SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Síða 8
8 10. apríl 2011
Annar þekktur knattspyrnumaður á þjálfarastóli á
framandi slóðum er Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði
Arsenal og enska landsliðsins. Adams er í Aserbaídj-
an hjá liðinu Gabala FC. Hann hefur þó ekki vakið
sömu athygli og Ruud Gullit í Tétsníu og þannig vill
hann hafa það. Gabala er 13 þúsund manna bær og
lítið á seyði.
„Ég kann að meta að sviðsljósið er ekki á mér,“
sagði Adams í samtali við Daily Mail fyrir jólin. „Hér
er ég bara þekktur sem þjálfari og það er hluti af
ástæðunni fyrir því að ég er hérna. Enginn dæmdi
Jose Mourinho þegar hann var túlkur í Barselóna.
Þannig að það er góð ástæða fyrir því að vera hér.
Hér er mér frjálst að gera mistök. Eini þrýstingurinn
kemur frá mér.“
Liði hans hefur gengið vel í vetur og reynsla hans í
Aserbaídjan hefur verið betri en hjá Portsmouth og
Wycombe þar sem peningar voru af skornum
skammti. Eigandi Gabala á nóg af peningum og upp-
fyllir óskir Adams, hvort sem þær snúast um ástand
vallarins eða leikmannakaup.
Hér er mér frjálst að
gera mistök – eini þrýst-
ingurinn kemur frá mér
Varnarjaxlinn Tony Adams fagnar skallamarki með
Arsenal ásamt Kanu og Sol Campbell.
Reuters
R
uud Gullit var eitt sinn besti knatt-
spyrnumaður heims. Hann hafði viður-
nefnið svarti túlipaninn og þegar hann
komst á skrið fór hann í gegnum varnir
andstæðinganna eins og hnífur í gegnum smjör og
rastalokkarnir hristust í allar áttir. Nú er makkinn
horfinn, Gullit sestur í þjálfarastól og verkefnið er að
búa til besta lið í Evrópu. Það gæti reynst þrautin
þyngri. Liðið nefnist FC Terek og er í Grosní, höfuð-
borg Tsjetsjeníu. Stjórnandi félagsins heitir Ramsan
Kadyrov. Hann á sér mikla drauma og er ekki þekkt-
ur fyrir þolinmæði.
Tímabilið fór ekki vel af stað hjá Gullit. Liðið tapaði
í fyrstu tveimur leikjunum, en lék reyndar við tvö af
sterkustu liðum rússnesku deildarinnar, Rubin Kaz-
an og Zenit frá Pétursborg. Um liðna helgi var hins
vegar botnslagur. Terek fékk Tomsk í heimsókn og
sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Með sigr-
inum skaust Terek upp í fimmta neðsta sætið og
skaut meira að segja gömlu Moskvuveldunum Spar-
tak og Dínamó aftur fyrir sig.
Kadyrov er leiðtogi Tsjetsjeníu og heldur þar um
alla þræði. Mannréttindafrömuðir saka hann um
pyntingar og mannrán. Hann neitar. Blaðakonan
Anna Politkovskaja, sem var myrt árið 2006, sagði
að hann væri maður stríðs og hryðjuverka, „Stalín
okkar tíma“.
Þegar Gullit var valinn knattspyrnumaður ársins í
Evrópu 1987 tileinkaði hann viðurkenninguna Nel-
son Mandela, sem þá sat enn í fangelsi. Í Der Spiegel
er rifjað upp að þegar Gullit gerðist málsvari Stofn-
unar Önnu Frank hafi hann sagt: „Þegar maður er
þekktur á maður að opna munninn. Þá hlustar fólk.“
Síðan bætir blaðið við að nú leggi bæði knattspyrnu-
áhugamenn og mannréttindafrömuðir eyrun við
þegar Gullit sé annars vegar, en hann láti lítið að sér
kveða.
Tsjetsjenía var vettvangur grimmilegra átaka í lok
tuttugustu aldarinnar. 1994 hófst blóðug sjálfstæð-
isbarátta. Fimm árum síðar gerði Vladimír Pútín
Rússlandsforseti aðra atlögu að tsjetsjenskum sjálf-
stæðissinnum. Kadyrov var í upphafi í liði uppreisn-
armanna, en snerist síðan á sveif með Pútín.
Grosní var lögð í rúst í stríðinu. Kadyrov hefur
fengið 1,8 milljarða evra á ári til uppbyggingar. Um
allt hanga myndir af foringjanum. „Að veggspjöldin
skuli ekki hafa verið rifin niður sýnir hvað fólkið
elskar mig,“ segir Kadyrov. Akhmed faðir hans var
myrtur í tilræði árið 2004 á heimavelli Terek. Hann
stýrði einnig Tsjetsjeníu og Terek-liðinu. Kadyrov
hefur bannað áfengi til að ýta undir múslímsk gildi
og hrósað unglingagengjum, sem hafa farið um
Grosní og skotið málningarkúlum í konur sem sak-
aðar eru um djarfan klæðaburð.
Ekki eru nema tvö ár síðan vestrænar ríkisstjórnir
vöruðu borgara sína við því að fara til Tsjetsjeníu. Nú
segir Kadyrov að vart finnist öruggari staður en
Tsjetsjenía.
Saga Terek er skrautleg. Liðið var við að leysast
upp fyrir tíu árum. Þá var uppreisnarmaðurinn Sja-
mil Bassajev miðframherji liðsins og einn af stjórn-
endum þess. Í Der Spiegel segir frá því að Bassajev
hafi skipulagt heimsmeistarakeppni múslímskra
vígamanna, mujaheddin. Sigurlaunin voru
sprengjuvarpa. Til 2008 lék Terek heimaleiki utan
Tsjetsjeníu vegna þess að of hættulegt þótti að þau
lékju heima fyrir.
Gullit, sem áður þjálfaði m.a. Chelsea og Los Ang-
eles Galaxy, segir að Kadyrov blandi sér ekki í stjórn
knattspyrnuliðsins og bætir við að nú sé allt öruggt í
Tsjetsjeníu. Þó ekki það öruggt að konan hans vilji
fara með honum og af einhverjum sökum er hann
með 80 manna öryggislið.
Ruud Gullit í landsleik með Hollandi gegn Wales þegar hann var upp á sitt
besta. Hann varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu 1988.
Reuters
Vandasamt verk-
efni í Tsjetsjeníu
Gullit á að gera smáliðið Terek
í Grosní að stórveldi í fótbolta
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Ramsan Kadyrov afhendir Gullit treyju Terek-liðsins.
Reuters
Gullit segist hafa tekið þjálf-
arastarfið í Tsjetsjeníu í þágu friðar.
Kona hans, Estelle, segir hins vegar
að samningur hans sé „milljóna
virði … og hinn kosturinn er að vera
með 48 ára gamlan mann að slæp-
ast í sófanum heima“. Johan Cruyff,
tengdapabbi Gullits, líkir þessu við
þegar hann fór til Barcelona í tíð
Francos. Reuters
Lægi annars
í sófanum heima
29. ágúst 2011.
WWW.NOMA.NU
Kynningarfundur í
Reykjavik
Radisson BLU 1919 Hotel
Posthusstraeti 2, 101 Reykjavik
14. april kl. 16.00
Skráning á: www.noma.nu