SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 44

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 44
44 23. janúar 2011 þú sagðir að það væri tóm vitleysa að leita að hamingjunni ég rakst nú samt á hana áðan þegar kristín litla dró bláa sjalið mitt undan sófanum og sagðist vilja vera kona, eins og ég, hún kom upp í hendurnar á mér í gær á jafn ólíkindalegum stað og í óhreina tauinu þar sat hún óskammfeilin á hvíta kjólnum mínum sem golan flækti um fætur mér á grískri strönd, og í fyrradag skaut henni upp alveg óvænt þegar gömlu stígvélin mín ultu niður úr hillunni í geymslunni þakin storknaðri moldinni sem við óðum gljúpa og frjósama í sveitinni í fyrra blátt sjal, hvítur kjóll og stígvél, og ég er ferðbúin á vit hennar á morgun 2007 hamingjan Bergþóra Jónsdóttir 1958-2011 Eymundsson 1 Ég man þig – Yrsa Sigurð- ardóttir 2 Svar við bréfi Helgu – Berg- sveinn Birgisson 3 Utangarðsbörn – kilja – Krist- ina Ohlsson 4 Almanak Háskóla Íslands – Þorsteinn Sæmundsson 5 Furðustrandir – Arnaldur Indriðason 6 Saumahandbókin – Fríður Ólafsdóttir ritstjóri 7 Konur eiga orðið 2011 – Ýmsir 8 Prjónaklúbburinn – kilja – Kate Jacobs 9 Candida-sveppasýking – Guðrún G. Bergmann 10 Hreinsun – Sofi Oksanen The New York Times 1 The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest – Stieg Larsson 2 What the Night Knows – Dean Koontz 3 Dead or Alive – Tom Clancy með Grant Blackwood 4 The Confession – John Gris- ham 5 The Help – Kathryn Stockett 6 The Outlaes – W.E.B. Griffin og William E. Butterworth IV 7 Freedom – Jonathan Franzen 8 Cross Fire – James Patter- son 9 Three Seconds – Anders Roslund og Borge Hellstrom 10 Secrets to the Grave – Tami Hoag Waterstone’s 1 The Classic FM Hall of Fame – Darren Henley, Sam Jack- son, Tim Lihoreau 2 The Return: Midnight – Vamp- ire Diaries v. 7 – L.J. Smith 3 A Dance with Dragons: Book 5 of a Song of Ice and Fire – George R.R. Martin 4 Prospero Burns: The Wolves Unleashed – The Horus Her- esy No. 15 – Dan Abnett 5 Sail – James Patterson 6 Bloodlust – Vampire Diaries: Stefan’s Diaries v. 2 – L.J. Smith 7 The Twilight Saga: The Offici- al Illustrated Guide – Steph- enie Meyer 8 Room – Emma Donoghue 9 One Day – David Nicholls 10 A Week in December – Seb- astian Faulks Bóksölulistar Lesbókbækur Þegar skautað er yfir sögu heimsins und-anfarin fimm hundruð ár er ekki annaðhægt en að velta því fyrir sér hvað hafivaldið því að Evrópubúar nánast lögðu undir sig allan heiminn. Jafnvel sigrar Alexanders mikla eða Gengis Khan blikna í samanburði við landvinninga Vestur-Evrópubúa á þessu tímabili. Við vitum það núna að líffræðilegur munur á kynþáttum er yfirborðskenndur og enginn raun- verulegur munur er á þeim þegar kemur að gáf- um, andlegum styrkleika eða öðrum þáttum, þótt rasískar kenningar hafi verið notaðar til að rétt- læta og útskýra landvinningana áður fyrr. Í bók sinni, Guns, Germs, and Steel, kemur Jared Diamond fram með mjög áhugaverða kenn- ingu sem kalla má í einföldu máli kenninguna um landfræðilega heppni. Hann segir að á litlu svæði í Mið-Austurlöndum hafi fyrstu bændurnir fundið eina tegund af byggi, tvær tegundir af hveiti, þrjár tegundir af ætum baunum og þrjár af mikilvæg- ustu húsdýrategundum heimssögunnar, geitur, kindur og kýr. Skammt frá fundu þeir svo hesta og asna. Að lokum segir hann að vegna þess hvernig Evrópa liggur landfræðilega hafi verið erfitt fyrir eitt ríki eða einn mann að ná völdum í álfunni allri. Þvert á móti hafi mörg ríki þrifist, afmörkuð af fjöllum, skógum og vötnum og samkeppni þeirra á milli hafi drifið áfram vísindi og þróun í hernaði og á öðrum sviðum. Menningarlegur munur hefur áhrif Kenning Diamonds hefur verið gagnrýnd, meðal annars af sagnfræðingnum Victor Davis Hanson, sem skrifaði bókina Carnage and Culture, að hluta til sem svar við Guns, Germs, and Steel. Hanson veltir upp eftirfarandi spurningu: Ef land- fræðileg heppni réði för, af hverju voru það ekki Hittítar, Egyptar, Medar, Babýlóníumenn, eða arftakar þeirra í Tyrklandi, Egyptalandi, Persíu eða Írak, sem tóku yfir heiminn? Af hverju voru það þjóðir á jaðri Evrasíu, eins og Englendingar, Frakkar og Spánverjar? Hanson afneitar með öllu, rétt eins og Diamond, að svarið sé að finna í líffræðilegum mun á kyn- þáttunum. Kenning hans snýr hins vegar að menningarlegum mun á milli þjóða og þjóðflokka. Segir Hanson að einstaklingshyggja, lýðræði, eignarréttur, kapítalismi, rökhyggja, frjálst flæði hugmynda og vísindaleg nálgun hafi ráðið því hvernig heimurinn þróaðist. Nálgun Hansons er herfræðileg, enda segir hann að yfirtaka Evrópu- búa á heiminum öllum hefði aldrei tekist nema með vopnavaldi. Áðurnefndir þættir í vestrænni menningu hafi gert það að verkum að vestrænn stríðsrekstur hafi verið öðruvísi og mun áhrifa- meiri en stríðsmenning annarra þjóða og þjóð- flokka og þar sé svarið að finna. Menn sem eiga sitt eigið land, taka þátt í stjórn ríkisins og hafa umfangsmikil og almennt við- urkennd mannréttindi nálgist stríðsrekstur á ann- an hátt en rétt- og landlausir þrælar einvalds. Í Grikklandi varð fyrst til hugmyndin um úr- slitaorrustuna. Þegar óvinurinn kom þrammandi yfir hæðina, náðu frjálsir bændur í vopn sín, söfn- uðust saman og þrömmuðu á móti honum. Þeir máttu ekki við því að tapa miklum tíma frá störf- um sínum á bóndabænum og því var markmiðið að finna óvininn og ganga frá honum á sem skemmstum tíma. Þegar þessir sömu menn þrömmuðu svo á móti risastórum herjum Persa- konungs, var þessi einbeitni drápsvilji svo skelfi- legur að þeir gátu stökkt á flótta mun stærri herj- um. Hanson tekur fram að þessi nálgun á stríðsrekstur sé ekki siðferðilega betri en aðrar nálganir, en ekki sé hægt að deila um árangurinn. Hinir þættirnir, sem Hanson nefnir, höfðu ekki síður áhrif á stríðsrekstur á Vesturlöndum. Frjálst flæði hugmynda og vísindaleg rökhugsun leiddu til mun hraðari þróunar í vopnabúnaði og her- stjórnarlist. Kapítalismi og eignarréttur gerðu það að verkum að framleiðslugeta Vesturlanda á sviði hergagna var miklum mun meiri en annars staðar – Tyrkjasoldánn keypti sínar byssur frá kristnum óvinum sínum og skip hans voru eftirmyndir af feneyskum galeiðum. Hér er aðeins stiklað á stóru í umfjöllun um bækur þeirra Hansons og Diamonds, en báðir höf- undar eiga hrós skilið fyrir að reyna að taka á erf- iðu og flóknu málefni og bækur þeirra eru vel læsilegar og uppfullar af fróðleik og krefjandi hug- myndum fyrir lesandann að klást við. Útskurður frá um 1800 sem sýnir sjóorrustuna við Salamis árið 480 f. Kr. Þar tókust á bandalag grískra borg- ríkja annars vegar og persneska konungsveldið hins vegar. Sigur Grikkja tryggði sjálfstæði grísku ríkjanna og útbreiðslu grískrar menningar, þar á meðal 27 ára gamallar lýðræðistilraunar Aþeninga. Menning og landfræðileg slys Hvers vegna lögðu Evrópubúar nánast undir sig heiminn? Í bókum sínum hafa Jared Diamond og Victor Davis Hanson tekist á um ólík svör við spurningunni. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.