SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 47

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 47
23. janúar 2011 47 Ég hugsaði mér að setja upp sýn-ingu sem væri listaverk út affyrir sig,“ segir GuðbergurBergsson rithöfundur. Hann er höfundur sýningarinnar Ásýnd landsins: vatnið, jörðin, hafið og himinninn, sem var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi á dög- unum. Á sýningunni eru verk eftir fimm myndlistarmenn, Daða Guðbjörnsson (1954), Gunnlaug Óskar Scheving (1904- 1972), Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885- 1972), Rúrí (1951) og Vilhjálm Þorberg Bergsson (1937). Guðbergur segist leita í verk þessara myndlistarmanna eftir að þeir hafa fundið sig og dregur á persónulegan hátt fram það sem er sameiginlegt með þeim. Á sýn- ingunni tengjast til að mynda myndir Rúríar af fossum við fossa Kjarvals og öld- ur Daða, sem málar einnig skip á hafinu, rétt eins og Gunnlaugur Scheving, og á hafinu eru þessar óravíðáttur rétt eins og í geimmyndum Vilhjálms. „Þessi sýning er búin að vera í und- irbúningi sem hugmynd í mörg ár,“ segir Guðbergur þegar hann fylgir mér um sýn- inguna. „Mig langaði til að sýna verk sem eru ekki alltaf fyrir augum fólks, þar sem þessi hlið hefur ekki verið sýnd á þeim. Þessar myndir Kjarvals virðast litlar miðað við sumar Þingvallamyndanna en eru samt mjög stórbrotnar í eðli sínu og lýsa honum vel. Af því að Rúrí er hér þá tók ég líka fos- samyndir eftir Kjarval, meðal annars til að benda á að fossar eru algengt viðfangsefni í íslenskri myndlist. Draumalandið er á vissan hátt byggt á fossum.“ – Hér kallar ein mynd þannig á aðra? „Já. Eitt af því sem ég sýni eftir Gunn- laug Scheving eru teikningar af mönnum í aðgerð og beint á móti þeim eru teikningar eftir Kjarval þar sem verið er að fást við saltfiskinn. Þá er búið að gera að, taka hausana af. Ég valdi þessar myndir eftir Scheving þar sem sjást margskonar hreyf- ingar, svolítið eins og í kvikmynd.“ Gunnlaugur einstakur í listasögunni Gunnlaugur Scheving er Guðbergi hug- leikinn. Guðbergur er frá Grindavík og þar teiknaði og málaði Gunnlaugur fjölda veka seint á fjórða áratugnum. Í sýning- arskránni segir Guðbergur að í Grindavík hafi Gunnlaugur „fundið sig og afmarkað“. „Mig langaði að sýna þessa mynd eftir Gunnlaug sem frænka mín í Grindavík átti og hefur aldrei verið sýnd,“ segir hann. „Þessa mynd þarna málar Gunnlaugur eftir minni eftir að hann fer frá Grindavík og það er svo einkennilegt, eða eðlilegt, að mennirnir á bátnum eru menn sem við þekktum í raunveruleikanum. Þeir hafa grópast svona fast í minni hans að hann víkur aldrei frá þessum svip – ég þekki þá. Þetta eru Magnús á Hrauni og Einar í Ás- garði. Í verkum Gunnlaugs er meira að segja hægt að rekja verslunarsögu Grindavíkur. Það má sjá í verkum hans hvenær Grind- víkingar eru orðnir svo ríkir að það er farið að selja þar snúða,“ segir hann og brosir. „Á eldri búðamyndum eru engir snúðar en svo er snúðabakkinn kominn.“ Guðbergur segir að í raun þyrfti að setja saman sérstaka sýningu með myndum Gunnlaugs frá Grindavík. „Hann kortleggur þorpið. Hægt væri að draga upp nákvæmt kort með ferðum hans þar. Hann er svo nákvæmur að hann málar líka myndir af köllunum sem áttu bátana og húsin. Það er algengt í listasög- unni að listamenn fari í eitthvert þorp, jafnvel margir saman og máli. En þessi þorp hafa aldrei verið kortlögð með þeim hætti sem Gunnlaugur Scheving gerði í Grindavík. Þess vegna er Gunnlaugur ein- stakur í listasögunni. Gunnlaugur Schev- ing er einhver algreindasti málari sem hef- ur málað hér á landi. Það sést svo vel. Sjóntaugin í málurum er sérstakt fyr- irbæri. Líka í ljósmyndurum.“ Guðbergur þagnar. Bætir svo við: „Ég held að við ættum að sýna og leggja meiri áherslu á það sem er frábrugðið í menn- ingu eða list annarra þjóða. Og sýna hvað við erum í raun og veru stórbrotin í um- gengni við fegurðina sem slíka.“ Guðbergur bendir á málverk sem hanga hlið við hlið, eftir Gunnlaug og Daða, og sýna bæði öldur og bát. „Ég set til dæmis hér saman boða Gunn- laugs og boða Daða til að sýna hliðstæður. Kannski hefur engum dottið í hug að Daði ætti fyrirrennara en það er hlutverk þeirra sem setja saman sýningar að benda á eitt- hvað sem hefur verið ógert eða hulið, ekki vera alltaf að sýna eitthvað sem allir vita. Það er eins og að vera alltaf að lesa sömu söguna fyrir barn. Barn hefur gaman af að heyra alltaf sömu söguna …“ – Hefur þér þótt sú vera raunin í sýning- arhaldi hér á landi? „Já já. Og þar af leiðandi held ég að þetta sé vönduð og göfug rammíslensk sýning, á allan hátt.“ Listamenn eins og tvífætt auglýsing Guðbergur segir að sýningar þar sem valin eru verk listamanna, eins og á sýningu hans í Gerðarsafni, þurfi að hafa ákveðið uppeldislegt gildi. „Á svona sýningu þarf að vera ákveðin leiðsögn og sýna fólki fram á hlutina, en myndlestur er vandasamur. Hann er ekki einskorðaður við listfræðinga, heldur er það góða við listina að hver og einn getur lesið, eftir að honum hefur verið bent á stafrófið. Það má ekki reka allar setning- arnar ofan í fólkið, það þarf að kenna að stafa og síðan les hver á sinn hátt. Mér finnst þetta vanta mjög hér á landi. Best væri að fá listamennina sjálfa, þeir þekkja þetta langbest – ef þeir þekkja þetta … En þeir eru yfirleitt ófáanlegir til þess, flestir …“ Guðbergur hugsar sig um, bætir svo við um listamennina sem eru ófáanlegir til að tala um verk sín: „Það er á margan hátt gott því maður er orðinn svo þreyttur á þessum auglýsingalistamönnum sem eru eins og tvífætt auglýsing. Þá er það líklega betra eins og í gamla daga þegar listamað- urinn kom aldrei fram.“ Guðbergur Bergsson virðir fyrir sér sjómenn í verki Gunnlaugs Schevings. „Gunnlaugur er einhver algreindasti málari sem hefur málað hér á landi,“ segir hann. Morgunblaðið/Einar Falur Sérstök sjóntaug málaranna „Við ættum að sýna og leggja meiri áherslu á það sem er frábrugðið,“ segir Guðbergur Bergsson. Hann hefur lengi verið mikill áhugamaður um myndlist og hefur nú sett saman sýningu í Gerð- arsafni, með verkum fimm myndlistarmanna. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.