi. Hvítu Alsace-vínin passa með flestum mat og fá vín eru eins matvæn og þau ítölsku, ekki síst vínin frá Veneto og Toskana. Hér eru svo nokkrar einfaldar þumalputtareglur: Nautakjöt/lambakjöt: Cabernet frá Nýja heiminum, Bordeaux, Rioja og Chianti Classico. Mild villibráð: Pinot Noir, Bourgogne, Bordeaux, Toskana Vel hangin villibráð: Ástralskur Shiraz, góð vín frá Rhone, Amarone. Fiskur (magur): Sauvignon Blanc, Sancerre, Riesling frá Alsace, óeikaður Chardonnay, Chablis. Fiskur (feitur eða með þungri sósu) og humar: Eikaður Chardonnay, Chablis Premier Cru, Pinot Gris frá Alsace. Næst: Skipta árgangar máli? Hvernig á ég að velja vínið? Vín 101 Steingrímur Sigurgeirsson Freistandi er að velja vín með fallegum miða. Morgunblaðið/Heiddi Beðið eftir niðurstöðunum Bernhard gerir ráð fyrir að stýra rann- sóknarmiðstöðinni í hálfu starfi á móti starfi sínu í San Diego, en deild hans við háskólann þar er talin númer eitt í heim- inum á þessu sviði. „Það er líklega ástæð- an fyrir því að ég er beðinn um að taka þetta að mér. Mitt hlutverk við rann- sóknarmiðstöðina verður fyrst og fremst leiðtogahlutverk – að móta stefnuna og tryggja nauðsynleg tengsl en ekki að sjá um daglegan rekstur eða eitthvað slíkt. Við gerum ráð fyrir að ráða fimm til tíu manns til að reka setrið svo ég þarf ekkert að sjá um slíkt.“ Starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar mun beinast að tveimur aðalmarkmiðum að hans sögn. „Annars vegar að rannsaka hvað hægt er að framleiða margar teg- undir af mismunandi sameindum á þenn- an hátt og hins vegar að hraða efnaskipt- unum í þessum bakteríum. Hingað til hefur það tekið mjög langan tíma og kostað óhemju fé, svo tafir hafa orðið á því að koma afurðum á markað og þró- unarferillinn hefur verið rándýr. Okkar markmið er að þróa með vísindalegum hætti alla tækni, reiknilíkön og fleira sem gæti flýtt þessu framleiðsluferli. Það minnkar aftur áhættuna fyrir stórfyr- irtæki og auðveldar þeim að fara í fram- kvæmdir og fjárfestingar í slíkri fram- leiðslu.“ Bernhard segist enda finna fyrir mikl- um áhuga fyrirtækja á þessum rann- sóknum. „Það eru ekki bara fyrirtæki sem maður hefði haldið fyrirfram að hefðu áhuga og hægt er að tengja við efnaiðnað, eins og líftæknifyrirtæki. T.a.m. hafa fyr- irtæki sem framleiða rafeindavörur mik- inn áhuga á þessu.“ Það er því víða beðið eftir niðurstöðum Bernhards og félaga hans hjá The Novo Nordisk Foundation Center for Biosustainability. „Já, það verður fylgst vel með okkar rannsóknum,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Bernhard Pálsson er í góðum tengslum við Háskóla Íslands. Hér er hann með erindi þar. ’ Ég er sjálfur stofnandi að fyrirtæki sem heitir Genomatica en það framleiðir lífræna útgáfu af efninu BDO, sem er m.a. notað í spandex, hlaupaskó og ég held t.d. að næstum því 50% af öllu plastefni í bílum séu búin til úr þessu efni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.