SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 37
23. janúar 2011 37 svoleiðis. Allir sem einn sinntu sínum skyldum með glöðu geði,“ segir Loftur og Friðrik og Arnrún bæta við að starfsmenn B&L og IH séu greinilega samstilltur og vel skipulagður hópur. „Þetta var algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Arnrún. Að veislu lokinni voru starfsmenn hvergi nærri hólpnir. Taka þurfti af borð- um og breyta veislusalnum aftur í bílasölu. Á þeim tímapunkti hefði múður ekki komið Degi og Lofti í opna skjöldu en það var öðru nær. Hver einasti maður gekk þegjandi og hljóðalaust til sinna verka. Um miðnætti voru engin ummerki um veislu í húsinu. Geri aðrir betur! B&L og IH eru í grunninn þrjú fyrirtæki, B&L, IH og Bílaland, og fyrir vikið koma starfsmenn úr þremur áttum. Eins og al- kunna er hafa tvö undanfarin ár verið erf- ið í faginu og hafi einhvern tíma verið þörf á hópefli er það nú. Dagur og Loftur eru á einu máli um að þetta uppátæki hafi gert fólki gott. „Eftir þetta er enginn vafi á því að við vinnum öll hjá sama fyrirtækinu.“ Súkkulaðiterta og ís að hætti Friðriks V unnið af starfsfólki. Lambasteikin komin á veisluborðið. Mmm ... Lambið komið úr ofninum. Þjónahópurinn býður og allt á fullu við að færa réttinn upp á disk. F.v. Ingvar Baldursson kokkanemi, Gunnar E.H. Guðmundsson varahlutaverslun, Hermann Hall- dórsson tæknimaður á verkstæði og Kristján Guðmundsson verkstjóri á verkstæði. Það var mikið álag á þjónustuhópnum allt kvöldið en þar sem starfsandinn var góður var létt yfir mannskapnum. F.v. Símon Ólafsson tæknimaður verkstæði, Árni Freyr Einarsson sölumaður Bílalandi og Bosko Repić verkstæði. Glæsilegt veisluborð dekkað upp fyrir þrjá rétti með sérhönnuðum matseðlum og tilheyrandi. Lambahryggurinn gljáður af mikilli kúnst. Yfirmanni tölvudeildar er greinilega fleira til lista lagt en að vinna við tölvur. F.v. Magnús Már Guðmundsson þjónustuveri, Lilja Gunnarsdóttir maki og Stein- grímur Gautur Pétursson yfirmaður tölvudeildar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.