SunnudagsMogginn - 10.04.2011, Blaðsíða 11
10. apríl 2011 11
Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum stendur nú sem hæst í Max
Schmeling-höllinni í Berlín og hefur að vanda verið mikið um kostu-
leg tilþrif. 281 keppandi frá 39 löndum tekur þátt í mótinu í borg sem
af mörgum er álitin vagga íþróttarinnar.
Á myndinni hér að ofan má sjá Úkraínumanninn Vitaliy Nakon-
echnyy í æfingum á svifrá, þar sem verulega reynir á handstyrk og
fimi keppenda. Æfingarnar dugðu honum ekki til sigurs.
Mótið dregur að jafnaði fjölda áhorfenda að sér og árið í ár er engin
undantekning. Meðal gesta á föstudag var engin önnur en Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, sem mótshaldarar vildu greinilega ekki
að missti af neinu sem fram fór, svo framarlega var henni stillt upp.
Ekki kom þó til þess að Merkel spreytti sig á áhöldum enda styðst
hún við hækjur þessa dagana eftir aðgerð vegna meiðsla á hné.
Reuters
Leikið af
fimi í Berlín
ELDRI BORGARA FERÐ
Ævintýraferð til Ilulissat (Jakobshavn)
25. – 28. júní.
Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is
eða hopadeild@flugfelag.is
flugfelag.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/F
L
U
53
85
8
02
.2
01
1
GRÆNLAND
Nuuk
IIulissat
Narsarsuaq
Reykjavík
Ittoqqortoormiit
Kulusuk
CINTAMANI
WWW.CINTAMANI.IS
FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók - Myndir - Skeyti
V/REYKJALUND, MOSFELLSBÆ, SÍMI 5628500, WWW.MULALUNDUR.IS
FÆST Í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS
Gestabók
,
mynda- o
g skeyta
safn