SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 42
42 23. janúar 2011
Öllum er ljóst að samfélag okk-ar, sem og þau sem við höfummest saman að sælda við,breytast ört. Það veldur því
að við þörfnumst sífellt nýrra orða til að
gera okkur jarðvistina léttbærari og skilj-
anlegri. Ný orð yfir ný fyrirbæri gera okk-
ur kleift að vera virk í þessum nútíma sem
þó staldrar svo stutt við áður en sá næsti
birtist.
Í því augnamiði smíðum við nýyrði
mörg, lögum erlend orð að íslensku beyg-
ingar- og hljóðkerfi og tökum gömul ís-
lensk orð, sem misst hafa af hraðlestinni,
orðið eins konar strandaglópar eins og
orðið skjár svo dæmi sé nefnt. Mörg
hinna nýju orða verða gildir þegnar mál-
samfélagsins, önnur týnast brátt; verða
undir í samkeppninni.
Fylgifiskur alls þessa er náttúrlega sá að
sum gömul og gegn orð glatast með öllu
eða verða svo fágæt í munni manna og
skrifum að þeir sem þau nota teljast til
sérvitringa, eins konar fornmanna sem
neita að hlýða kalli tímans.
Þessi orð verða úti og rata ekki til hinna
nýju byggða af því að þeirra virðist engin
þörf lengur. Þau verða samferða í útlegð-
ina gömlum atvinnuháttum og verk-
menningu sem gengin er sér til húðar.
Þannig er það staðreynd að allsendis
væri ómögulegt að kenna börnum vorum
og unglingum ljóðið um Bjössa á mjólk-
urbílnum án þess að því fylgdu nákvæmar
orðskýringar. Þannig stendur í Íslensku
orðabókinni:
„Brúsapallur: pallur á mótum þjóðvegar
og heimreiðar að býli þar sem mjólk-
urbrúsar eru settir fyrir mjólkurbílinn.“
Það vekur athygli að sögnin, sem fylgir
skýringunni, er í nútíð (eru). Nú er tími
brúsapallanna liðinn og líklega væri rétt-
ara að nota þátíðina (voru).
Brotthvarf brúsapallanna úr íslensku
þjóðlífi var fyrir nokkrum árum tilefni
þessarar vísu manns sem virðist sakna
ákaft horfins tíma:
Öðruvísi allt í gær;
aldni tíminn fallinn.
Okkar bíður engin mær
við engan brúsapallinn.
Brúsapallurinn horfni er einungis eitt
dæmi ótal margra um orð sem látið hafa í
minni pokann fyrir þessu óttalega
skrímsli sem við köllum þróun, jafnvel
framfarir, og engu eirir.
Stundum gerist það og að orð sem not-
uð hafa verið í áratugi, jafnvel aldir, um
fyrirbæri sem enn eru í fullu gildi í sam-
félaginu, verða að víkja, gjarna vegna er-
lendra áhrifa. Að sumum þessara orða
þykir mér mikil eftirsjá.
Ég nefni hin fallegu orð skólasystkini,
skólabróðir og skólasystir. Mér finnst
sem í þessum orðum felist einhver náin
tengsl og væntumþykja; við tengjumst
nánum böndum, erum eins konar fjöl-
skylda.
Nú eru komin ný orð yfir þetta, ferlega
ljót, nánast afstyrmi að því er mér finnst:
samnemendur eða samstúdentar. Að
baki þessara nýmyndana liggur enska
orðið fellow student. Hvernig væri að
snúa þessari þróun við og hverfa til for-
tíðar; stundum er það býsna vænlegt eins
og í þessu tilviki.
Í gamla daga sungum við sem vorum í
KFUM fullum hálsi „Fús við Jesús fylgjum
þér“ og öllum þótti gott. Lýsingarorðið
fús var öllum skiljanlegt og ætti svo að
vera enn. Nú ber hins vegar mjög á því að
menn forðast þetta gamla og góða orð. Í
stað þess er komið annað orð, einnig
gamalt og gott, en hefur nú breytt um
merkingu, eða kannski fært út landamæri
sín. Það er orðið viljugur.
Þegar ég var að vaxa úr grasi var orðið
viljugur haft um hesta þá sem réðu lítt við
fjör sitt og kapp (og voru ungum, óvön-
um knöpum stórhættulegir). Önnur
merking sneri að börnum og unglingum
sem þóttu kná til vinnu og ólöt. „Hann
Jói er ákaflega viljugur til verka.“
Nú sjáum við og heyrum setningu sem
þessa: „Hann Jói reyndist viljugur að fara
í heimsókn til samnemanda síns.“ Þannig
hefðum við krakkarnir í KFUM verið vilj-
ug að fylgja Jesú en ekki fús. Hér hafa
menn án vafa fallið flatir fyrir enska orð-
inu willing, algerlega að tilefnislausu;
engin þörf var á þessari nýju merkingu
lýsingarorðsins viljugur.
Þetta eru einungis fá dæmi um þróun
tungumálsins. Þegar betur er að gáð má
glöggt sjá að þar er fátt heilagt. Sumt
virðist vart umflúið. Annað vekur spurn-
ingar. Fórum við e.t.v. of hratt? Var það
sem nýtt kom kannski ekki betra – jafn-
vel verra?
Kennari, hvað
er brúsapallur?
’
Nú eru komin ný orð
yfir þetta, ferlega ljót,
nánast afstyrmi að
því er mér finnst: samnem-
endur eða samstúdentar.
Málið
El
ín
Es
th
er
Þú meinar
samafkvæmi?
Er þetta
systir þín?
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Ljósmyndasýningin Innviðir meðmyndum Orra Jónssonar verðuropnuð í dag, laugardag, á Ljós-myndasafni Reykjavíkur. Orri
hefur á síðustu árum heimsótt eyðibýli
víðsvegar um landið og eru myndirnar
teknar á árunum 1999-2010. Eyðibýli
hafa löngum heillað fólk á ferð um landið
og hafa oft verið mynduð í samtali við
náttúruna en Orri gengur skrefi lengra,
fer inn í býlin eins og nafn sýningarinnar
endurspeglar.
Orri tekur myndir sínar á stór filmu-
blöð, 4x5 tommur, með belgmyndavél á
þrífæti og notast eingöngu við þá lýsingu
sem er til staðar hverju sinni.
„Ég er feginn að hafa náð að læra
ljósmyndun á meðan hún var nærri ein-
göngu „analog“. Ég held ég hefði ekkert
endilega farið út í ljósmyndun ef ég hefði
fæðst tíu eða fimmtán árum seinna,“ segir
ljósmyndarinn, sem stundaði nám í ljós-
myndun við School of Visual Arts í New
York og lauk þaðan BFA-gráðu árið 1996.
Efniviður sem var að hverfa
Verkefnið byrjaði ekki út frá hugmynda-
vinnu heldur segist hann „bara mynda“.
„Ég datt inn í þetta meira óvart en hitt og
komst að því að það var enginn að gera
þetta. Ég var búinn að mynda inni í eyði-
býlum í eitt, tvö ár, ætlaði þá að sækja
sum heim á ný til að gera eitthvað betur
og þá var býlið kannski horfið. Smám
saman rann það upp fyrir mér að þetta
væri efniviður sem væri til staðar núna,
efniðviður sem væri að hverfa fyrir fram-
an mann. Ég ákvað að halda mér við efnið
og svo hlóðust myndirnar upp,“ segir
Orri, sem hefur áður sýnt brot af eyði-
býlamyndum sínum, bæði hér á landi og
erlendis. Sýningin nú er fyrsta heildar-
sýning myndanna og markar vissan
endapunkt verkefnisins en Orri hefur
ferðast um landið allt til að mynda.
Myndirnar vekja sterkar tilfinningar
um liðna tíma, horfið fólk og hvað það var
að fást við og hugleiðingar um af hverju
bæirnir hafi verið yfirgefnir. Orri segist
aðeins hafa tekið myndirnar en ekki
kynnt sér söguna sérstaklega. „Mér finnst
sterkara og skemmtilegra að skilja þetta
eftir opið. Það er hægt að pæla í því enda-
laust án þess að komast að neinni niður-
stöðu. Sum húsin eru alveg tóm, búið að
taka allt úr þeim á meðan önnur eru enn
með bollastellin í skápunum.“
Liturinn dreifist um herbergið
Hann segir að greinilega hafi ekki verið
komið í tísku að mála allt hvítt á þessum
tíma. „Það voru litir í þessum húsum og
oft sterkir. Ég tók fljótlega eftir því að
myndirnar voru í heildina til dæmis bláar
eða grænar allt eftir tóninum í herberg-
inu. Þegar litirnir dofna og veðrast með
tímanum er eins og
ríkjandi liturinn í
hverju herbergi
fljóti yfir allt rým-
ið.“
Hann viður-
kennir að sterk til-
finningaleg upp-
lifun fylgi því að
vera í húsunum og
segir hana mis-
munandi hverju
sinni. „Stundum labbar maður inn, finnst
allt rosa notalegt og mann langar að taka
af sér og leggjast í sófann. Á öðrum stöð-
um stend ég mig að því af einhverjum
sökum að vera alltaf að líta um öxl og at-
huga hvort einhver sé þarna. Upplifunin
er alltaf mjög sterk,“ segir hann.
Orri dvelur dágóða stund í hverju húsi.
„Það tekur tíma að stilla upp fyrir hverja
mynd. Þú ert í raun búinn að taka mynd-
ina þegar þú smellir af. Þetta er tímafrekt.
Ég er yfirleitt fjóra til fimm tíma á hverj-
um stað í hvert skipti og tek þá kannski
átta til tíu myndir. Ég tek oftast bara eina
mynd af hverju mótívi en einstaka sinn-
um tvær,“ útskýrir hann.
Sú spurning vaknar hvort hann þurfi
ekki að fara varlega í þessum gömlu hús-
um. Hann svarar því játandi og tekur
dæmi. „Ég var að mynda í gömlum torfbæ
í sumar og þurfti að passa mig að stikla á
gólfinu yfir burðarbitunum þegar ég fór
upp á aðra hæðina. Hann hangir greini-
lega uppi á vananum einum saman og
bara tímaspursmál hvenær hann hrynur.“
Seiðandi
eyðibýli
Orri Jónsson er feginn að hafa lært ljósmyndun
áður en stafræna tæknin tók völdin. Vopnaður
belgmyndavél hefur hann dvalið í eyðibýlum um
allt land og er afraksturinn, sannkallaður töfra-
heimur, til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Uppstillingin tekur tíma. Orri er í raun búinn
að taka myndina þegar hann smellir af. Hann
dvelur fjóra til fimm tíma á hverjum stað í
hvert skipti og tekur þá átta til tíu myndir.
Lesbók
Orri Jónsson