SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Síða 36

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Síða 36
36 23. janúar 2011 Starfsmönnum B&L og IngvarsHelgasonar brá í brún þegar þeirkomu af starfsmannafundi upp úrhádeginu síðastliðinn laugardag og við þeim tók Friðrik V (ekki kóng- urinn, heldur matreiðslumeistarinn) og harðsnúið lið á hans vegum og upplýsti að nú þyrftu menn að láta hendur standa fram úr ermum – gera þyrfti fyrir starfs- menn og maka þeirra tvö hundruð manna veislu fyrir kvöldið. Starfsmennirnir vissu að eitthvað stóð til þennan dag en mikil leynd hvíldi yfir áformunum. Sumir veðj- uðu á úlpur vegna óvissuferðar en enginn á gömlu góðu svuntuna. „Ég hef gert svona veislur áður en aldrei fyrir fleiri en fimmtán til tuttugu starfs- menn, auk maka,“ segir Friðrik V. „Satt best að segja leist mér ekkert á þetta til að byrja með en lét tilleiðast. Til að gera langa sögu stutta var þetta mjög skemmtilegt og gekk vonum framar.“ Undir það taka Loftur Ágústsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, og Dagur Jónasson sölustjóri, sem báru hitann og þungann af uppátækinu af hálfu starfs- manna. „Þetta var afskaplega vel heppn- að. Hefði ekki getað gengið betur,“ segja þeir. Starfsmönnum – 115 manns – var skipt upp í fjóra hópa og fengu þeir allir sitt verkefni. Hópur 1 eldaði fyrir kvöldið undir stjórn Friðriks. Hópur 2 lagði á borð og allt tilheyrandi í kringum það undir stjórn Jónasar Karlssonar þjóns og bróður Friðriks V. Hópur 3 bjó til skemmtiatriði og annaðist veislustjórn undir stjórn Atla Þórs Albertssonar leikara og hópur 4 sá um að ná í borð, stóla, borðbúnað, rýma húsnæðið og gera það veisluhæft. Þeim hópi stýrði Arnrún Magnúsdóttir, eig- inkona Friðriks. Valið var í hópana „vís- indalega af handahófi“. „Við vildum hafa þverskurðinn af fyrirtækinu í hverjum hópi,“ upplýsir Loftur. Friðrik lagði áherslu á, að gera allt frá grunni á laugardeginum. Ekki var búið í haginn. Arnrún segir stjórnendur hafa byrjað á því að þarfagreina til að glöggva sig á styrk hvers og eins liðsmanns. Ábyrgðinni var dreift og hópunum skipt upp í smærri hópa. Í eldhúsinu fóru sumir í að búa til forrétt, aðrir aðalrétt og enn aðrir eftirrétt. Tíminn var naumur og mikilvægt að halda vel á spöðunum. Loft- ur og Dagur segja Friðrik hafa stjórnað mannskapnum eins og herforingi og verið ófeiminn við að brýna raustina – þyrfti þess með. Matreiðslumeistarinn hlær að þessu innleggi. „Þetta er eins og á fót- boltavellinum. Einhver þarf að stjórna lið- inu meðan á leik stendur en á eftir eru allir vinir,“ segir hann. Það kom Lofti og Degi þægilega á óvart hversu vel fólk brást við uppátækinu. „Í svona stórum hópi má alltaf búast við því að einhver vilji ekki taka þátt í svona óvæntum uppákomum en það var ekkert Hópar að störfum. Hópur 1 átti að sjá um veislustjórn og skemmtiatriði og því var ekki seinna vænna að hefjast handa að semja söngtexta og leiki fyrir kvöldið. F.v. Þór Marteins- son deildarstjóri varahlutum, Agnar Sæmundsson standsetningu, Ingvi Þór Sigurðsson standsetningu, Albert Snorrason móttökustjóri og Magnús Halldórsson bókhaldsdeild. Starfsmenn B&L og Ingvars Helgasonar hf. gerðu glæsilega veislu fyrir sig og maka sína í eigin húsakynnum um liðna helgi undir stjórn Friðrik V matreiðslumeistara. Það gerir framtakið enn merkilegra að menn höfðu ekki hugmynd um hvað stóð til þegar þeir mættu á staðinn. Ljósmyndir: Skúli K. Skúlason Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Eftirvænting í loftinu. Starfsfólk vissi ekkert hvað til stóð eftir að starfsmannafundinum lauk og allir hittust í mötuneyti B&L og Ingvars Helgasonar. Þarna var klukkan að ganga tvö og loks byrjað að tilkynna hvað stóð til og hverjir áttu að gera hvað. Skemmtinefndin lét ekki sitt eftir liggja og tróð upp á milli atriða með gamansögur og frum- samda söngtexta. F.v. Þór Marteinsson deildarstjóri varahluta, Ingvi Þór Sigurðsson stand- setningu, Heiðar Sveinsson framkvæmdastjóri þjónustudeildar, Magnús Halldórsson bók- haldi og Albert Snorrason móttökustjóri verkstæðismóttöku. Starfsmannafundur B&L og Ingvars Helgasonar hf. að morgni laugardags. F.v. Heiðar Sveinsson framkvæmdastjóri þjónustudeildar, Haukur Antonsson tolladeild, Steingrímur Gautur Pétursson yfirmaður tölvudeildar, Rúnar H. Bridde sölustjóri, Haukur Ófeigsson verk- stjóri verkstæði, Skúli Sigurðsson yfirmaður ábyrgðadeildar, Bjarni Ólafsson sölumaður og Gunnar Hólm Ragnarsson sölumaður. Góða veislu gjöra skal Friðrik V meistarakokkur leggur línurnar fyrir Sushi-forréttinn. F.v. Friðrik V, Magnús Þór Sig- mundsson réttingaverkstæði og Bjarni Þ. Sigurðsson sölustjóri. Matur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.