Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 12

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 12
Ég sit í sólinni og finn undurblíða geisla hennar leika um andlit mitt í gegnum kuldann. Napur vindurinn næðir um trén í garðinum, en uppi við vegginn, þar sem ég sit, er skjól, svo að ég get notið þessarar stundar, meðan ég bíð, án þess að skjálfa. Án þess að skjálfa, segi ég. Samt titra ég eins og þaninn strengur, strengur spenntur í ofvæni og kvíða. Því að ég veit ekki hvað bíður mín, þegar hann kemur, eða hvort hann kemur yfir- leitt. Samt er eins og það skipti ekki öllu máli akkúrat núna, sól- argeislarnir, sem hlaupa sem fætur Saga toga yfir hjarnið til mín og ylja mér um frostbitinn varigann, ná að eyða öllum kvíða. Allt er svo undurfagurt hér í skjólinu við vegginn og hjarta mitt fyllist smám saman friðsælli ró og ég sameinast umhverfinu, renn saman við trén, snjóinn, vindinn, sólina og tignar- lega timburhúsið, sem stendur svo hnarreist að baki mér. Á vatninu synda endur í lítilli vök, svo hóg- værar á að líta, og mig langar mest að stökkva út í til þeirra, en mér líður svo vel í skjólinu við gamla timburvegginn að ég sleppi því. Allt í einu fljúga þær burt og ég svipast um eftir orsök þessarar truflunar og sé að hann kemur gangandi gegnum garðinn, milli trjánna, yfir snjóinn og nálgast mig óðum. Ég ætla að standa á fætur og hlaupa til hans og kalla nafnið hans, en það verður engin hreyf- ing, það kemur ekkert hljóð, og hann gengur fram hjá mér og hverfur út í kuldann, en ég sit ein eftir í skjólinu við vegginn, sam- einuð sólinni og bíð eftir að hún gangi til viðar og að ég hverfi með henni. Elsa B. Valsdóttir. samskipti augnagotur hönd í hönd hlátur orðaskipti hönd úr hönd grátur Ásta Kristjana Sveinsdóttir eins og menn ævir manna ekki eins grafir manna eins Ásta Kristjana Sveinsdóttir 12

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.