Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 12
Ég sit í sólinni og finn undurblíða geisla hennar leika um andlit mitt í gegnum kuldann. Napur vindurinn næðir um trén í garðinum, en uppi við vegginn, þar sem ég sit, er skjól, svo að ég get notið þessarar stundar, meðan ég bíð, án þess að skjálfa. Án þess að skjálfa, segi ég. Samt titra ég eins og þaninn strengur, strengur spenntur í ofvæni og kvíða. Því að ég veit ekki hvað bíður mín, þegar hann kemur, eða hvort hann kemur yfir- leitt. Samt er eins og það skipti ekki öllu máli akkúrat núna, sól- argeislarnir, sem hlaupa sem fætur Saga toga yfir hjarnið til mín og ylja mér um frostbitinn varigann, ná að eyða öllum kvíða. Allt er svo undurfagurt hér í skjólinu við vegginn og hjarta mitt fyllist smám saman friðsælli ró og ég sameinast umhverfinu, renn saman við trén, snjóinn, vindinn, sólina og tignar- lega timburhúsið, sem stendur svo hnarreist að baki mér. Á vatninu synda endur í lítilli vök, svo hóg- værar á að líta, og mig langar mest að stökkva út í til þeirra, en mér líður svo vel í skjólinu við gamla timburvegginn að ég sleppi því. Allt í einu fljúga þær burt og ég svipast um eftir orsök þessarar truflunar og sé að hann kemur gangandi gegnum garðinn, milli trjánna, yfir snjóinn og nálgast mig óðum. Ég ætla að standa á fætur og hlaupa til hans og kalla nafnið hans, en það verður engin hreyf- ing, það kemur ekkert hljóð, og hann gengur fram hjá mér og hverfur út í kuldann, en ég sit ein eftir í skjólinu við vegginn, sam- einuð sólinni og bíð eftir að hún gangi til viðar og að ég hverfi með henni. Elsa B. Valsdóttir. samskipti augnagotur hönd í hönd hlátur orðaskipti hönd úr hönd grátur Ásta Kristjana Sveinsdóttir eins og menn ævir manna ekki eins grafir manna eins Ásta Kristjana Sveinsdóttir 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.